Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2015 Júlí

20.07.2015 22:48

Gott gengi á Áhugamannamóti Íslands

Við Sindramenn og konur megum vera stolt af árangri félaga okkar á Áhugamannamóti Íslands sem haldið var á Hellu um helgina.
Á mótinu fékk 
Hjördís Rut Jónsdóttir hvorki meira né minna en reiðmennsku viðurkenningu frá Félagi tamningamanna! En hún hampaði fyrsta sæti í fjórgangi V5 með einkunina 6,67 á Háreki frá Hafsteinsstöðum í þeirra fyrstu keppni saman, einnig náði hún 4 sæti í tölti T7 á Straumi frá Írafossi með einkunina 6,50.
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson stóð sig einnig eins og hetja náði í B-úrslit í báðum þeim greinum sem hann keppti í og reið sig upp í A-úrslit í tölti T7 þar sem hann náði 6. sæti með einkunina 6,08 á Hátíð frá Árbæjarhjáleigu II. 
Hermann Árnason átti einnig stórsýningu í 100 m skeiði á Heggi frá Hvannstóði en þeir náðu tímanum 8,14 og hrepptu 2. sæti. Það sem þó var eftirtektarverðast var það að Hermann er handleggsbrotinn og lagði klárinn þannig 2 glæsilega spretti, þessi sýning var enn umfjöllunaratriði á sunnudaginn eftir mót og þótti verulega magnað. 
Sú sem þetta ritar náði einnig góðum árangri, sínum besta hingað til á Þoku frá Þjóðólfshaga sem fékk það verkefni að ríða 3 úrslit sama daginn, niðurstaðan varð 5. sæti í tölti T3 með einkunina 6,78 og 2. sæti í fjórgangi V2 með einkunina 6,90. Suma daga er enn meira gaman að vera Sindrafélagsmaður!  emoticon

Með kveðju Vilborg


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44