Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2014 Maí

31.05.2014 11:54

Landflutninga-Samskipstöltið 2014Landflutninga-Samskipstöltið verður haldið á Sindravelli við Pétursey laugardaginn 14. júní kl 19:00

VERÐLAUN FYRIR 1. SÆTI ERU 50.000 KR

Skáning á Skráningarvef sportfengs. (Linkur hér hægra megin á síðunni)

Skráningu lýkur þriðjudaginn 10. júní kl 23:59.
Skráningargjöld eru 3500 kr. Skráning er ekki tekin gild fyrr en greiðsla skráningargjalda hefur borist.
Kvittun skal senda á solheimar2@gmail.com

Ef eitthvað er óljóst má hafa samband í 612-2126612-2126 (Petra)

Þetta er síðasta töltkeppnin fyrir Landsmót 2014


31.05.2014 10:13


21.05.2014 01:21

Reiðskólar Sindra

 

Reiðskóli Sindra í Vík verður dagana 2. - 7. júní n.k. Reiðskólinn er fyrir alla krakka fædda árið 2008 og eldri, einnig verður fullorðinshópur ef næg þátttaka næst.


Verð er kr 7.500.- en systkynaafsláttur er kr 2000.-  Upplýsingar og skráning er hjá Ástu Öldu á e-mailið: skasta15@gmail.com eða í síma 848-1861 eftir kl 16:00.

Reiðskólinn í Skálakoti verður dagana 29. maí - 3.júní, skráning og allar upplýsingar um hann gefur Mummi á e-mailinu info@skalakot.com

21.05.2014 01:12

FEIF-Youth Cup 2014


                                                                                              Reykjavík maí 2014

 

 

Ágæti hesteigandi,

 

Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14  - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11. - 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum.

 

Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni.

 

Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.

 

Með þessu bréfi viljum við athuga hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 ? í leigu fyrir hestinn.

 

Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en að sjálfsögðu hjálpar það.

 

Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með frekari upplýsingum.

Einnig er hægt að hafa samband við nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan.

 

Með von um jákvæð viðbrögð.

 

Virðingarfyllst,

f.h æskulýðsnefndar LH

Helga B. Helgadóttir

formaður

 

 


06.05.2014 22:17Kríuhátíðin 2014 - Þolreið - Grill - Gleði

Skráning er í fullum gangi í Þolreið Kríunnar þann 10. maí næstkomandi hjá Herði í síma 897 7643 , miðað er við að skráningu verði lokið miðvikudaginn  7 maí. Áhugasömum er bent á að hámark á fjölda skráinga eru 20 keppendur og þeim sem eru lengra að komnir standa til boða hesthúspláss ef  á þarf að halda.  Minnum á glæsilega vinninga, aðalvinningur er flugfar út í heim með Flugleiðum en að auki gefa Fóðurblandan og Lögmenn á Suðurlandi fleiri verðlaun.

Dagurinn verður samfelldur hátíðisdagur.  Klukkan 17.00 verður fýrt upp í grillinu þar sem Guðjón Þór Guðmundsson matreiðslumeistari mun standa við grillið og framreiða gómsætar grillsteikur. Um kl. 20.00 mæta svo feðgarnir Labbi (í Mánum) og Bassi (kærastinn), þeir feðgar eru magnaðir tónlistarmenn og halda uppi stemmingu eins og þeim einum er lagið. Það verður því ekta hestamannastemming á Kríunni fram á nótt og athugið að það ekki rukkað við innganginn. 

Eins og sjá má er tilvalið fyrir nærsveitunga að söðla sína hesta og koma ríðandi á Kríuhátíðina, nóg pláss til að taka á móti hrossum, en fyrir þá sem eiga lengra að sækja er þetta frábær bíltúr í sveitina. Komum nú saman hestamenn, fylgjumst með þessari frábæru keppnisgrein fyrir íslenska hestinn, fögnum vori saman og gerum eitthvað skemmtilegt.

Dagskrá Þolreiðar laugardaginn 10 maí 2014

kl 11.00 Fundur með keppendum, morgunkaffi og reglur kynntar

kl 11.30 Dýralæknaskoðun

Kl 12.00-14.00 Súpa og brauð í Kríunni

kl 14.00 Þolreið ræst

kl. 15.00 - 16.00 Keppandur koma í mark

Kl. 15.00 - 16.00 Púlsmæling og dýralæknaskoðun eftir keppni

16.30 Verðlaunaafhending

17.00 Grillveisla með keppendum og gestum

20.00 Feðgarnir Labbi (í Mánum) og Bassi (Kærastinn) mæta og halda uppi stemmingu fram á kvöld.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37