Sýndu hvað í þér býr.
USVS ætlar að halda námskeiðið "Sýndu hvað í þér býr".
Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er farið yfir ýmislegt sem viðkemur fundasköpum, m.a. fundareglur , boðun funda, fundaskipan , dagskrá funda ,umræður, meðferð tillagna , kosningar o.fl. Þátttakendur vinna jafnframt einföld verkefni og fara í leiki til þess að brjóta upp námskeiðið.
Námskeiðið verður mánudaginn 20. febrúar og leiðbeinandi verður Sabína S. Halldórsdóttir.
?16:00 -18:00? Kirkjubæjarklaustri
?20:00-22:00? Vík í Mýrdal
Skráning fer fram á netfanginu usvs@usvs.is
Stjórn USVS