Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2017 Febrúar

24.02.2017 16:52

Minnum á aðalfund í kvöld

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn 
á Ströndinni í Víkurskála föstudaginn 24. febrúar 2017.

Fundurinn hefst kl 20:00.

Dagskrá:
Kosning stjórnar og
Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffi í boði stjórnar

Stjórn Hestamannafélagsins Sindra

17.02.2017 14:59

Æskulýðsnefnd

Kæru félagar

Við leitum að manneskju sem er tilbúin til þess að taka að sér æskulýðsnefnd hmf. Sindra starfsárið 2017, mig langar að benda á að þar sem menntaður reiðkennari er kominn á svæðið ætti umstangið um nefndina að vera minna auk þess að barnafjöldinn fer sífellt minnkandi, þetta er samt sem áður mjög gefandi og skemmtilegt starf og tilvalið fyrir foreldri sem á áhugasamt barn að taka þetta að sér til þess að peppa upp áhuga barnsins og skapa því skemmtilegt félagslegt umhverfi. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Vilborgu annað hvort á fb eða á e-mailið isbud@simnet.is fyrir 20. febrúar.

Kveðja stjórn

15.02.2017 17:43

Námskeið

Sýndu hvað í þér býr.

USVS ætlar að halda námskeiðið "Sýndu hvað í þér býr".
Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er tengjast ræðumennsku, s.s. að taka til máls, framkomu, ræðuflutning, raddbeitingu, skipan ræðu o.fl. Einnig er farið yfir ýmislegt sem viðkemur fundasköpum, m.a. fundareglur , boðun funda, fundaskipan , dagskrá funda ,umræður, meðferð tillagna , kosningar o.fl. Þátttakendur vinna jafnframt einföld verkefni og fara í leiki til þess að brjóta upp námskeiðið.

Námskeiðið verður mánudaginn 20. febrúar og leiðbeinandi verður Sabína S. Halldórsdóttir.

?16:00 -18:00? Kirkjubæjarklaustri
?20:00-22:00? Vík í Mýrdal

Skráning fer fram á netfanginu usvs@usvs.is

Stjórn USVS

15.02.2017 15:02

Úrslit frá fyrsta vetrarmóti Sindra

Úrslit frá fyrsta vetrarmóti Sindra :

Barnaflokkur: 
1. Sigurður Steingrímsson - Vösk frá Vöðlum
2. Signý Ásta Steingrímsdóttir - Brana frá Miðhúsum

Unglingaflokkur: 
1. Oddný Lilja Birgisdóttir - Freyðir frá Syðri Reykjum
2. Kristrún Ósk Baldursdóttir - Kolsteinn frá Hömluholti
3. Sunna Lind Sigurjónsdóttir- Eldey frá Efstu - Grund
4. Katrín Diljá Vignisdóttir - Hróðný frá Ási
5. Sigríður I. Einarsdóttir- Ylfa frá Miðengi
6. Dórothea Oddsdóttir - Stirnir frá Skíðbakka 1

Minna vanir: 
1. Geir Guðlaugsson - Máttur frá Kvistum
2. Brynjar Magnússon- Edda frá Velli
3. Eygló Arna Guðnadóttir - Eyrún frá Strandarhjálegu
4. Hjördís Rut Jónsdóttir - Straumur frá Írafossi
5. Lovísa H. Ragnarsdóttir - Grágás frá Hemlu 2

Meira vanir: 
1. Hjörvar Ágústsson - Hafsteinn frá Kirkjubæ
2. Hanna Rún - Grímur frá Hafnarfirði
3. Vilborg Smáradóttir - Karmur frá Kanastöðum
4. Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir - Ör frá Eystra-Fróðholti
5. Hlynur Guðmundsson - Tromma frá Höfn

03.02.2017 18:26

Tilnefningar til efnilegasta knapa og knapa ársins

Kæru félagar

Stjórn hmf. Sindra óskar eftir tilnefningum um efnilegasta knapa ársins 2016 og knapa ársins 2016 meðfylgjandi þarf að vera stutt greinargerð um afrek viðkomandi knapa. Einnig erum við opin fyrir ábendingum um Sindralaufið ef fólk veit um félagsmann sem ætti það skilið fyrir sama hvort er fyrir framkomu á reiðvellinum eða sinn hlut í starfi félagsins.

Tilnefningum skal skilað á e-mailið isbud@simnet.is fyrir 13. febrúar n.k.

Með kveðju 
Stjórn hmf Sindra

03.02.2017 18:25

Aðalfundur


Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn 
á Ströndinni í Víkurskála föstudaginn 24. febrúar 2017.

Fundurinn hefst kl 20:00.

Dagskrá:
Kosning stjórnar og
Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffi í boði stjórnar

Stjórn Hestamannafélasins Sindr

03.02.2017 16:01

Vetrarmót Sindra

Verður haldið föstudaginn 10. Febrúar kl 20 í Skeiðvangi á Hvolsvelli.
keppt verður í pollar-börn-unglingar- minna og meira vanir
Sýna á hægt tölt og fegurðartölt sem stjórnast af þul
skráning á staðnum og opið öllum áhugasömum
Sindrafélagar safna stigum og veitt verðlaun fyrir stigahæsta einstakling að loknu seinna mótinu í mars
Skráningargjald 1000 kr
kaffiveitingar á vægu verði
Hlökkum til að sjá sem flesta
Mótanefnd Sinda

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41