Hestamannafélagið Sindri


09.02.2018 02:16

Félagsferð

Skráning í félagsferð Sindra 10.-12. ágúst 2018

Nú er komið að skráningu í hina árlegu félagsferð með eftirfarandi innborgun. Ákveðið hefur verið að hver og einn greiði 10.000 kr. staðfestingargjald sem rennur upp í heildargjaldið en reynt verður að halda verði í lágmarki. Leggja skal upphæðina inn á reikning 317-26-7622, kt. 540776-0169 í sl. laugardaginn 10. mars nk. og senda tilkynningu á bumm_bumm@hotmail.com.

Um er að ræða þriggja daga rekstrarferð þar sem gist er í tvær nætur í Gunnarshólma í Landeyjum, svefnpokapláss í opnu rými. Farið verður um Landeyjar og Fljótshlíð og skal reiknað með að dagsleiðin verði að lágmarki 25 km löng. Upphafs- og endastaður er Efsta Grund. Mælt er með þremur hrossum á mann.

Allar frekari upplýsingar fást með því að hafa samband við Sólveigu Eyvindsdóttur á facebook eða í netfanginu bumm_bumm@hotmail.com.

07.02.2018 13:27

A

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn 
á Ströndinni í Víkurskála föstudaginn 23. febrúar 2018.

Fundurinn hefst kl 20:00.

Dagskrá:
Kosning stjórnar og
Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffi í boði stjórnar

Stjórn Hestamannafélagsins Sindra

08.01.2018 14:09

Tilnefningar

Kæru félagar

Stjórn hmf. Sindra óskar eftir tilnefningum um efnilegasta knapa ársins 2017 og knapa ársins 2017 meðfylgjandi þarf að vera stutt greinargerð um afrek viðkomandi knapa. Einnig erum við opin fyrir ábendingum um Sindralaufið ef fólk veit um félagsmann sem ætti það skilið fyrir sama hvort er fyrir framkomu á reiðvellinum eða sinn hlut í starfi félagsins.

Tilnefningum skal skilað á e-mailið isbud@simnet.is fyrir 29. janúar  n.k.

Með kveðju 
Stjórn hmf Sindra

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 602
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 802580
Samtals gestir: 118697
Tölur uppfærðar: 19.2.2018 03:55:52