Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2013 Maí

30.05.2013 01:21

Vinnudagur

Sindrafélagar athugið.
Sunnudaginn 2. júní verður vinnudagur á Sindravelli.
Frá kl. 16 og fram eftir kvöldi.
Meðal verkefna eru:
þrif á Sindrabúð og dómpalli
yfirferð yfir girðingar, hlið og bönd
sláttur í kringum hringvöll
og fleira ef tími vinnst til.
Gott er að hafa með sér viðeigandi verkfæri.
Vonumst til að sjá sem flesta

Mótanefnd

18.05.2013 01:21

Reiðskólar Sindra 2013

Reiðskólar Sindra verða í Vík dagana 31. maí - 5. júní nk. og í Skálakoti 5.-10. júní nk.
Reiðskólarnir eru fyrir krakka fædda 2007 og uppúr.
Fullorðinshópur ef næg þátttaka fæst.
Upplýsingar og skráning í Vík hjá Ástu Öldu í síma
8481861 eða skasta15@gmail.com og hjá Hjördísi Rut í síma 8610294 eða sudur-foss@simnet.is

Upplýsingar og skráning í Skálakoti á info@skalakot.com

Æskulýðsnefnd

13.05.2013 10:06 

Búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +

 

Kæru félagar

 

Eins og þið vitið þá verður Landsmót UMFÍ 50+ haldið helgina 7. - 9. júní í  Vík í Mýrdal.

 

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti og senda þessar upplýsingar á sem flesta. Allir geta tekið þátt í mótinu óháð félagsaðild að ungmennafélagi.  

Mótið er íþrótta- og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Auk keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verður boðið upp á ýmsa afþreyingu fyrir keppendur og gesti. Hægt verið að fara í sögugöngu um Vík í Mýrdal, Zumba, sundleikfimi, kvöldvökur og enda kvöldið á dansleik. Því er óhætt að segja að eitthvað verður í boði fyrir alla.  

Keppnisgreinar á mótinu eru: Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals, boccia, bridds, golf, frjálsíþróttir, hestaíþróttir, línudans, pútt, ringó, skák, pönnukökubakstur, dráttavélaakstur, kjötsúpugerð, ljósmyndamaraþon, búfjárdómar, sund, sýningar,  þríþraut og utanvegar hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast með því þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins  www.landsmotumfi50.is.

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal 7. - 9. júní 2013 kát og hress J.

 

Mínar allra bestu kveðjur,

Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +

Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á sigurdur@umfi.is sími: 568-2929

13.05.2013 09:10

3. Landsmót UMFÍ  50 + Vík í Mýrdal

 

DAGSKRÁ

Birt með fyrirvara um breytingar

 

Föstudagur 7. júní

 

Kl. 12:00-19:00         Boccia undankeppni

Kl. 20:00-21:00         Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

 

Laugardagur 8. júní

 

Kl. 08:00-08:30         Sundleikfimi, (opið öllum)

Kl. 08:00-19:00         Golf

Kl. 09:00-                   Ljósmyndamaraþon                          

Kl. 09:00-12:00          Hjólreiðar (utanvegar leið 30 km opið öllum)

Kl. 09:00-11:30         Boccia úrslit

Kl. 10:00-12:00          Starfsíþróttir - dráttavélaakstur

Kl. 12:00-19.00         Bridds

Kl. 11:00-12:00         Zumba (opið öllum)

Kl. 12:00-14.00         Sund

Kl. 13:00-14:00         Hjólreiðar (utanvegar 4,5 km opið öllum)

Kl. 13:00-15:00         Línudans

Kl. 13:00-16:00         Hestaíþróttir

Kl. 13:00-17:00         Skák

Kl. 14:00-15:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 14.00-18:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 16:00-18:00         Sýningar

Kl. 16:00-19:00         Utanvegarhlaup um náttúruperlur Mýrdals (opið öllum)

Kl. 20:30-21:00         Búfjárdómar

Kl. 20:00-21:00         Skemmtidagskrá (opið öllum)

 

Sunnudagur 9. júní

 

Kl. 08:00-08:30         Sundleikfimi (opið öllum)

Kl. 09:30- 12:30         Pútt

Kl. 09:00-12.30         Þríþraut

Kl. 09:00 -10:00         Ljósmyndamaraþoni lýkur

Kl. 09:00- 11:00         Kjötsúpugerð

Kl. 10:00 -12:00        Hjólreiðar (utanvegar 13 km)

Kl. 10:00-11:00         Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 10:00-13:00         Frjálsar íþróttir

Kl. 11:30-13:30         Starfsíþróttir - pönnukökubakstur

Kl. 10:00-14.00         Ringó

Kl. 10:00-14:00         Skák

Kl. 14:00-14:30         Mótsslit (opið öllum)

 

 

 

 

09.05.2013 20:12


Æskulýðsnefnd stóð fyrir æskulýðsreiðtúr í dag Uppstigningardag. Farið var frá "græna" hesthúsinu rétt rúmlega 15:30 og riðið sem leið lá að hesthúsinu til Ástu Öldu sem beið þar eftir okkur og tók að sér leiðsögn ferðarinnar það sem eftir var. Við fengum þetta fína útreiðarveður, skýjað og úða á köflum sem var verulega frískandi. Riðið var að Flúðarnefi þar sem áð var og fengu bæði hross og knapar hressingu, eftir gott stop var svo riðið aftur til Víkur. Alls voru samreiðarmenn 9 talsins og höfðu verulega gaman af.

Við þökkum fyrir daginn krakkar.

 

Með kveðju æskulýðsnefnd hmf Sindra.

05.05.2013 12:08Fréttatilkynning

Fjórðungsmót á Austurlandi 20.- 23. júní.

Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi verður haldið á félagssvæði Hornfirðings að Fornustekkum í Nesjum, dagana 20.- 23. júní í sumar.

Að þessu sinni var ákveðið að fjölga aðildarfélögum sem hafa rétt til þátttöku. Öll hestamannafélög á svæðinu frá og með Eyjafirði til Hornafjarðar hafa keppnisrétt á mótinu, eins og var á FM2007, og til viðbótar hefur nágrönnum okkar í vestri, hestamannafélögunum Kópi og Sindra, verið boðin þátttaka.

Þetta fyrirkomulag var ákveðið til þess að fjölga keppendum og áhorfendum á mótinu og um leið til að festa Fjórðungsmót á Austurlandi enn frekar í sessi.

Kynbótahrossum innan hrossaræktarsamtaka á sömu svæðum er boðin þátttaka. Fagráð í hrossarækt hefur samþykkt breytinguna og hefur lagt til eftirfarandi lágmörk:

-Stóðhestar, 4v 7,90

-Hryssur, 4v 7,80

-Stóðhestar, 5v 8,05

-Hryssur, 5v 7,95

-Stóðhestar, 6v 8,20

-Hryssur, 6v 8,10

-Stóðhestar, 7v og eldri 8,25

-Hryssur, 7v og eldri 8,15

Keppt verður í hefðbundnum keppnisgreinum: A-og B-flokki gæðinga, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, Tölti (T1), opnum- og áhugamannaflokki, Slaktaumatölti (T2), 100m fljúgandi skeiði, 150 og 250 metra skeiði. Einnig

verður sýning ræktunarbúa.

Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá: Skógeyjarútreið, grillveislu,

kvöldvöku í félagsheimilinu Stekkhól og dansleik í reiðhöll Hornfirðings.

Á Fornustekkum er keppnisvöllur, félagsheimili, reiðhöll, hesthúsahverfi,

tjaldstæði, beitiland fyrir ferða- og keppnishesta og frábærar útreiðarleiðir.

Fornustekkar eru í ca. 8 km fjarlægð frá Höfn, þar sem öll þjónusta er til staðar, s.s. hótel, gistiheimili, tjaldstæði, veitingastaðir, Nettó-verslun, bakarí,

ýmsar sérverslanir, fatahreinsun, apótek, heilsugæsla, vínbúð, sundlaug, fjölbreytt íþróttaaðstaða og ýmis áhugaverð söfn á sviði menningar og lista.

Mótshaldarar eru Hestamannafélagið Hornfirðingur og Félag hrossabænda - Hornafjarðardeild.

hornfirdingur.123.is


04.05.2013 20:45

Æskulýðsreiðtúr

Kæru foreldrar og forráðamenn
Viljið þið vera svo væn að koma eftirfarandi auglýsingu til skila til krakkanna okkar:

Æskulýðsreiðtúr

Við ætlum að endurtaka skemmtireiðtúrinn sem við fórum í fyrra, á fimmtudaginn næsta (uppstigningardag). Við ætlum að leggja af stað kl 15:30 frá græna hesthúsinu og kl 16:00 frá hesthúsinu hans Árna. Reiðtúrinn mun taka a.m.k. 1 klst enda verður gott stopp miðja vegu eins og vani er. Við erum búin að panta sól og blíðu og hlökkum því til að hitta ykkur á fimmtudag.

Með kveðju æskulýðsnefnd
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33