Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2016 Febrúar

29.02.2016 22:59

Reiðkennsla í Austurkoti

Þá líður að reiðkennslunni sem er hugsuð sem eftirfylgni við æfingabúðirnar okkar. Við eigum bókuð 3 einsdags námskeið hjá Hugrúnu í Austurkoti, en það eru dagarnir 12. mars, 9. apríl og 14. maí. reiknað er með því að um einstaklingskennslu verið að ræða og fái hver og einn 25 mínútna kennslu. Kostnaður við hvert og eitt námskeið er áætlað um 3.000.- á mann fyrir utan akstur á staðinn sem verður í samvinnu foreldra þátttakenda. Við höfum sótt um styrk til USVS vegna námskeiðanna svo mögulega fengjum við niðurgreiðslu á námskeiðinu en þó er það alls ekki í hendi.
Skráning óskast á netfangið isbud@simnet.is fyrir laugardaginn 05.mars 2016. 

Með kveðju æskulýðsnefnd. 

29.02.2016 12:57

Höfuðá

Höfuðmeiðsli í íþróttum

Á síðustu tveimur árum hefur ÍSÍ ásamt HR staðið fyrir málstofum um höfuðáverka í íþróttum í kjölfar þess að nokkrir afreksmenn í íþróttum höfðu þurft að hætta íþróttaiðkun eftir högg á höfuðið. Til stendur að fylgja þessu eftir og eru veggspjöld í hönnun með upplýsingum um afleiðingar heilahristings og er hugmyndin sú að íþróttafélög hengi þau upp á áberandi stöðum í íþróttahúsum, en mikilvægt er að auka þekkingu á afleiðingum þessarra slysa.  

Þann 18. mars mun Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið, standa fyrir ráðstefnu um ákominn heilaskaða þann á Grand Hótel frá kl. 9.00-11.45.Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Kevin Pearce, fyrrum atvinnumaður á snjóbrettum sem rekur í dag góðgerðasamtökin Love Your Brain, sem hann stofnaði eftir að hann sjálfur lenti í slysi við æfingar árið 2009 og hlaut ákominn heilaskaða.

Heilaskaði hefur stundum verið nefndur "hinn þögli faraldur" þar sem afleiðingar hans sjást iðulega ekki utan á fólki og það er mikil þörf á aukinni fræðslu, hjá fagfólki, í íþróttahreyfingunni, menntakerfinu, hjá stjórnmálafólki og almenningi. Markmið ráðstefnunnar er að skapa umræðu um mikilvægi þess að bjóða upp á úrræði hér á landi sem sannarlega hjálpa fólki að fóta sig í lífinu á ný. Helstu orsakavaldar ákomins heilaskaða eru umferðaslys, líkamsárásir, vinnuslys og höfuðhögg í íþróttum.

Hér er um að ræða frábært tækifæri til að fræðast um stöðu fólks með ákominn heilaskaða, hvaða afleiðingar heilaáverkar geta haft í för með sér og hvað hægt er að gera betur hér á landi í endurhæfingu og fræðslu. 

Auk Kevin Pearce eru erindi ráðstefnunnar:

Að fóta sig í lífinu sem breyttur einstaklingur 
- Dís Gylfadóttir, verkefnastjóri hjá Hugarfari og Smári Pálsson taugasálfræðingur ræða áhrif heilaskaða á einstaklinga og fjölskyldur þeirra og möguleg endurhæfingarúrræði sem ættu að vera í boði hérlendis.

Ákominn heilaskaði - staðan á Íslandi 
- Guðrún Karlsdóttir, yfirlæknir taugateymis á Reykjalundi, fjallar um tíðni, greiningu og þau endurhæfingarúrræði sem eru í boði á Íslandi og hvar skórinn kreppir í því sambandi.

Fundarstjóri er Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttafræðasviðs HR 

Hér er um að ræða frábæran vettvang fyrir alla til að fræðast um stöðu fólks með ákominn heilaskaða, hvaða afleiðingar heilaáverkar geta haft í för með sér og hvað við getum gert betur hér á landi í endurhæfingu og fræðslu.
Miðaverð er 4.990 og miða má nálgast á tix.is. 3.990 fyrir félagsmenn.

Það má endilega deila þessum viðburði á íþróttafélög, einstaklinga sem og fagaðila.

Linkurinn á facebook viðburð https://www.facebook.com/events/189095748123923/

23.02.2016 21:20

Beiðni frá stjórn hmf. Sindra

Kæru félagar

Gætuð þið mögulega lagt okkur í stjórninni lið? Á aðalfundi næstkomandi föstudag þarf að kjósa nýjan gjaldkera í stjórn hmf. Sindra, það hlutverk er ekki svo tímafrekt, c.a. einu sinni í viku fylgist viðkomandi með reikningum félagsins og greiðir reikninga. Árlega sendir hann svo út greiðsluseðla fyrir félagsgjöld og c.a. tvisvar á ári þarf svo að setjast niður og færa fylgiskjöl sem eru í heildina c.a. 300 talsins yfir árið. Við allt þetta getur formaður aðstoðað viðkomandi enda með nokkurra ára reynslu af því. Stjórnarstarfið sjálft krefst heldur ekki mikillar yfirlegu en á síðasta ári hittist stjórn á 2 fundum en hafði samskipti að öðru leyti í gegnum facebook og tölvupóst. Við biðlum því til ykkar með að athuga hvort þið gætuð ekki hugsað ykkur að leggja stjórn lið ykkar eða a.m.k. komið með ábendingar um einhvern sem þið munduð treysta í sætið. Endilega látið vita sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir miðnætti á fimmtudag.

Með von um góðar viðtökur
f.h stjórnar
Vilborg Smáradóttir

22.02.2016 13:14

Afrekshópur LH

Sæl öll,

 

Sjá meðfylgjandi tengil með nýrri frétt á vef LH: http://www.lhhestar.is/is/moya/news/einstakt-taekifaeri-afrekshopur-lh

 

Einstakt tækifæri - afrekshópur LH

Stjórn LH hefur í hyggju að setja á stofn afrekshóp ungra knapa. Tilgangur  verkefnissins er að búa unga knapa undir að takast á við stór verkefni á sviði hestamennskunnar bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Stjórnandi hópsins verður Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri ísl landsliðsins.

 

Fyrirkomulag uppbyggingarinnar er eftirfarandi:

·         20. - 22. mars - Æfingadagar með reiðkennurum, dómurum og fyrirlesurum

·         Maí - þátttaka í móti og yfirferð yfir sýningar með dómurum. Reiðkennari stýrir.

·         Sept - okt æfingahelgi og uppskeruhátíð. Farið verður yfir keppnistímabilið og framhaldið metið.

Viðburðir á vegum verkefnisins verða þrír á árinu og er skyldumæting á þá alla.

 

Gjaldgengir í hópinn eru knapar á aldrinum 17-21 árs, þ.e. knapar á síðasta ári í unglingaflokki + ungmennaflokkur.

Kostnaður knapa er kr. 30.000 fyrir árið. Einstakt tækifæri fyrir unga knapa til að bæta sig og byggja upp keppnishestinn sinn á markvissan hátt.

 

Í umsókn skulu koma fram allar grunnupplýsingar um umsækjandann, sem og  lýsing á keppnisárangri undanfarin tvö keppnisár. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2016 og skulu umsóknir berast á netfangið lh@lhhestar.is fyrir þann tíma.

 

Páll Bragi veitir nánari upplýsingar um hópinn, hann er með netfangið austurkot@simnet.is.

 

Stjórn LH

16.02.2016 12:12

Ótitlað

Skráningafrestur á Ískaldar framlengdur til hádegis á morgun.

 

Spennan magnast fyrir Ísköldum töltdívum um helgina. Keppnin verður haldin í Samskipahöllinni í Spretti næstkomandi laugardag og hefst eftir hádegi (nánari tímasetning þegar skráningu lýkur).

Mótið er haldið til að efla konur til keppni í hestaíþróttum og styrkja um leið landslið Íslands í hestaíþróttum.

 

Skráning er á sportfeng http://skraning.sportfengur.com/ og lýkur á hádegi á morgun.

 

Veglegir vinningar verða veittir og því til mikils að vinna!

 

·         Glæsilegasta parið hlýtur Reflect ábreiðu frá Hrímni, gjöf frá Líflandi og iittala vasa frá Ásbirni Ólafssyni.

·         Sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.

·         Veglegir verðlaunagripir og aukavinningar frá Líflandi verða afhentir keppendum í A-úrslitum.

·         Landsmót hestamanna gefur 4 vikupassa sem dregnir verða úr hópi þeirra sem keppa í úrslitum.

 

Við hvetjum allar konur til að skrá sig og taka þátt í þessum frábæra degi með okkur.

Fjórir flokkar verða í boði:

·         Opinn flokkur (T1)

·         Meira vanar (T3)

·         Minna vanar (T7)

·         Ungmennaflokkur (T3)

 

Vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn!

11.02.2016 11:26

Aðalfundur hmf. Sindra

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn 
í Skálakoti föstudaginn 26. febrúar 2016.

Fundurinn hefst kl 20:00.

Dagskrá:
Kosning stjórnar og
Venjuleg aðalfundarstörf

Kaffi í boði stjórnar

Stjórn Hestamannafélasins Sindra

11.02.2016 10:35

Vegna vetrarmóts


Tilkynning frá Hestamannafélaginu Sindra 


Við könnunarleiðangur á Sindravelli þann 10.02 kom í ljós að ekki er fært til mótahalds þar um þessar mundir. Veðurspáin næstu daga er á þann veg að aðstæður munu frekar versna en hitt.

Eftir fundarhöld milli nefndarmanna ákvað mótanefnd að aflýsa mótinu um helgina og stefna á mót laugardaginn 27. febrúar 2016.

Við hvetjum félagsmenn og aðra sem áhuga hafa á, að stefna með okkur á þessa dagsetningu og fjölmenna á vetrarmót 27. febrúar

Mótanefnd Hmf Sindra

06.02.2016 22:47

1. vetrarmót

1.       Vetrarmót Hestamannafélagsins Sindra 

Verður haldið laugardaginn 13. febrúar 2016 kl 13:00 á Sindravelli
keppt verður í : Polla, barna, unglinga, minna- og meira vanir
Skráning á netfangið: kristin.erla@arcanum.is
skráningarfrestur til miðnættis fimmtudaginn 11. febrúar 2016
Skráningargjöld eru 1500 kr fyrir minna og meira vana  og greiðast áður en keppni hefst
Mótanefnd áskilur sér rétt til að tvinna saman keppni í minna- og meira vanir ef þurfa þykir.
Keppnisfyrirkomulag er hægt að nálgast á www.123.is/sindri  og frekari upplýsingar gefur Kristín Erla í síma 7718257
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37