Reiðskóli Sindra í Vík verður dagana 11.-17. júní n.k. Reiðskólinn er fyrir alla krakka fædda árið 2011 og eldri, einnig verður fullorðinshópur ef næg þátttaka næst. Verð er kr 6000 fyrir skuldlausa Sindrafélaga og 9.500 fyrir aðra. Systkinaafsláttur er kr 2000.- Upplýsingar og skráning er hjá Petru á e-mailið: solheimar2@gmail.com eða í síma 612-2126. Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 8. júní.
Reiðskólinn í Skálakoti verður dagana 24.-31. maí n.k. skráning og allar upplýsingar um hann gefur Mummi á e-mailinu info@skalakot.com eða í síma 487-8953
Reiðskóla og æskulýðsnefnd Sindra