Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2017 Janúar

22.01.2017 09:58

Folaldasýning í Skálakoti

Opin folaldasýning verður haldin í Skálakoti laugardaginn 28. Janúar næst komandi, í boði er hestfolalda og merfolalda flokkur auk þess að valið er besta folald sýningar. Skráningarfrestur er til föstudagsins 27. Janúar í síma 866-4891 eða á e-mailið info@skalakot.com , skráningargjöldum verður stillt í hóf.

Sýningin hefst kl 13:00 og verða kaffiveitingar á staðnum. 

20.01.2017 22:19

Skráning í félagsferð Sindra 11.-13. ágúst 2017

Nú er komið að skráningu í hestaferð ársins með eftirfarandi innborgun. Ákveðið hefur verið að hver og einn greiði 15.000 kr. staðfestingargjald sem rennur upp í heildargjaldið. Leggja skal upphæðina inn á reikning 317-26-7622, kt. 540776-0169 í sl. miðvikudaginn 15. febrúar næst komandi og senda tilkynningu á bumm_bumm@hotmail.com. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Meðfylgjandi er eldri auglýsing um ferðalýsingu. Farnar verða Löngufjörur á Snæfellsnesi dagana 11.-13. ágúst 2017 og gist á Hótel Eldborg. Um er að ræða eins til tveggja hesta lúxusferð (20-25 km dagsleið) og kostar hún 37.000 kr. pr mann. Innifalið í verðinu er leiðsögn um fjörurnar, akstur milli hótels og reiðleiðar, matur, gisting í tveggja manna herbergjum (uppbúin rúm), aðgangur að sundlaug og loks hagabeit fyrir einn hest. 1000 kr. aukalega fyrir helgina ef bætist við hestur. Til skoðunar verður að fá þjónustuaðila til að flytja hrossin vestur og til baka auk þess sem í boði eru leiguhross á staðnum fyrir þá sem ekki eiga hest en vildu upplifa stórkostlega náttúru og skemmtilegan félagsskap. Allar nánari upplýsingar fást með því að hafa samband við Sólveigu á facebook eða í netfanginu bumm_bumm@hotmail.com.

10.01.2017 22:07

Heyefnagreiningar

Heyefnagreiningar við allra hæfi

 

Viltu vita hvort heyið þitt er nógu gott fyrir hestinn þinn ?

 

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar sem eru sérsniðnar að þörfum hestamanna. Niðurstöðurnar eru á mannamáli þar sem gefin eru upp viðmið og einnig eru alveg nýtt hjá okkur að reikna út hvað mörg kíló þú þarft að gefa hestinum þinum á dag, reiknað út frá fóðureiningum í þínu heyi. Þá er gefið upp hvað mörg kg þú þarft að gefa, miðað við hvort um viðhaldsfóður er að ræða, létta brúkun eða mikla brúkun.  Við hjá Efnagreiningu ehf leggjum árherslu á persónulega þjónustu og gott verð. Þið getið hringt í okkur ef þið þurfið að spyrja út í greiningarnar og við erum með verð sem allir geta ráðið við.

 

Hvernig sendirðu okkur sýni ?

 

Okkur nægir að fá frá þér lítið sýni, 100-200 grömm af hverju sýni, 100 gr duga ef heyið er þurrt,það sparar líka póstkostnað að hafa sýnið ekki of stórt. Settu sýnið í plastpoka og settu í umslag (ekki verra að það sé fóðrað).

Sendu sýnið á:  Efnagreining ehf, Ásvegi 4, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sendu með upplýsingar um þig, nafn, heimilisfang, póstnúmer, stað, kennitölu og tölvupóstfang. Sendu sýnið fyrripart viku svo að öruggt sé að það liggi ekki á pósthúsinu yfir helgi.  Reynslan hefur sýnt að oftast kemur sýnið til okkar sólarhring eftir að það er póstlagt. 

 

 

Verð á greiningum

 

Heyefnagreining 1   Prótein, meltanleiki og tréni mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar (FE). Útreiknuð fóðurþörf kg/hey á dag í þínu heyi. Verð krónur 3950.- án vsk.

Heyefnagreining 3   Prótein, meltanleiki og tréni mælt með NIR-tækni + orkuútreikningar(FE).  Útreiknuð fóðurþörf kg/hey á dag í þínu heyi. Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, járn, kopar, mangan, zink og selen.  Verð krónur 7950.- án vsk.

 

Meðfylgjandi er niðurstöðublað sem er með öllum mælingum þ.e Heyefnagreining 3.

Heyefnagreining 1 er sama niðurstöðublað nema án stein- og snefilefna.

 

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33