
Folaldasýning hestamannafélagsins Sindra var haldin laugardaginn 9. nóv í Skálakoti.
Það voru 28 folöld skráð til leiks, hvert öðru álitlegra. Dómari var Kristinn í Skarði og sjálfur Skálakotsbóndinn hann Mummi var þulur, enda æviráðinn í starfið. Verðlaunin voru ekki af verri endanum frekar en fyrri ár:
Fegursta folald að mati dómara: Farandskjöldur og tollur undir heiðursverðlaunahestinn Þórodd frá Þóroddsstöðum (Ae. 8,74), tollinn gaf Bjarni Þorkelsson.
Fegursta folald að mati áhorfenda: Tollur undir Safír frá Fornusöndum, tollinn gaf Finnbogi Geirsson.
Hestfolöld:
1. sæti: Eignabikar, farandbikar, Hrímnismél og tollur undir Son frá Kálfhóli 2 (Ae. 8,37) tollinn gaf Ármót c/o Hafliði Halldórsson og mélin koma frá Rúnari og Huldu hjá Hrímni
2. sæti: Eignabikar og tollur undir Kjarna frá Þjóðólfshaga (Ae. 8,30), tollinn gáfu Sindri og Dóra, Eyjarhólum Kjarni er með 1. verðlaun fyrir afkvæmi
3. sæti: Eignabikar og tollur undir Sólon frá Vesturkoti (Ae. 8,11), tollinn gaf Finnur Ingólfsson.
4. sæti: Eignabikar.
5 sæti: Eignabikar.
Merfolöld
1. sæti: Eignabikar, farandbikar, Hrímnismél og tollur undir heiðursverðlaunahestinn Sæ frá Bakkakoti (Ae. 8,62), tollinn gefur Ármót c/o Hafliði Halldórs og mélin koma frá Rúnari og Huldu hjá Hrímni.
2. sæti: Eignabikar og tollur undir Sæmund frá Vesturkoti (8,38) tollinn gefur Finnur Ingólfsson.
3. sæti: Eignabikar og tollur undir Magna frá Þjóðólfshaga (Ae. 8,27), tollinn gefur Siggi Sig.
4. sæti: Eignabikar
5. sæti: Eignabikar
Hestfolöld
1. Snjall frá Fornusöndum
F: Sær frá Bakkakoti
M: Elding frá Fornusöndum
2. Hrafn frá Stóru-Heiði
F: Árelíus frá Hemlu
M: Dögun frá Stóru-Heiði
3. Hjörvar frá Eyjarhólum
F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3
M: Perla frá Eyjarhólum
4. Ísólfur frá Stóru-Heiði
F: Glaður frá Prestsbakka
M: Íris frá Stóru-Heiði
5. Svaðilfari frá Vík í Mýrdal
F: Álfur frá Selfossi
M: Dögg frá Framnesi
Merfolöld
1. Hending frá Eyjarhólum
F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3
M: Folda frá Eyjarhólum
2. Sakka frá Skálakoti
F: Arður frá Brautarholti
M: Syrpa frá Skálakoti
3. Silla frá Skálakoti
F: Skýr frá Skálakoti
M: Sygin frá Skálakoti
4. Gerpla frá Fornusöndum
F: Kjerúlf frá Kollaleiru
M: Hylling frá Hofi I
5. Nn frá Fornusöndum
F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3
M: Gná frá Forsæti
Fegursta folald að mati áhorfenda og dómara var valin Hending frá Eyjarhólum, þetta er þriðja árið í röð sem folald frá Eyjarhólum fær farandskjöldinn fyrir fegursta folald að mati dómara.
Kærar þakkir til allra styrktaraðila fyrir örlæti og jákvæð viðbrögð !
Karl R Guðmundsson, úrsmiður
Hótel Vík
Skálakot
Sláturfélag Suðurlands
Kjarval, Vík
Rúnar og Hulda hjá Hrímni
Bjarni Þorkelsson
Ármót c/o Hafliði Halldórsson
Þjóðólfshagi, Siggi Sig
Eyjarhólar, Sindri og Dóra
Vesturkot c/o Finnur Ingólfsson
Finnbogi Geirsson
Þess er svo vert að geta að mikil gleði ríkir innan herbúða okkar þar sem daginn áður hlotnaðist Sindrafélögum Æskulýðsbikar LH fyrir öflugt æskulýðsstarf.