Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2015 Nóvember

18.11.2015 21:36


Öryggisnefnd LH beinir því til allra hestamanna að nota endurskin þegar skyggja tekur. Hér er um að ræða ódýrt öryggistæki sem getur bjargað bæði knapa og hesti.

Á facebook síðu endurskinsátaks hestamanna má sjá muninn á því hvað bílstjórinn sér, annars vegar þegar notað er endurskin og hins vegar þegar það er ekki notað.

https://www.facebook.com/endurskinsatakhestamanna/?fref=ts

Kveðja frá Öryggisnefnd LH.


14.11.2015 17:57

Úrslit folaldasýningar


Folaldasýning hmf-Sindra var haldin í Skálakoti í dag 14. nóv.
19 folöld voru skráð til leiks og mættu þau öll vel haldin og sæl í spariskapinu.
Í hádegishléi var boðið uppá kjötsúpu og auðvitað kaffi og súkkulaði. Þá var einnig heiðruð heiðursverðlaunahryssa hmf-Sindra sem er Katla frá Ytri-Skógum Ae. 8,07. Til að hljóta þessa viðurkenningu skal hryssan eiga 2 sýnd afkvæmi, þar af annað í 1. verðlaun og vera lifandi sjálf. Í þessu tilfelli er annað afkvæmið Brenna frá Efstu-Grund Ae. 8,16 og hitt er sjálfur heimsmeistarinn í tölti hann Þokki frá Efstu-Grund.

Sigurjón Sigurðsson og Sigríður Lóa Gissurardóttir á Efstu-Grund
 Stórhuga Sindramenn verðlauna auðvitað 5 efstu folöldin í hvorum flokki og svo er valið fegursta folald sýningar að mati dómara.
Eigendur þessara folalda voru sendir klyfjaðir heim af allskyns verðmætum, svo sem bætiefnasteinum, bætiefnafötum, musli fóðurbætisblöndu, ábreiðum, Hrímnis höfuðleðri, folatollum undir 1. verðlauna stóðhesta, eignabikurum og farandgripum.
Dómarar voru heiðursmennirnir Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu og Vignir Siggeirsson í Hemlu. Æviráðinn þulur á þessum sýningum er Skálakotsbóndinn Guðmundur Viðarsson og þökkum við þessum mönnum mikið vel fyrir daginn.
Folöldin frá Fornusöndum fóru mikinn og að lokum fóru leikar þannig að Tryggvi E. Geirsson sem kom með 2 folöld hampaði efstu sætum í báðum flokkum og hryssan hans hún Una frá Fornusöndum var valin fegursta folald sýningar.
Að lokum þökkum við öllum styrktaraðilum fyrir örlæti og jákvæð viðbrögð!
Þeir eru eftirtaldir:

Karl R Guðmundsson úrsmiður
Skálakot
Sláturfélag Suðurlands
Rúnar og Hulda hjá Hrímni
Hrísdalshestar
Hestar og Menn
Baldvin og Þorvaldur


Sigurvegarar í flokki merfolalda


Merfolöld
1. IS2015284174 - Una frá Fornusöndum
Jörp
F: Ölnir frá Akranesi - IS2009135006
M: Svarta-Nótt frá Fornusöndum - IS2001284173
Rækt/Eig: Tryggvi E. Geirsson
2. IS2015285753 - Salka frá Eyjarhólum
Brún
F: Stefnir fá Eyjarhólum - IS2009185752
M: Þrá frá Eyjarhólum - IS2000285753
Rækt/Eig: Þorlákur S. Björns/Halldóra Gylfad
3. IS2015284055 - Dagný frá Hlíð
Moldótt/gul
F: Óðinn frá Eystra-Fróðholti - IS2004186183
M: Árdís frá Stóru-Heiði - IS2004285600
Rækt/Eig: Hermann Árnason
4. IS2015281051 - Minning frá Uxahrygg
Draugmoldótt
F: Glóðafeykir frá Halakoti - IS2003182454
M: Fluga frá Uxahrygg - IS1996281054
Rækt./Eig: Samúel Örn Erlingsson
5. IS2015284157 - Sandra frá Skálakoti
Brún
F: Ársæll frá Hemlu - IS2004180601
M: Spurning frá Árbæjarhjáleigu II - IS2000286990
Rækt/Eig: Guðmundur Viðarsson


Sigurvegarar í flokki hestfolalda


Hestfolöld
1. IS2015184175 - Taktur frá Fornusöndum
Brúnn
F: Glæsir frá Fornusöndum - IS2009184174
M: Hylling frá Hofi I - IS1998277793
Rækt./Eig: Tryggvi E. Geirsson
2. IS2015185528 - Hrappur frá Suður-Fossi
Brúnn
F: Grunur frá Oddhóli - IS1996186060
M: Skerpla frá Tungufelli - IS1996235790
Rækt./Eig: Hjördís Rut Jóns./Ingi Már Björns
3. IS2015185525 - Nn frá Vík í Mýrdal
Rauður
F: Brjánn frá Hvolsvelli - IS2012184977
M: Tinna frá Núpakoti - IS1996284082
Rækt./Eig: Árni Gunn/ Guðlaug Þorvalds
4. IS2015185751 - Djákni frá Eyjarhólum
Rauðstjörnóttur
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum - IS1999188801
M: Perla frá Eyjarhólum - IS2000285751
Rækt./Eig: Þorlákur S Björns/Halldóra Gylfad
5. IS2015184051 - Váli frá Hlíð
Móbrúnn
F: Óðinn frá Eystra-Fróðholti - IS2004186183
M: Vala frá Laugardælum - IS1999287321
Rækt./Eig: Hermann Árnason


13.11.2015 23:18

Folaldasýning 2015

Hér eru þau folöld sem eru skráð á sýningu á morgunHestfolöld
1.  IS2015184156 - Sólroði frá Skálakoti
2. IS2015184162 - Trommari frá Skálakoti
Rauðblesóttur Brúnn
F: Sveinn-Hervar frá Þúfu - IS1994184553 F: Trymbill frá Stóra-Ási - IS2005135936
M: Sprengja frá Skálakoti - IS1994528158 M: Vök frá Skálakoti - IS20012284163
Rækt./Eig: Guðmundur Viðarsson Rækt./Eig: Guðmundur Viðarsson
3. IS2015185528 - Hrappur frá Suður-Fossi
4. IS2015185525 - Nn frá Vík í Mýrdal
Brúnn Rauður
F: Grunur frá Oddhóli - IS1996186060 F: Brjánn frá Hvolsvelli - IS2012184977
M: Skerpla frá Tungufelli - IS1996235790 M: Tinna frá Núpakoti - IS1996284082
Rækt./Eig: Hjördís Rut Jóns./Ingi Már Björns Rækt./Eig: Árni Gunn/ Guðlaug Þorvalds
5. IS2015184050 - Íbis frá Hlíð
6. IS2015184051 - Váli frá Hlíð
Brúnstjörnóttur Móbrúnn
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1 - IS2000181814 F: Óðinn frá Eystra-Fróðholti - IS2004186183
M: Íris frá Stóru-Heiði - IS1999285601 M: Vala frá Laugardælum - IS1999287321
Rækt./Eig: Hermann Árnason Rækt./Eig: Hermann Árnason
7. IS2015184172 - Eldur frá Fornusöndum
8. IS2015184175 - Taktur frá Fornusöndum
Rauður Brúnn
F: Loki frá Selfossi - IS2004182712 F: Glæsir frá Fornusöndum - IS2009184174
M: Elding frá Fornusöndum - IS2002284172 M: Hylling frá Hofi I - IS1998277793
Rækt./Eig: Finnbogi Geirsson Rækt./Eig: Tryggvi E. Geirsson
9. IS2015185751 - Djákni frá Eyjarhólum
Rauðstjörnóttur Blup 105
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum - IS1999188801
M: Perla frá Eyjarhólum - IS2000285751
Rækt./Eig: Þorlákur S Björns/Halldóra Gylfad
Merfolöld
1. IS2015284156 - Stikla frá Skálakoti
2. IS2015284157 - Sandra frá Skálakoti
Bleikálótt Blup 106 Brún Blup 110
F: Stáli frá Kjarri - IS1998187002 F: Ársæll frá Hemlu - IS2004180601
M: Sygin frá Skálakoti - IS1999284158 M: Spurning frá Árbæjarhjáleigu II - IS2000286990
Rækt/Eig: Guðmundur Viðarsson Rækt/Eig: Guðmundur Viðarsson
3. IS2015284158 - Syrtla frá Skálakoti
4. IS2015284174 - Una frá Fornusöndum
Brún Jörp
F: Ársæll frá Hemlu - IS2004180601 F: Ölnir frá Akranesi - IS2009135006
M: Targa frá Skálakoti - IS2000284163 M: Svarta-Nótt frá Fornusöndum - IS2001284173
Rækt/Eig: Guðmundur Viðarsson Rækt/Eig: Tryggvi E. Geirsson
5. IS2015284182 - Sandra frá Moldnúpi 2
6. IS2015284183 - Eyrún frá Moldnúpi 2
Brún Jarpstjörnótt
F: Djákni frá Laugamýri - IS2010182733 F: Djákni frá Laugamýri - IS2010182733
M: Snotra frá Moldnúpi 2 - IS1993284180 M: Rönd frá Moldnúpi 2 - IS1994284182
Ræktandi: Eyja Þóra Einarsdóttir Ræktandi: Eyja Þóra Einarsdóttir
Eigandi: Guðmundur Viðarsson Eigandi: Guðmundur Viðarsson
7. IS2015284055 - Dagný frá Hlíð
8. IS2015285753 - Salka frá Eyjarhólum
Moldótt/gul Brún
F: Óðinn frá Eystra-Fróðholti - IS2004186183 F: Stefnir fá Eyjarhólum - IS2009185752
M: Árdís frá Stóru-Heiði - IS2004285600 M: Þrá frá Eyjarhólum - IS2000285753
Rækt/Eig: Hermann Árnason Rækt/Eig: Þorlákur S. Björns/Halldóra Gylfad
9. IS2015284171 - Játning frá Fornusöndum
10. IS2015281051 - Minning frá Uxahrygg
Brún Draugmoldótt
F: Safír frá Fornusöndum - IS2009184176 F: Glóðafeykir frá Halakoti - IS2003182454
M: Villimey frá Fornusöndum - IS2004284172 M: Fluga frá Uxahrygg - IS1996281054
Rækt./Eig: Finnbogi Geirsson Rækt./Eig: Samúel Örn Erlingsson

10.11.2015 18:53

Folaldasýning


Folaldasýning Hmf-Sindra verður haldin í Skálakoti laugardaginn 14. nóv og byrjar stundvíslega kl 11. 
Tekið er við skráningum til kl 18 föstudaginn  13. nóv hjá Dóru á e-mail: 
dorajg@internet.is og í s: 895-5738
Skráningargjald á hvert folald er 1,000 kr.
 
Vinsamlega leggið inn á reikning 0317-26-7622
kt: 540776-0169 og sendið staðfestingu á greiðslu til: 
dorajg@internet.is

ATH
 
Folald þarf að vera grunnskráð í WorldFeng og
í eigu félagsmanns til að geta tekið þátt.
 

Dómari verður Kristinn Guðnason
 
Súpa og drykkjarföng á góðu verði í hléi.

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02