Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2015 Mars

31.03.2015 20:52

Miðasala hafin á Allra sterkustu !Miðsalan hófst með látum í gær og ljóst er að mikil spenna er fyrir laugardagskvöldinu í Sprettshöllinni, Kópavogi. Miðar fást í Líflandi Lynghálsi, Top Reiter Ögurhvarfi og í verslun Baldvins og Þorvaldar á Selfossi. Miðinn kostar kr. 3.500.

Viðburðurinn verður núna á laugardaginn, 4. apríl í Sprettshöllinni. Húsið opnar kl. 18:30.

Tilboð í miðasölu eru þessi:

·         1 aðgöngumiði + 1 happdrættismiði = 4.000 kr.

·         6 happdrættismiðar = 4.000 kr.

Happdrættisvinningarnir eru glæsilegir og þakkar landsliðsnefnd þeim er leggja til vinningana kærlega fyrir veglega þátttöku í verkefnum landsliðsins.

1.      Vinningur - Ölnir  frá Akranesi Gefandi Margrétarhof. Sigurvegari í 5 vetra flokki á landsmóti 2014.

2.       Vinningur - Eldur frá Torfunesi. Gefandi Anna Fjóla Gísladóttir. Aðaleinkunn 8.60 þriðja sæti í 5 vetra flokki á landmóti 2012.

3.      Vinningur - Stormur frá Herríðarhóli.  Gefandi Ólafur Arnar Jónsson. Sigurvegari í tölti á landsmóti 2014,  íslandsmeistari í tölti. 

4.      Vinningur - Topreiter hnakkur.  Gefandi Topreiter.

5.      Vinningur - ferðavinningur.  Gefandi Úrval útsýn

 

Einnig viljum við minna á Stóðhestaveltuna. Lang stærsta stóðhestavelta sem haldin hefur verið á folatollum - allir hagnast!   100 folatollar undir heiðursverðlauna, fyrstu verðlauna og stórefnilega unghesta verða í pottinum.  ENGIN NÚLL - aðeins KR. 25.000 hver tollur.

Rétt er að benda á að vert er að tryggja sér miða hið fyrsta þar sem oftar en ekki hefur selst upp á þennan magnaða viðburð!

Sjáumst í Sprettshöllinni næstkomandi laugardag!

Landsliðsnefnd LH


31.03.2015 13:33

3. vetrarmót - taka tvö

3. vetrarmót Sindra verður haldið mánudaginn 6. apríl  
kl 13:00 á Sindravelli.
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, minna- og meira vanir.
Skráning berist til Dóru á
dorajg@internet.is
fyrir kl 12:00 sunnudaginn  5. apríl.

Við skráningu þarf að koma eftirfarandi fram;
Nafn, litur og aldur hests (ekki er verra að fá ættina)
Nafn og aldur knapa í polla og barnaflokki.
Skráningargjöld eru 1500 kr flokki minna- og meira vanir.
Vinsamlega leggið inn á reikning félagsins 0317-26-100622 kt: 540776-0169 og
sendið staðfestingu á greiðslu á dorajg@internet.is ásamt skráningunni.
ATH
Þar sem mótinu var frestað þurfa þeir sem voru búnir að skrá sig ekki að endurtaka það nema ætlunin sé að skipta um hross eða hætta við þátttöku.

Mótanefnd

28.03.2015 21:21

Ráslistar 3. vetrarmóts


Pollaflokkur
1. Björn Vignir Ingason 7 ára

Erró  frá Stóru-Heiði, jarpur 20v
F: Röðull frá Steinum
M: List frá Stóru-Heiði
Eig. knapi


2. Lára Hlín Kjartansdóttir 7 ára

Þokki frá Eiríksstöðum, grár  17v
F: Toppur frá Eyjólfsstöðum
M: Blýja frá Eiríksstöðum
Eig. Kristín Helga Kristinsdóttir

Barnaflokkur
1. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 12 ára

Hraunar frá Borg, brúnn
F: Hrannar frá Þorlákshöfn
M: Eldborg frá Búð
Eig. Jón Þór Árnason


2. Birna Sólveig Kristófersdóttir 12 ára

Hríma frá Ragnheiðarstöðum, móálótt 18v
F: Reykur frá Hoftúni
M: Hrefna frá Ólafsvík
Eig. Jón Geir Ólafsson


3. Kristín Ólafsdóttir 12 ára

Zodiak frá Helluvaði, sótrauður 16v
F: Spegill frá Kirkjubæ
M: Hekla frá Helluvaði
Eig. knapi


4. Tinna Elíasdóttir

Álfdís frá Jaðri, rauð 8v
F: Fannar frá  Ármóti
M: Árdís frá Ármóti
Eig. Vilborg Smáradóttir


5. Birgitta Rós Ingadóttir

Hylling frá Pétursey, jörp 9v
F: Krókur frá Ásmundarstöðum
M: Elja frá Steinum
Eig. knapi


6. Elín Gróa Kjartansdóttir 11 ára

Glóa frá Bjarnarstöðum, glóbrún 16v
F: Ylur frá Bjarnastöðum
M: Hjördís frá Bjarnastöðum
Eig. Austurkot ehf

Unglingaflokkur
1. Elín Árnadóttir

Blær frá Prestsbakka 7v brúnn
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M: Gígja frá Prestsbakka
Eig. knapi


2. Sigurjóna Kristófersdóttir 13

Framtíð frá Eyjarhólum, ljósmoldótt 5v
F: Ægir frá Litlalandi
M: Folda frá Eyjarhólum
Eig. Þorlákur Sindri Björnsson og Halldóra Gylfadóttir


3. Þuríður Inga Gísladóttir

Otti frá Skarði, jarpur 12v
F: Andvari frá Ey
M: Orka frá Hala
Eig. knapi


4. Ólöf Sigurlína Einarsdóttir 14 ára

Bylur frá Ytri Sólheimum II 15v rauðblesóttur
F: Hringur frá Brekku
M: Elding frá Eyvindarmúla
Eig. Knapi

Minna vanir
1. Ásta Alda Árnadóttir

Virðing frá Eyvindarhólum, rauðstjörnótt 10v
F: Húni frá Hrafnhólum
M: Reisn frá Eyvindarhólum
Eig. Árni Gunn, Hanna Arnard, Anita Sól og Hákon Jónss


2. Hjördís Rut Jónsdóttir

Strípa frá Laxárnesi, rauðskjótt 8v
F: Borði frá Fellskoti
M: Lyfting frá Krossi
Eig. Knapi og Ingi Már Björnsson


3. Guðlaug Þorvaldsdóttir

Foss frá Vík 11v brúnblesóttur
F: Magni frá Prestsbakka
M: Blesa frá Núpakoti
Eig. Árni Gunnarsson


4. Lára Oddsteinsdóttir

Von frá Norður-Hvoli, Rauðskjótt 11v
F: Seifur frá Tóftum
M: Glæta frá Norður-Hvoli
Eig. Knapi og Jóhann Pálmason

Meira vanir
1. Jóna Þórey Árnadóttir

Brynja frá Bræðratungu, brún 10v
F: Goði frá Miðsitju
M: Brana frá Bræðratungu
Eig. Knapi


2. Hlynur Guðmundsson

Orka frá Ytri-Skógum, rauðskjótt 5v
F: Bliki annar frá Strönd
M: Rauðstjarna frá Hraunbæ
Eig. Knapi


3. Árni Gunnarsson

Dalvör frá Ey, jarpskjótt 10c
F: Baugur frá Víðinesi 2
M: Jörp frá Ey 2
Eig. Knapi og Guðlaug Þorvaldsdóttir


4. Þorsteinn Björn Einarsson

Kliður frá Efstu-Grund, rauður 8v
F: Kvistur frá Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvolsvelli
Eig. knapi


5. Harpa Rún Jóhannsdóttir

Straumur frá Írafossi, brúnn 16v
F: Sproti frá Hæli
M: Orka frá Írafossi
Eig. Knapi


6. Vilborg Smáradóttir

Þoka frá Þjóðólfshaga 1, grá 6v
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Hylling frá Kimbastöðum
Eig. Vilborg Smáradóttir

Keppnisfyrirkomulag:

Keppnisröðun flokka er eftirfarandi:

Pollar, börn, unglingar, opinn flokkur minna vanir og að síðustu opinn flokkur meira vanir.
Keppt er á íþróttakeppnisvellinum.

Pollaflokkur 9 ára og yngri: Riðið er frjálst 1 til 2 hringir eftir þul, allir keppendur eru inni á vellinum í einu og er forkeppnin jafnframt úrslitin. Strax eftir úrslit flokksins er pollum veitt viðurkenning fyrir þátttöku en þeim ekki raðað í sæti.

Barnaflokkur 10 til 13 ára: Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir á vinstri hönd einnig.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni barnaflokks): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi á hægri hönd.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið, auk þátttökuviðurkenningar fyrir aðra keppendur.

Unglingaflokkur 14 til 17 ára: Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir á vinstri hönd einnig.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni unglingaflokks): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi á hægri hönd.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

Opinn flokkur minna og meira vanir: Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir á vinstri hönd einnig.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni flokksins): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt á vinstri hönd og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi á hægri hönd.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitann þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

Séu þátttakendur í flokkunum 3 eða færri er forkeppni flokksins sleppt og úrslit riðin strax.


23.03.2015 23:07

Vetrarmót

3. vetrarmót Sindra verður haldið sunnudaginn 29. mars
kl 13:00 á Sindravelli.
Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, minna- og meira vanir.
Skráning berist til Dóru á
dorajg@internet.is
fyrir kl 23:30 föstudaginn  27. mars.

Við skráningu þarf að koma eftirfarandi fram;
Nafn, litur og aldur hests (ekki er verra að fá ættina)
Nafn og aldur knapa í polla og barnaflokki.
Skráningargjöld eru 1500 kr flokki minna- og meira vanir.
Vinsamlega leggið inn á reikning félagsins
0317-26-100622 kt: 540776-0169 og sendið staðfestingu á greiðslu á dorajg@internet.is ásamt skráningunni.

Mótanefnd

19.03.2015 00:14

Vorreið Sindra


Athugið takið daginn frá!
Vorreið Sindra verður farin föstudaginn 24. apríl nk.
Lagt verður af stað seinnipart dags frá Vík, hesthúsinu við Hrap, matur að loknum reiðtúr, 18 ára aldurstakmark.
Nánari dagskrá auglýst síðar.

13.03.2015 21:56

Sindrakrakkar ATH


Á döfinni er þriggja skipta reiðnámskeið hjá Heklu Katarínu.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru að þjálfa hestinn sinn til keppni.  Skilyrði fyrir þátttöku er að knapar hafi til umráða hest sem að þeir ríða sjálfir og hafa fulla stjórn á. Áhersla verður lögð á einstaklingsmiðaða kennslu til að auka samspil manns og hests.
Það er í höndum foreldra að skipuleggja, standa straum af kostnaði og koma sér saman um akstur til og frá námskeiða.
Verði verður stillt í hóf en ræðst af fjölda þátttakenda. 

Nánari upplýsingar og skráning fyrir 17. mars hjá Vilborgu á isbud@simnet.is eða 867-1486.
Við erum svolítið sein að auglýsa svo við vonumst til að fá skjót viðbrögð á skráningu 
emoticon
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33