Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2015 Maí

19.05.2015 10:26

Reiðskólar Sindra 2015

Reiðskóli Sindra í Vík verður dagana 1. - 6. júní n.k.
Reiðskólinn er fyrir alla krakka fædda árið 2009 og eldri, einnig verður fullorðinshópur ef næg þátttaka næst.

Verð er kr 7.500.- en systkynaafsláttur er kr 2000.- 
Upplýsingar og skráning er hjá Ástu Öldu á e-mailið: skasta15@gmail.com eða í síma 848-1861.

Reiðskóli Sindra í Skálakoti verður dagana 1. - 6. júní n.k.
Skráning og allar upplýsingar um hann gefur Mummi á e-mailinu info@skalakot.com

Skráningarfrestur er til 28. maí n.k.

Reiðskóla og æskulýðsnefnd Sindra


04.05.2015 23:00

Aukafundir

Kæru félagar

Eitthvað er skipulagið að fara í vaskinn hjá formanni en samkvæmt bréfi sem sent var í póst á fimmtudaginn átti að vera opinn félagsfundur í Skálakoti í kvöld kl 20:00, af honum verður hinsvegar ekki þar sem í millitíðinni læddist inn frídagur sem varð til þess að pósturinn berst ekki félögum fyrr en í fyrsta lagi á morgun, við verðum því að fresta fundinum og mun ég láta vita síðar hvenær fundurinn verður. Í sama bréfi er auglýstur fundur annað kvöld á Ströndinni kl 20:00 en vegna anna félagsmanna í sauðburði og fleiru höfum við ákveðið að fresta þeim fundi einnig til þess að geta átt góðan fund þegar tekur að róast hjá flestum.

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44