Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2013 Júlí

25.07.2013 19:06

Athugið !!

Áður auglýstu Hestaþingi Kóps sem halda átti 27.og 28. júlí n.k. er frestað til laugardagsins 17. ágúst n.k.

Þeir sem hafa skráð sig til leiks og greitt skráningargjöld geta haft samband við Kristínu Lárusdóttir í síma 487-4725 eða á netfangið fljótar@simnet.is og fengið endurgreitt ef þeir geta ekki tekið þátt þann 17. ágúst. 

Nánar auglýst síðar.

Með kveðju

Stjórn Kóps.

21.07.2013 13:17

Félagsferð 2013

Nú er kominn tími á að klára allan frágang fyrir félagsferðina okkar.
Það þarf að greiða staðfestingargjald 5,000 kr, sem er óafturkræft, fyrir 1. ágúst
Reikn. 582-26-2467582-26-2467 kt. 24.08.67-5759
Þegar það er komið á hreint hve margir fara með verður hægt að reikna út endanlega upphæð. Það er þó nokkuð víst að heildarkostnaður fer ekki yfir 10 þúsund. Það þarf svo að ganga frá eftirstöðvum ekki seinna en 8. ágúst.
Innifalið í verðinu er gisting 2 nætur, beitarhólf fyrir hross og sameiginlegur kvöldmatur föstudags- og laugardagskvöld.
Dagleiðir eru ekki langar svo einn reiðhestur í þokkalegri þjálfun fyrir hvern knapa er alveg nóg.
9.-11. ágúst 2013  

Farið um Vestur-Landeyjar

FÖSTUDAGUR:

Húsið í Njálsbúð opnar á hádegi. Fólk hittist, kemur sér fyrir og lagt af stað í reiðtúr uppúr kl. 16. Riðið í átt að Hólsá, vegalengd u.þ.b. 10 km. Hrossin skilin eftir í nátthaga en fólk gistir í Njálsbúð. Léttur sameiginlegur kvöldmatur.

LAUGARDAGUR:

Lagt af stað þegar fólk er tilbúið. Riðið upp með Hólsá og Þverá. Stefnt að því að stoppa í Ármóti. Frá Ármóti er riðið í Njálsbúð og gist þar. Vegalengd u.þ.b. 22 km.

SUNNUDAGUR:

Árbítur, pakkað saman og húsin þrifið. Frjálst val, hvort fólk ríður að réttinni við Hemlu og ferðalok þar eða hestarnir teknir á kerru í Njálsbúð.
Vegalengd u.þ.b. 9 km.

Fólk sér um sig sjálft í nesti, morgunmat og drykk.
Reiknað er með 1-2 hestum á mann.
Aldurstakmark er 13 ára á árinu.
Skráning og nánari upplýsingar veita Palli og Ása í s: 898-1809898-1809


19.07.2013 15:20

Hestaíþróttahátíð USVS 20.07.13 - Ráslistar

Mótið hefst klukkan 11.


Tölt T1
Annað
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Björn Vignir Ingason Þokki frá Suður-Fossi 28 Sindri
Fjórgangur V1
Barnaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Tinna Elíasdóttir Hylling frá Pétursey 2 7 Sindri
2 H Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti 9 Kópur
3 V Birgitta Rós Ingadóttir Erró frá Stóru-Heiði 18 Sindri
Fjórgangur V1
Unglingaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Elín Árnadóttir Blær frá Prestsbakka 6 Sindri
2 V Þorsteinn Björn Einarsson Dropi frá Ytri-Sólheimum II 11 Sindri
3 H Harpa Rún Jóhannsdóttir Straumur frá Írafossi 14 Sindri
Fjórgangur V1
Ungmennaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 H Kristín Erla Benediktsdóttir Bjarmi frá Sólheimakoti 8 Sindri
2 V Hrafnhildur H Guðmundsdóttir Vísir frá Glæsibæ 2 7 Geysir
Fjórgangur V1
1. flokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Kristín Lárusdóttir Prýði frá Laugardælum 6 Kópur
2 V Bjarki Guðmundsson Roði frá Þórunúpi 9 Geysir
3 V Sara Rut Heimisdóttir Styrkur frá Strönd II 8 Geysir
4 V Vilborg Smáradóttir Arfur frá Eyjarhólum 6 Sindri
Fimmgangur F1
Unglingaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Elín Árnadóttir Dalvör frá Ey II 9 Sindri
2 V Harpa Rún Jóhannsdóttir Strípa frá Laxárnesi 6 Sindri
Fimmgangur F1
1. flokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Sara Rut Heimisdóttir Sprengigígur frá Álfhólum 6 Geysir
2 V Kristín Lárusdóttir Elding frá Efstu-Grund 7 Kópur
Ráslisti
Tölt T1
Barnaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Birgitta Rós Ingadóttir Erró frá Stóru-Heiði 18 Sindri
2 V Tinna Elíasdóttir Von frá Eyjarhólum 5 Sindri
3 V Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti 9 Kópur
Tölt T1
Unglingaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Elín Árnadóttir Blær frá Prestsbakka 6 Sindri
2 V Þorsteinn Björn Einarsson Dropi frá Ytri-Sólheimum II 11 Sindri
3 H Harpa Rún Jóhannsdóttir Straumur frá Írafossi 14 Sindri
4 V Elín Árnadóttir Lúkas frá Stóru-Heiði 16 Sindri
Tölt T1
Ungmennaflokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Kristín Erla Benediktsdóttir Bjarmi frá Sólheimakoti 8 Sindri
Tölt T1
1. flokkur
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 H Kristín Lárusdóttir Prýði frá Laugardælum 6 Kópur
2 V Vilborg Smáradóttir Arfur frá Eyjarhólum 6 Sindri
Skeið 100m (flugskeið)
 
Nr Hönd Knapi Hestur Aldur Aðildafélag
1 V Bjarki Guðmundsson Þotubleik frá Hólum 11 Geysir
2 V Árni Gunnarsson Brynja frá Bræðratungu 9 Sindri
3 V Rúnar Guðlaugsson Glæsir frá Dufþaksholti 9 Geysir

12.07.2013 00:58

Hestaíþróttahátíð USVS í Pétursey 20.júlí

Hestaíþróttahátíð USVS verður haldin laugardaginn 20. júlí á Sindravelli í Mýrdal.
Hægt er að skrá sig með því að smella á tengil hér hægra megin á síðunni sem heitir SKRÁNINGARVEFUR
Velja þarf Kóp sem hestamannafélag sem heldur mótið til að finna héraðsmótið  og þeir sem ætla að skrá í pollaflokk þurfa að velja Tölt T1 annað.

Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 18.júlí kl.23.59.

Ef vandamál koma upp við skráningu þá er hægt að hringja í Kristínu Lár í síma 4874725

Það verður keppt í pollaflokki,  tölti og fjórgangi í barnaflokki, tölti, fjórgangi og fimmgangi í unglinga, ungmenna  og opnum flokki.

Í lokin verður 100m skeið í opnum flokki.

 

Vonumst við til að sjá sem flesta keppendur á öllum aldri. 

 

Hestamannafélögin Kópur og Sindri

 

11.07.2013 14:27

Hestaþing Kóps

 

Hestaþing Kóps / 50 ára afmælismót 27. og 28. júlí 2013.

 

Drög að Dagskrá:

Laugardagur 27. júlí:

Kl 11:00 Forkeppni í pollafloki, barnaflokki, B- flokki gæðinga , unglinga-, ungmenna- og A- flokki. (pollaflokkur kláraður.)

Kl 18:00 Forkeppni í tölti. Opinn öllum.  

100 m fljótandi skeið.

Úrslit í tölti.

 

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3000 kr á hest og 1500 í kappreiðar(hámark 12000 á knapa) .

Skráningargjöld leggist inná 0317-26-3478 kt. 440479-0579. Kvittun  sendist á fljotar@simnet.is

 

Sunnudagur 28. júlí:

Kl 11.00 Hópreið, mótsetning              

Kl. 11.30 úrslit í, barna-, B- flokki, unglinga-, ungmenna og A- flokki.

Þrautabraut

Kl 13:30 Kappreiðar - opnar öllum. Skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

150 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

Við skráningu er farið inn á Kópssíðuna, þar er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) .

Slóðin inn á Kóps síðuna  www.hmfkopur.123.is     
Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 23. júlí
  
Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Kristínu Lár í síma 4874725.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni . Það verður þó auglýst með fyrirvara.

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.000.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

 

Með kveðju og von um góða þátttöku.

Stjórn og mótanefnd Kóps.

08.07.2013 11:33

Hestar til sölu

Mikið eða lítið tamin hross, fyrir byrjendur, lengra komna, keppnishross.
Vel ættuð, fjórgangs, fimmgangs.

Nánari upplýsingar á

http://hestartilsolu.blogspot.com/ 

04.07.2013 10:31

Íslandsmót Yngri flokka 2013: Orðsending til keppenda 

Íslandsmót yngri flokka verður haldið á Akureyri 18. - 21. júlí. Huga þarf að mörgu áður en lagt er af stað í svona mót og því viljum við benda knöpum á að gera eftirfarandi.

 

Mikilvægt er að þið útbúið lista fyrir foreldra ykkar svo þau gleymi engu;)

 - Er búið að láta skoða hestakerruna?
 - Er búið að standsetja fellihýsið?
 - Er nóg til af leðurfeiti og skósvertu?
 - Er farið að huga að keppnisjárningu á gæðinginn?

 - Er búið að huga að hesthúsaplássi fyrir gæðinginn meðan á keppni stendur?
 - Er keppnisgallinn hreinn og pússaður?

Þetta eru hlutir sem verða að vera í lagi og vonumst við eftir að foreldrarnir hjálpi ykkur sem mest við að gera þessa upplifun sem skemmtilegasta. 

 

Hægt er að panta hesthúsapláss með því að senda tölvupóst á elfa@lettir.is eða hringja í Svein Arnarsson í síma 662-1121

 

Verið hjartanlega velkomin hingað í Eyjafjörðinn og við í Hestamannafélaginu Létti á Akureyri hlökkum til að taka á móti ykkur

 

Búið er að opna fyrir skráningar og fer hún fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add og líkur skráningu á miðnætti 11. Júlí.

 

Skráningargjaldið er 4000 kr. fyrir hverja grein.

 

Drög að dagsskrá:

Fimmtudagur 18. júlí
Knapafundur 
Fjórgangur V1 börn
Fjórgangur  V1 unglingar
Kaffihlé
Fjórgangur  V1 ungmenni
Fimi A

Föstudagur 19. júlí
Tölt T1 unglingar
Matur
Tölt T1 unglingar 
Tölt T1 börn
Kaffi
Tölt T1 ungmenni
Slaktaumatölt T2
Kvöldmatur
Gæðingaskeið unglinga og ungmenna

Skemmtun

Laugardagur 20. júlí
Fimmgangur F1 ungmenna
Matur
Fimmgangur F1 unglinga
Kaffi
B-úrslit Fjórgangur  V1 börn
B-úrslit Fjórgangur V1  unglingar
Fjórgangur V1 ungmenni
B-úrslit Tölt T1 börn
B-úrslit Tölt T1 unglingar
B-úrslit Tölt T1 ungmenni
Grill
100 m skeið
Skemmtun

 

Sunnudagur 21. júlí
B-úrslit Fimmgangur F1 unglingar

B-úrslit Fimmgangur F1 ungmenni
A-úrslit Fjórgangur  F1 börn
A-úrslit Fjórgangur  V1 unglingar
A-úrslit fjórgangur V1 ungmenni
Matur
A-úrslit Slaktaumatölt T2
A-úrslit Tölt T1 börn
A-úrslit Tölt T1 unglingar
A-úrslit Tölt T1 ungmenni
A-úrslit Fimmgangur F1 unglingar
A-úrslit Fimmgangur F1 ungmenni
Mótsslit

 


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41