Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2014 Ágúst

12.08.2014 20:24

Hestaferð hmf. Sindra

Föstudaginn 8. ágúst héldu 22 vaskir sveinar og pæjur í hina árlegu hestaferð Hestamannafélagsins Sindra.


 


 Farið var frá Njálsbúð kl 16 og riðið í átt að Grímsstöðum með nokkrum góðum stoppum. Komið var í hlað á Grímsstöðum kl. 19. Þá keyrðu þeir þorstaheftu liðið í Njálsbúð þar sem borinn var fram matur sem allir hjálpuðust við að framreiða. Síðan var setið að spjalli fram eftir nóttu ásamt heimamönnum.

LAUGARDAGUR ákaflega fagur
Ræs kl. 9. Þeir þorstaheftu keyrðu liðið að Grímsstöðum eftir morgunmat.
Riðið var á bökkum Hólsár í nokkrum stuttum áföngum að Ártúnum. Menn og hestar stilltu sig af þar, en við áttum að vera mætt í Ármót kl 14 í dýrindis kjötsúpu. Þar fengum við einnig góða leiðsögn um hesthúsið, reiðhöllina og skoðuðum merar sem voru í hólfi rétt hjá. Síðan var haldið í heimsókn til Orra frá Þúfu og honum klappað í bak og fyrir. Anna bóndi í Þúfu sagði okkur sögur af honum. Þaðan var riðið í Njálsbúð í nokkrum stuttum áföngum. Í Njálsbúð fóru sumir að grilla en aðrir fóru með hrossin að Strönd þar sem þau voru í nátthaga.
Góð kvöldvaka með gítarleik og sagðar skemmtilegar sögur af sveitungum

SUNNUDAGUR
Eftir morgunmat fóru menn að pakka saman og þrífa húsið. Sumir fóru ríðandi heim, aðrir keyrðu hestana sína heim.
Takk fyrir okkur
Ferðanefnd

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02