Skráning í félagsferð Sindra 10.-12. ágúst 2018
Nú er komið að skráningu í hina árlegu félagsferð með eftirfarandi innborgun. Ákveðið hefur verið að hver og einn greiði 10.000 kr. staðfestingargjald sem rennur upp í heildargjaldið en reynt verður að halda verði í lágmarki. Leggja skal upphæðina inn á reikning 317-26-7622, kt. 540776-0169 í sl. laugardaginn 10. mars nk. og senda tilkynningu á bumm_bumm@hotmail.com.
Um er að ræða þriggja daga rekstrarferð þar sem gist er í tvær nætur í Gunnarshólma í Landeyjum, svefnpokapláss í opnu rými. Farið verður um Landeyjar og Fljótshlíð og skal reiknað með að dagsleiðin verði að lágmarki 25 km löng. Upphafs- og endastaður er Efsta Grund. Mælt er með þremur hrossum á mann.
Allar frekari upplýsingar fást með því að hafa samband við Sólveigu Eyvindsdóttur á facebook eða í netfanginu bumm_bumm@hotmail.com.