Hér kemur ferðalýsing í stórum dráttum fyrir félagsferðina 14.-16. ágúst 2015.
Föstudagurinn 14. ágúst:
Hittumst kl. 10 á Hótel Fljótshlíð (Smáratún) og fólk kynnir sig. Riðið að Tumastöðum og áfram að Keldum. Stoppum á Keldum og fáum að skoða lýðveldisbæinn. Riðið þaðan niður Rangárvelli og farið yfir Fossvað á Eystri-Rangá. Hestarnir geymdir yfir nóttina á Velli og menn gista á Hótel Fljótshlíð í sumarbústöðum með heitum pottum.
Laugardagurinn 15. ágúst:
Keyrt að Velli og lagt af stað. Riðið niður Vallarkrók og áleiðis inn Fljótshlíð. Beygt niður hjá Lambey og endað á Hótel Fljótshlíð.
Sunnudagurinn 15. ágúst:
Gengið frá húsunum og farið heim
Ath. þetta er ekki rekstrarferð og hver teymir sína hesta. Hvor dagur er um 20 km. Muna að taka með sér sundföt þeir sem vilja nýta sér pottana
Nokkur pláss laus
Mbk. Palli, Ása og Sifi