Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2017 Mars

25.03.2017 12:13

Firmakeppni Sindra


Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um að frá og með árinu í ár verið stílað inn á það að Firmakeppni hmf Sindra verði haldin annan í páskum. Nefndin hefur mikinn áhuga fyrir því að finna mótum félagsins dagsettningar sem rekast síður á aðra viðburði í hestamennskunni og að auki séu líklegar til að sem flestir félagsmenn (og aðrir þegar á við) hafið tök á að taka þátt á mótunum. Nefndin telur annan í páskum hentugri dagsettningu til móts en skírdagur þar sem skírdagur er í mögum tilfellum nýttur sem fermingardagur og þó að hann sé ekki fermingardagur á svæðinu okkar eru félagsmenn oft gestir í veislum þennan dag. Að auki er Stórsýning sunnlenskra hestamanna haldin á skírdag á Hellu, þar höfum við átt þáttakendur og munum einnig eiga í ár sem eru líkur til að verði til þessað minni þátttaka verði á Firmakeppni. Það er því okkar von að Firmakeppni festi rætur og sómi sér vel á annan í páskum árlega.
Stefnt er að því að halda Hestaþing Sindra síðustu helgina í júní ár hvert eins og tíðkaðist hér á árum áður og hlakkar okkur til að sjá hvernig það tekst til. Þá eigum við einungis eftir að finna vetrarmótunum okkar góðan farveg en við erum opin fyrir öllum tillögum og vangaveltum varðandi þau, góðar hugmyndir eru vel séðar á isbud@simnet.is , í commentum á Facebook síðunni okkar eða bara maður á mann.

p.s. minnum á að undir félagsstarf eru komnar þær dagsettningar sem nefndirnar eru búnar að senda inn vegna starfsins 2017

Með kveðju Mótanefnd hmf Sindra

21.03.2017 10:44

2. vetrarmót

2. Vetramót Sindra verður haldið föstudagin 24. Mars kl 20 í Skeiðvangi á Hvolsvelli.
Keppt verður í pollar-börn-unglingar- minna og meira vanir
Sýna á hægt tölt og fegurðartölt sem stjórnast af þul 
skráning á staðnum og opið öllum áhugasömum

Skráningargjald 1000 kr
kaffiveitingar á vægu verði
Hlökkum til að sjá sem flesta
Mótanefnd Sinda

20.03.2017 14:30

2. vetrarmót Sindra

2. Vetramót Sindra verður haldið föstudagin 24. Mars kl 20 í Skeiðvangi á Hvolsvelli.
Keppt verður í pollar-börn-unglingar- minna og meira vanir
Sýna á hægt tölt og fegurðartölt sem stjórnast af þul 
skráning á staðnum og opið öllum áhugasömum

Skráningargjald 1000 kr
kaffiveitingar á vægu verði
Hlökkum til að sjá sem flesta
Mótanefnd Sinda

08.03.2017 09:21

Youth Camp

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 11. - 18. júlí 2017 í St-Truiden í Belgíu. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 14-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Þema FEIF Youth Camp í ár er "hestur og vagn".

Belgíska Íslandshestasambandið er það minnsta innan FEIF og það eru sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu þar sem skipuleggja viðburðinn. Það sem verður meðal annars á dagskrá:

  • Heimsókn á bú þar sem ræktaðir eru Brabant hestar
  • Sýnikennsla/kynning á vinnu með dráttarhesta
  • Sýnikennsla/kennsla á jafnvægi knapa og ásetu (centered riding)
  • Fræðsla um tannheilsu hesta
  • Vinna með hest í tvítaum
  • Sögufræg borg heimsótt
  • Skemmtigarður heimsóttur - Bobbejaanland
  • Ferð í hestvagni
  • Og margt fleira....!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 3. apríl 2017 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@lhhestar.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir "Æskan". Þar er að finna bæði pdf og Excel skrá. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér

Kostnaður við búðirnar er ?680 (ca. 78.000 í dag), en inní því er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Belgíu. Flug út til Brussel, vasapeningur og annað er ekki innifalið.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@lhhestar.is.

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44