Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2013 Júní

27.06.2013 00:43

Opið bréf til hestamanna á Norður- og Austurlandi

Samstarfs er þörf fyrir FM á Austurlandi 2015

Ég vil þakka Hestamannafélaginu Hornfirðing fyrir gott og vel skipulagt Fjórðungsmót í Hornafirði sem nú er nýlokið. Eftir að hafa rætt við knapa og áhorfendur veit ég að skipuleggjendur og starfsmenn eiga hrós skilið fyrir góða framkvæmd. Það var frábær skemmtun fyrir mig persónulega að fylgjast með úrslitum mótsins í góðu veðri á sunnudag.

Fjórðungsmótin eru hugsuð sem lyftistöng fyrir hestamennskuna á þeim landssvæðum sem landfræðilega eru afsíðis og auka hróð hestamennsku á þeim svæðum. Einnig er þeim ætlað að vera að vera kynningargluggi fyrir hross af svæðinu. Fjórðungsmótin hafa því í gegnum tíðinu verið kærkomin lyftistöng þegar þau hafa verið haldin, og þjappað fólki saman um stóra framkvæmd.

Fjórðungsmót okkar austfirðinga á því miður undir högg að sækja. Fremur dræm aðsókn áhorfenda, fjöldi kynbótahrossa á mótinu og lítill fjöldi keppenda af Norðurlandi hlýtur að vera okkur sem erum í forsvari fyrir hestamannafélögin á svæðinu áhyggjuefni. Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að framtíð Fjórðungsmóta á Norður- og Austurlandi ræðst af því samstarfi sem við í hestamanna- og hrossaræktarfélögum á svæðinu getum náð nú í framhaldinu. Það er mín skoðun að félögin á svæðinu verða að sameinast um framkvæmdina og standa að henni öll sem eitt, í því liggur stórt tækifæri. Samvinnu fylgja einnig sameiginlegar ákvarðanir og ábyrgð.

Fyrst ég er sestur niður við skriftir verð ég að taka fram að það er afar óheppilegt að halda tvö fjórðungsmót á árinu 2013. Þrátt fyrir að vera ekki á sömu helgi, er augljóst að annað fjórðungsmótið hefur orðið ofan á. Það er vonlaust fyrir einstaka knapa með fjölda hrossa að reyna sig á kynbótasýningum, úrtökumótum fyrir HM, gæðingakeppnum, tveimur Fjórðungsmótum og Íslandsmóti á skömmum tíma. Eitthvað verður undan að láta. Í mínum huga var það fyrirséð að FM á Austurlandi myndi eiga á brattann að sækja varðandi aðsókn, m.a. af þessum ástæðum. Fjöldi hrossa hefur stór áhrif á aðsókn. Á vetrarmánuðum hafði ég m.a. beðið formann Landsambandsins að skera á þann hnút sem okkur Héraðsmönnum fannst hafa myndast með tveimur Fjórðungsmótum á sama ári. Því miður tók stjórn Landssambandsins enga ábyrgð á málum landsbyggðarinnar, eftir að hafa sjálf sett Landsmót yfir fyrirhugað FM á Austurlandi árið 2011 og aflýst því án nokkurs samráðs. Hafi formaður Landssambands Hestamanna heila skömm fyrir frá mér að ganga ekki frá lausum endum eftir ákvarðanir sem voru óumflýjanlegar í kjölfar fjöldaveiki hrossa í landinu.

Næsta Fjórðungsmót á Austurlandi verður haldið 2015, eftir rétt um tvö ár. Ég hef þá einlægu von að við hestamannafélögin á svæðinu tökum höndum saman og myndum með okkur öflug samtök um framkvæmd Fjórðungsmóta framtíðarinnar, þar verða Hrossaræktarfélögin einnig að koma sterk inn til samstarfs.

Ég lýsi mig reiðubúinn að hafa forgöngu um að forsvarsmenn Hestamanna- og hrossaræktarfélaga hittist á haustmánuðum til að ræða framtíð Fjórðungsmóta á Austurlandi, og hvernig því næsta verður háttað árið 2015.

Tökum höndum saman!

Einar Ben Þorsteinsson, formaður hestamannafélagsins Freyfaxa. (gleraugun@simnet.is)


13.06.2013 22:17

Ráslistar Hestaþings

B flokkur
Nr Hestur Knapi
1 Þokki frá Efstu-Grund Kristín Lárusdóttir
2 Arfur frá Eyjarhólum Vilborg Smáradóttir
3 Blær frá Prestsbakka Árni Gunnarsson
4 Sproti frá Ytri-Skógum Hlynur Guðmundsson
5 Stormur frá Egilsstaðakoti Svanhildur Guðbrandsdóttir
6 Kjarkur frá Vík í Mýrdal Guðbrandur Magnússon
7 Vænting frá Eyjarhólum Þorlákur Sindri Björnsson
8 Kliður frá Efstu-Grund Hlynur Guðmundsson
9 Óðinn frá Selfossi Þorsteinn Björn Einarsson
10 Bliki annar frá Strönd Guðmundur Jónsson
11 Dofri frá Fornusöndum Linda Gustavsson
12 Lína frá Hraunbæ Hulda Jónsdóttir
Pollaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Eyrún Eva Guðjónsdóttir Elísabet frá Nykhóli
2 Kristín Gyða Einarsdóttir Gola frá Ytri-Sólheimum II
3 Birna Kolbrún Jóhannsdóttir Eldur frá Eyjarhólum
4 Sara Mekkín Sigurðardóttir Drífa frá Heiði
5 Björn Vignir Ingason Þokki frá Suður-Fossi
6 Alexandra Sóley M. Lorange Geisli frá Litla-Kambi
Barnaflokkur    
Nr Knapi Hestur
1 Sunna Lind Sigurjónsdóttir Skrúður frá Dalsmynni
2 Kristín Ólafsdóttir Röðull frá Herjólfsstöðum
3 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Þula frá Eyjarhólum
4 Svanhildur Guðbrandsdóttir Stormur frá Egilsstaðakoti
5 Guðrún Þöll Torfadóttir Bára frá Eyjarhólum
6 Dórótea Oddsdóttir Geisli frá Víðiholti
7 Jakobína Kristjánsdóttir Elding frá Hvoli
8 Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Pele frá Árbæ
9 Sigurjóna Kristófersdóttir Hríma frá Gröf
10 Sunna Lind Sigurjónsdóttir Freisting frá Efstu-Grund
11 Birna Sólveig Kristófersdóttir Heba frá Ríp
12 Tinna Elíasdóttir Hylling frá Pétursey 2
13 Birgitta Rós Ingadóttir Erró frá Stóru-Heiði
14 Dórótea Oddsdóttir Vinur frá Eyvindarhólum 1
Unglingaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Erna Guðrún Ólafsdóttir Viktor frá Grímsstöðum
2 Elín Árnadóttir Lúkas frá Stóru-Heiði
3 Kristín Lilja Sigurjónsdóttir Glampi frá Ytri-Skógum
4 Margeir Magnússon Kóngur frá Fornusöndum
5 Harpa Rún Jóhannsdóttir Straumur frá Írafossi
6 Elín Árnadóttir Dalvör frá Ey II
7 Þorsteinn Björn Einarsson Dropi frá Ytri-Sólheimum II
8 Þuríður Inga Gísladóttir Zodiak frá Helluvaði
Ungmennaflokkur
Nr Knapi Hestur
1 Kristín Erla Benediktsdóttir Bjarmi frá Sólheimakoti
2 Jóna Þórey Árnadóttir Drengur frá Lindartúni
3 Ásta Alda Árnadóttir Tinna frá Núpakoti
A flokkur
Nr Hestur Knapi
1 Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 Hlynur Guðmundsson
2 Gjöll frá Skíðbakka III Leó Geir Arnarson
3 Vísa frá Seljabrekku Guðmundur Jónsson
4 Draumadís frá Fornusöndum Magnús Geirsson
5 Toppur frá Hraunbæ Hlynur Guðmundsson
6 Draumur frá Ytri-Skógum Atli Már Guðjónsson
7 Smiður frá Fornusöndum Þorsteinn Björn Einarsson
8 Sigurdís frá Fornusöndum Margeir Magnússon
9 Gnótt frá Ytri-Skógum Hlynur Guðmundsson
10 Blædís frá Syðri-Fljótum Guðbrandur Magnússon
11 Brynja frá Bræðratungu Árni Gunnarsson
12 Birtingur frá Oddakoti Þráinn Ragnarsson
13 Óðinn frá Ytri-Skógum Hlynur Guðmundsson
14 Mirra frá Fornusöndum Magnús Geirsson
15 Þruma frá Fornusöndum Kristín Lárusdóttir
16 Gnýr frá Árgerði Leó Geir Arnarson
17 Vestri frá Hraunbæ Guðmundur Jónsson
18 Brenna frá Efstu-Grund Hlynur Guðmundsson
Tölt T1
1. flokkur
Nr Knapi Hestur
1 Guðmundur Jónsson Bliki annar frá Strönd
2 Hlynur Guðmundsson Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2
3 Vilborg Smáradóttir Arfur frá Eyjarhólum
4 Kristín Erla Benediktsdóttir Bjarmi frá Sólheimakoti
5 Kristín Lárusdóttir Þokki frá Efstu-Grund
6 Guðbrandur Magnússon Kjarkur frá Vík í Mýrdal
7 Þorlákur Sindri Björnsson Vænting frá Eyjarhólum
8 Þorsteinn Björn Einarsson Óðinn frá Selfossi
9 Erna Guðrún Ólafsdóttir Viktor frá Grímsstöðum

12.06.2013 11:41

Dagskrá Hestaþings

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013.

Á Sindravelli við Pétursey.

 

Dagskrá:

Laugardagur 15. júní:

Kl 10:30 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Kl 12:00 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning               

Kl 13:30 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).

Kl 19:00 Opin töltkeppni.  1. verðlaun 50.000 kr

Gefandi Landflutningar Samskip

Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni

 

Sunnudagur 16. júní:

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)

100 m fljótandi skeið

150 m skeið - 20.000 kr verðlaun í 1. sæti

250 m skeið -

300 m brokk - 20.000 kr verðlaun í 1. sæti

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

Tekið er við skráningum í kappreiðar og tölt á dorajg@simnet.is til kl 23:30 á föstudag og svo á Sindravelli á laugardeginum. Nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu knapa og IS-númer hests.

 

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

Sjoppa á staðnum en enginn posi

 

Hestamannafélagið Sindri má senda 6 fulltrúa í hverjum flokki á Fjórðungsmót á Hornafirði.

 

Sjáumst

Mótanefnd

12.06.2013 00:01

Fjórðungsmót

Fyrir þá sem hafa áhuga að komast inn á Fjórðungsmótið á Hornafirði dagana 20-23 júní. Þá hefur mótsstjórn Fjórðungsmóts gefið það út að það er 1 þátttakandi á hverja byrjaða 25 félagsmenn. Þannig að við eigum 6 fulltrúa í hverjum flokki inn á Fjórðungsmót. Síðasti skráningardagur er á miðnætti 15. júní og undirrituð sér um að skrá alla fulltrúa Sindra sem fara og greiða skráningargjaldið sem hver og einn gerir svo skil á við gjaldkera. Það eru engin einkunna lágmörk inn á Fjórðungsmót þannig að efstu 6 eftir forkeppni í hverjum flokk fyrir sig hlýtur þátttökurétt. Því þarf að hafa skjót handtök því forkeppni á hestaþingi Sindra sem er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmótiði lýkur á laugardeginum. Svo þeir sem öðlast þátttökurétt hafa ekki langan umhugsunarfrest. Hins vegar er Töltkeppnin á fjórðungsmóti opin öllum svo að þar þarf ekki að vinna sér inn sæti. 
Ég vona að þetta sé ekki mjög óskýrt en sé eitthvað óljóst má hafa samband við undirritaða eftir upplýsingum í síma 612-2126 eða á netfangið solheimar2@gmail.com

Með félagskveðju og von um að sjá ykkur sem flest um helgina á Hestaþingi Sindra
Petra Kristín Kristinsdóttir
Formaður. 

11.06.2013 11:35

Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013. Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013

Á Sindravelli við Pétursey.

Drög að Dagskrá:

Laugardagur 15. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning              

Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3500 kr á hest (hámark 14000 á knapa)

Kl 19:00 Opin töltkeppni.  1. verðlaun 50.000 kr í reiðufé gefandi Landflutningar Samskip

Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni

 

Sunnudagur 16. júní:

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)

100 m fljótandi skeið

150 m skeið -

250 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

Við skráningu er farið inn á Sindrasíðuna þar sem er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) og er hægra megin á síðunni.

Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri    
Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 11. júní
 
Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Hlyn í síma 8481580.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni og einnig að vera með sérstaka forkeppni í tölti og gæðingakeppni sé þátttaka óvenju mikil. Það verður þó auglýst með fyrirvara.

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

04.06.2013 00:43

Æskulýðsmót!

Æskulýðsmótið okkar verður á Sindravelli dagana 10 og 11. júní nk.
Þetta verður með svipuðu sniði og undanfarin ár og mun Sylvía Sigurbjörnsdóttir reiðkennari koma og hjálpa til við keppnisundirbúning.
Mæting á Sindravöll þann 10. kl. 16:00.
Skráning hjá Hjördísi á netfangið sudur-foss@simnet.is í síðasta lagi föstudaginn 7.júní.

Kv. æskulýðsnefnd.

04.06.2013 00:16

Gullmót Sörla

Gullmótið mun lengja skráningu til miðnættis 5. Júní.
Hestamannafélagið Sörli heldur punktamót miðvikudaginn 5.júní.
Tækifæri til að náð sér í punkta fyrir Gullmótið og Íslandsmót.
Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi, tölti, slaktaumatölti og gæðingaskeiði ( einn flokkur ) Engin úrslit.
Engin lágmörk fyrir HM úrtöku
Engin lágmörk í 2.flokki
Lágmarkseinkunn er 5,5 í Unglinga og Ungmennaflokki
Lágmarkseinkunn er 6,0 í Opnum flokki
Allar Skeiðgreinar opnar engin lágmörk

Einn knapi á vellinum í ungl. ungm. og opnum fl, þrír knapar í 2.fl

Skráning fer fram inn á http://sportfengur.com
Þegar skráð er veljið þá Gullmótið hestamannamót í flipanum.
( Veldu hestamannafélag sem heldur mót )

Frekari uppl í síma 893-3559 eða ddan800@gmail.com

01.06.2013 13:35

Hestaþing 2013Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2013. 

Á Sindravelli við Pétursey.

Drög að Dagskrá:

Laugardagur 15. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir fjórðungsmót.

Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning               

Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir fjórðungsmót. (Pollaflokkur kláraður).

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk og Tölt er 3500 kr á hest (hámark 14000 á knapa)

Kl 19:00 Opin töltkeppni.  1. verðlaun vegleg peningaverðlaun

Opin töltkeppni, keppt er til úrslita. Skráningu í Tölt lýkur 1 klst fyrir keppni

 

Sunnudagur 16. júní:

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum (Peningaverðlaun í kappreiðum)

100 m fljótandi skeið

150 m skeið -

250 m skeið -

300 m brokk -

300 m stökk -

Skráningargjöld í kappreiðar er 1500 kr á hest og skráningu lýkur 1 klst fyrir keppni.

 

Við skráningu er farið inn á Sindrasíðuna þar sem er linkur inn á skráningarsíðuna. (linkurinn heitir SKRÁNINGARVEFUR) og er hægra megin á síðunni.

Slóðin inn á Sindrasíðuna er www.123.is/sindri.   Skráningu lýkur kl 23:59 þriðjudaginn 11. júní.  Séu vandræði með skráningu eða eitthvað óljóst er hægt að hafa samband við Hlyn í síma 8481580.

 

Mótanefnd áskilur sér rétt til að breyta tímasetningum á dagskrá eftir þátttökunni og einnig að vera með sérstaka forkeppni í tölti og gæðingakeppni sé þátttaka óvenju mikil. Það verður þó auglýst með fyrirvara.

 

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.


  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33