Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2015 Janúar

23.01.2015 23:12

1. Vetrarmót Sindra

Vetrarmót verður haldið laugardaginn 31. janúar kl 13:00 á Sindravelli
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
pollar, börn, unglingar, meira vanir, minna vanir.
mótið er opið öllum en einungis Sindrafélagar safna stigum.
skráning á netfangið dorajg@internet.is
Skráningu lýkur kl 22:00 föstudaginn 30. janúar
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
mótanefnd

21.01.2015 13:49

Æfingabúðir

Æfingabúðir fyrir Sindrakrakka verða helgina 13.-15. febrúar næstkomandi í Árbæjarhjáleigu, kennari er Hekla Katarína Kristinsdóttir.
Allir krakkar innan félagsins velkomnir en þurfa að sjálfsögðu að hafa hest. 
Börn yngri en 8 ára þurfa að vera í fylgd foreldra.
Þátttökukostnaður er einungis 8000.- á mann og svo er 2000.- systkina afsláttur. 
Upplýsingar og skráning hjá Hjördísi Rut á sudur-foss@simnet.is og í s: 
861-029 eða hjá Vilborgu á isbud@simnet.is og í s: 867-1486
Skráningarfrestur er til 5. febrúar.

 

Kveðja æskulýðsnefnd hmf. Sindra

02.01.2015 23:10

Ágætu Sindrafélagar.


Senn líður að aðalfundi félagsins og að ýmsu að hyggja.
Núverandi formaður hefur ákveðið að stíga til hliðar og hleypa öðrum að. Þess vegna óskum við eftir framboði til formanns og einnig vantar okkur 1 inn í stjórn líka. Þeir sem áhuga hafa á formannsstarfinu eða stjórnarsetu mega gjarnan senda á okkur mail á isbud@simnet.is eða bara hitta á okkur á förnum vegi og svo er sjálfsagt að hringja í okkur.

Einnig langar okkur að kalla eftir tilnefningum til efnilegasta knapa ársins og knapa ársins. Tilnefningunni þarf að fylgja helstu afrek ársins.
Tilnefningar þurfa að hafa skilað sér 2/2 á netfangið isbud@simnet.is
með félagskveðju
Sjórnin.

02.01.2015 17:27


UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!

Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.

Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.com/events/395865530579934/

Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu, en í henni eru þeir:
Hreimur Örn - gítar og söngur
Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur
Benedikt Brynleifsson - trommur
Róbert Þórhallsson - bassi
Vignir Snær - gítar og söngur


Þriggja rétta máltíðin verður með glæsilegu móti:
Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos
Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.

Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!
Fyrstir koma fyrstir fá!
Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090
Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.

Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.

Verð: 9600 kr.

Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur

Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.

Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02