Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2014 Júlí

24.07.2014 14:03

Félagsferð skráning og staðfestingargjald

Við minnum á skráningu í áður auglýsta félagsferð okkar.
Skráning er nú þegar orðin góð en óskum við eftir því að skráningar berist fyrir
1.ágúst n.k. á e-mailið lyngfell@simnet.is eða í síma 898-1809.
Einnig óskum við eftir því að staðfestingargjald að upphæð 5000.- verði greitt inn á
reikning: 0582-26-2467 kt 240867-5759.
Vinsamlegast sendið staðfestingu um greiðslu á e-mailið lyngfell@simnet.is með
nafni knapa í skýringu. Kostnaði verður haldið í lágmarki en reiknað er með að
ferðin kosti á milli 10 og 13 þúsund krónur á mann miðað við 2 hross meðferðis
(innifalið er gisting, hagi fyrir 2 hross og kvöldmatur 2 kvöld).

Með kveðju Ferðanefnd.
898-18090582-26-2324

10.07.2014 20:48

Íslandsmótið í hestaíþróttum 2014


Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Fáks í Reykjavík dagana 22. - 27. júlí. Mótið verður óvenju viðamikið því allir flokkar (börn, unglingar, ungmenni og fullorðnir) munu etja kappi þessa daga. Verið er að semja við veðurguðina þessa dagana og ganga þær viðræður mjög vel 
Margt annað verður gert til að mótið verði gott og skemmtilegt s.s. verður Reiðhöllin undirlögð af leiktækjum frá Skemmtigarðinum. Mikið verður gert fyrir keppendur og áhorfendur á mótinu svo við ætlum að eiga saman skemmtilegt Íslandsmót.

Öll forkeppni verður keyrð á tveimur völlum samtímis til að koma allri dagskráinni fyrir en reiknað er með miklum fjölda skráninga. Skráningafrestur er til miðnættis á fimmtudeginum 10. júlí og þurfa keppendur að skráð á sportfeng (mót - Fákur osfrv.).  Skráningargjald er kr. 4.000 í barna og unglingaflokki 3.500 í skeiðgreinar (nema gæðingaskeið) og 5.500 í fullorðinsflokkum (skráning staðfest með greiðslu, annað ekki tekið til greina). Einnig verður hægt að skrá sig til miðnættis sunnudaginn 13. júlí en þá eru skráningargjöldin 2.000 kr. hærri á hverja grein. Keppendur athugið að það er einn keppandi inn á vellinum í einu nema í fjórgangi barnaflokki, en þar verða 3 inn á í einu og riðið eftir þul.

Tjaldstæði og hesthús á svæðinu.

Við hvetjum knapa til að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Fáks sem og facebooksíðu Fáks ("læka" facebooksíðuna á heimasíðunni og stofnaður sér hópur fyrir þátttakendur, endilega gangið í þann hóp).

Keppnisnefnd L gefur á hverju ári út þær lágmarkseinkunnir sem par þarf að hafa náð til að skrá sig í keppnisgreinar á Íslandsmóti fullorðinna. Engin lágmörk eru í barna, unglinga og ungmennaflokki og er öllum heimilt að skrá sig þar en fullorðnir þurfa að hafa náð eftirtöldum árangri með hestinn á keppnistímabilinu 2014 eða 2013:

Tölt: 6,5

Fjórgangur: 6,2

Fimmgangur: 6,0

Slaktaumatölt: 6,2

Gæðingaskeið: 6,5

250 m skeið: 26,0 sek.

150 m skeið: 17,0 sek

100 m skeið: 9,0 sek.

Opið punktamót verður í Fáki á laugardaginn.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Kveðja frá mótanefnd


10.07.2014 20:40

Félagsferð 20148.-10. ágúst 2014 

Farið um Vestur-Landeyjar

FÖSTUDAGUR:

Húsið í Njálsbúð opnar á hádegi. Fólk hittist, kemur sér fyrir og lagt af stað í reiðtúr uppúr kl. 16. Riðið í átt að Hólsá, vegalengd u.þ.b. 10 km. Hrossin skilin eftir í nátthaga en fólk gistir í Njálsbúð. Léttur sameiginlegur kvöldmatur.

LAUGARDAGUR:

Lagt af stað þegar fólk er tilbúið. Riðið upp með Hólsá og Þverá. Stefnt að því að stoppa í Ármóti. Frá Ármóti er riðið í Njálsbúð og gist þar. Vegalengd u.þ.b. 22 km.

SUNNUDAGUR:

Árbítur, pakkað saman og húsin þrifið. Frjálst val, hvort fólk ríður að réttinni við Hemlu og ferðalok þar eða hestarnir teknir á kerru í Njálsbúð.
Vegalengd u.þ.b. 9 km.

Fólk sér um sig sjálft í nesti, morgunmat og drykk.
Reiknað er með 1-2 hestum á mann.
Aldurstakmark er 13 ára á árinu.
Skráning og nánari upplýsingar veita Palli og Ása í s: 898-1809


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02