Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2013 Apríl

27.04.2013 20:13

Reiðskólar Sindra

Æskulýðsnefnd, auglýsir eftir áhugasömum einstaklingum til þess að taka að sér reiðkennslu í reiðskólum Sindra.
Reiðskólinn í Vík verður dagana 31. maí - 5. júní.
Áhugasamir geta haft samband á isbud@simnet.is fyrir 6. maí n.k.

 

Með kveðju æskulýðsnefnd.

24.04.2013 22:42

Ráslisti firmakeppni

Pollaflokkur
1. Björn Vignir Ingason  5 ára
Þokki Jarpur
2. Kristín Gyða Einarsdóttir 4 ára
Gola frá Ytri-Sólheimum II  12v  rauð
Barnaflokkur
1. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 10 ára
Þula frá Eyjarhólum 7v móbrún
2. Tinna Elíasdóttir 10 ára
Hylling frá Vestri-Pétursey 7v Jörp
3. Hákon Jónsson 10 ára
Þytur frá Vík 22v Brúnn
4. Svanhildur Guðbrandsdóttir 10 ára
Elding frá Efstu-Grund 7v Rauð
5. Birgitta Rós Ingadóttir 10 ára
Erró frá Stóru-Heiði 18v Jarpur
6. Sunna Lind Sigurjónsdóttir 10 ára
Freisting frá Efstu-Grund 6v Brún
Unglingaflokkur
1. Elín Árnadóttir 14 ára
Blær frá Prestbakka 6v Brúnn
2. Erna Guðrún Ólafsdóttir 15 ára
Viktor frá Grímsstöðum 11v Rauðstjörnóttur
3. Birta Guðmundsdóttir 15 ára
Klængur frá Skálakoti 12v Rauður
4. Þuríður Inga Gísladóttir 14 ára
Zodiak frá Helluvaði 14v Sótrauður
5. Harpa Rún Jóhannsdóttir 15 ára
Straumur frá Írafossi 14v Brúnn
6. Elín Árnadóttir 14 ára
Kolskeggur frá Hlíðartungu 15v Jarpur
7. Kristín Lilja Sigurjónsdóttir 15 ára
Eldey frá Efstu-Grund 6v Rauð
8. Þorsteinn Björn Einarsson 16 ára
Dropi frá Ytri-Sólheimum II 11v Rauður
Kvennaflokkur
1. Ásta Alda Árnadóttir
Tinna frá Núpakoti 17v brún
2. Vilborg Smáradóttir
Frigg frá Eyjarhólum 6v Rauð
3. Jóna Þórey Árnadóttir
Magni frá Prestsbakka 15v Grár
4. Linda Gustafsson
Kaleikur frá Skálakoti 6v Móálóttur
5. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
Bára frá Eyjarhólum 8v Móálótt
6. Hjördís Rut Jónsdóttir
Strípa frá Laxárnesi 6v Rauðskjótt
7. Solveig Sigríður Gunnarsdóttir
Lúkas frá Stóru-Heiði 16v brúnn
8. Ásta Alda Árnadóttir
Vera frá Vogum 7v Móvindóttskjótt
9. Jóna Þórey Árnadóttir
Frosti frá Stað 14v Leirljós
10. Svanhildur Guðbrandsdóttir
Stormur frá Egilsstaðakoti 9v Grár
11. Kristín Lárusdóttir
Þokki frá Efstu-Grund 10v Rauðstjörnóttur
Karlaflokkur
1. Árni Gunnarsson
Brynja frá Bræðratungu 9v Brún
2. Hlynur Guðmundsson
Toppur frá Hraunbæ 5v brúnskjóttur
3. Sigurjón Pálsson
Óðinn frá Ytri-Skógum 9v Rauðblesóttur
4. Atli Már Guðjónsson
Draumur frá Ytri-Skógum 14v Rauðstjörnóttur
5. Hlynur Guðmundsson
Sproti frá Ytri-Skógum 9v Brúnn
6. Árni Gunnarsson
Fákur frá Prestsbakka 9v Brúnstjörnóttur
7. Heiðar Þór Sigurjónsson
Brenna frá Efstu-Grund 9v Rauð
8. Hlynur Guðmundsson
Kliður frá Efstu-Grund 7v Rauður
9. Jónas Hermannsson
Fjallgrimm frá Kvíhólma 9v Grá
10. Þorsteinn Björn Einarsson
Óðinn frá Selfossi 9v Grár
Unghross í tamningu
1. Hlynur Guðmundsson
Máttur frá Miðhúsum 4v Jarpskjóttur
2. Þuríður Inga Gísladóttir
Dalur frá Kerlingardal 5v Rauður
3. Vilborg Smáradóttir
Stefnir frá Eyjarhólum 4v Móbrúnn
4. Solveig Sigríður Gunnarsdóttir
Tilfinning frá Vík i Mýrdal 5v Grá
5. Árni Gunnarsson
Ós frá Eyvindarhólum 1 5v Brúnn
6. Þorsteinn Björn Einarsson
Framtíð frá Eyjarhólum 4v Ljósmoldótt
7. Guðmundur Viðarsson
Dofri frá Fornusöndum 5v Brúnn
8. Kristín Lárusdóttir
Svarta Perla frá Ytri-Skógum 5v Móbrúnn
9. Heiðar Þór Sigurjónsson
Skjálfti frá Efstu-Grund 5v Rauður
10. Hlynur Guðmundsson
Perla frá Hraunbæ 4v Jarpskjótt

23.04.2013 20:38

HUGLEIÐING FORMANNS

HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA

 

Ágætu Sindrafélagar.

Ég hef lengi verið að velta fyrir mér að senda frá mér smá hugleiðingu fyrir okkur öll. Þar er ég ekki undanskilin.

Við erum öll í þessu félagi af því að okkar helsta áhugamál eru hross og hestamennska. Fylgjum börnum okkar í keppni eða erum sjálf að keppa. Förum í ferðir með félaginu og vinnum fyrir félagið.

Allt þetta gerum við af því að okkur langar til og af því að við höfum áhuga á því.

Vinnan sem við innum af hendi fyrir félagið er öll í sjálfboðavinnu sama hvort um ræðir stjórnarseta eða almenn félagsstörf. Öll höfum við okkar skyldum að gegna utan félagsins. Erum öll í vinnu, öll með okkar heimili, börn og svo framvegis.

Félagið er ekki stórt, telur ca 140 manns í heildina. Inn í þessari tölu eru börn á aldrinum 0-15 ára og eldri borgarar 67+.

Þegar þessir aldurhópar eru teknir frá erum við ekki mörg sem eftir sitjum og sem vinnan fyrir félagið lendir mest á. Þó svo að við eigum fullt af duglegum unglingum t.d sem eru virkilega að leggja félaginu sínu lið eftir bestu getu og einnig þeir eldri líka og er það vel.

Eins og gefur að skilja á svona lítið félagið ekki mikla peningafjárhæðir í sjóðum sínum til framkvæmda og þó félagsmenn greiði félagsgjald þá fer t.d hluti af því inn til Landsambands Hestamannafélaga. Stjórn félagsins reynir eftir bestu getu að sækja um styrki í stór verkefni en eftir bankahrunið er það mun erfiðara en ella.

Við viljum auðvitað öll að félagsvöllurinn okkar, Sindravöllur sé sem bestur og að fólk vilji virkilega koma og keppa á mótum hjá okkur. Þetta heftur stjórn félagsins haft að leiðarljósi og virkilega lagt mikið á sig að völlurinn sé sem bestur, að félagssvæðið líti sem best út og allt sé í topp standi. En eins og gefur að skilja þá gerast þessir hlutir ekki af sjálfu sér og kosta heilmikla peninga. Þar af leiðandi er mjög leiðinlegt að hlusta á neikvæðnisraddir sem heyrast því miður allt of oft þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera, t.d á Sindravelli eða í félagsstarfinu. Þegar svo er auglýstur almennur félagsfundur og mætingin er 10 manns með stjórn þá finnst manni óneitanlega eitthvað bogið við það. Félagsfundir eru einmitt til þess að fólk geti haft skoðun á því sem gert er innan félagsins og ekki gert í stað þess að tala bara um það yfir kaffibollanum inni í eldhúsi.

Neikvæðni rétt eins og jákvæðni er mjög fljót að berast út milli félagsmanna og jafnvel magnast líka. Þannig að smá mál er orðið jafnvel að stórmáli á örskotsstundu.

Hvernig væri nú að við legðumst öll á eitt með að reyna að vera bara uppbyggileg á árinu 2013. Hrósa því sem vel er gert (sem oft vill gleymast) og reyna að koma með lausnir á því sem betur mætti fara og hjálpast ÖLL að við að gera félagið okkar enn betra. Því eins og ég sagði hér að ofan þá erum við öll með okkar skuldbindingar utan félagsins og sinnum því aðeins í sjálfboðavinnu.

 

Með félagskveðju

Petra K. Kristinsdóttir

Formaður Sindra

19.04.2013 12:27

Námskeiðaröð í mótaforritunum Kappa og Sportfeng

Sæl öll.

Nú er mótatímabil okkar hestamanna hafið og vorverkin eru ýmisleg þegar að þeim málum kemur. Tölvunefnd LH heldur nú á vordögum námskeiðaröð í mótaforritunum Kappa og Sportfeng og hér fyrir neðan má sjá dags- og tímasetningar sem hafa verið fastsettar.

Þið eruð hvött til að kynna þessi námskeið vel í ykkar félögum, senda tilkynningar á póstlista og heimasíður og munið að þessi þekking er nauðsynleg í hverju félagi og gott að mennta sem flesta í notkun þessara forrita.

Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku, nóg að mæta með skriffæri þar sem Handbók Kappa og Sportfengs verður dreift á staðnum. Athugið þó að fyrir þá sem vilja undirbúa sig, þá er handbókin aðgengileg á vef Sportfengs: http://www.sportfengur.com/SportFengur/temp/Handbok.pdf
Reykjavík 25.apríl - kl. 19:30 í Fáksheimilinu
Akureyri 26.apríl - kl. 18:00 - FÉLL NIÐUR, verður seinna ef áhugi er f.h.
Borgarnes 2.maí - kl. 19:30
Selfoss 3.maí - kl. 19:30
Sauðárkrókur 3.maí - kl. 19:30
Reykjavík 8.maí - kl. 19:30
Egilsstaðir 9.maí - óákv.
Skráning á námskeiðin fer fram á hilda@landsmot.is

Með kveðju / Best regards,

Hilda Karen Garðarsdóttir, verkefnastjóri / project manager
Landssamband hestamannafélaga (LH) & Landsmót ehf.
sími / phone: +354 514 4033, fax: +354 514 4031, gsm / mobile: +354 897 4467
heimasíða / homepage: www.lhhestar.is / www.landsmot.is

17.04.2013 10:35

FIRMAKEPPNI

HESTAMANNAFÉLAGSINS

SINDRA 2013

 

Verður haldin fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta

 á Sindravelli kl 13:00

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollar, börn, unglingar, karlar, konur og unghross í tamningu.

Skráningu líkur á miðvikudag kl 20:00

Tekið er við skráningum á netfangið dorajg@simnet.is

Berlínarfarar selja hressingu á vægu verði á staðnum (enginn posi)

Hittumst hress og kát og fögnum sumri með góðri keppni á Firmakeppni.

 

Mótanefnd

17.04.2013 10:30

Af gefnu tilefni vill stjórn LH koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.

Á landsþingi LH 2012 samþykktu landsfundarfulltrúar eftirfarandi breytingu á lögum um aldur keppenda í Barnaflokki:

Lagt er til að neðri aldursmörk barnaflokks verði fest við 10 ár, þ.e. yngri börn en 10 ára á almanaksárinu megi ekki taka þátt í barnaflokki.

Grein 7.7.1, keppendur í yngri flokkum, önnur málsgrein hljómi svo: Aldur keppenda miðast við almanaksárið þannig að i barnaflokki eru þeir sem eru 10-13 ára á árinu, í unglingaflokki þeir sem eru 14-17 ára á árinu o.s.frv. Samsvarandi breyting verði gerð í íþróttagreinum, þ.e. á grein 4.1.

Stjórn LH hvetur aðildarfélög sín til að koma þessum breytingum til sinna félagsmanna.  Félögin, forráðamenn keppenda og fullorðnir bera ábyrð á að skráning sé samkvæmt þeim lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma.

Borist hefur erindi til stjórnar LH þess efnis að hafa aðlögun að þessum breyttu reglum og er stjórn LH með það í skoðun í samvinnu með ÍSÍ en á meðan eru gildandi lög og reglur í gildi.

Stjórn LH óskar svo skipuleggjendum móta og keppendum góðs gengis á árinu.

Með kveðju,

Stjórn LH.

 


14.04.2013 02:44


Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Minnum á firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps sem haldinn verður á morgun, laugardaginn 13. apríl. 

Keppni hefst klukkan 13:30 og keppt verður í eftirfarandi flokkum:  Barna-, Unglinga-, Unghrossa- og Opnum flokki.

 

Firmanefnd hefur ákveðið að keppnin fari fram í

REIÐHÖLLINNI SYÐRI-FLÓTUM

þar sem völlurinn á Sólvöllum er þakin snjó og veðurspá ekki góð fyrir laugardeginum.

 

Vinsamlegast látið þetta fréttast sem víðast.

Sjáumst,

Firmanefndin

11.04.2013 00:16

TÖLTFIMI - LEIÐARI

Töltfimi var kynnt til sögunnar síðastliðið haust sem hugsanleg ný keppnisgrein í hestaíþróttum. Hún byggir á hugmyndum Reynis heitins Aðalsteinssonar um keppni í tölti þar sem þjálfun, undirbúningur og reiðmennska eru undir smásjá. Hópur áhugasamra hestamanna hefur unnið óformlega að mótun leiðara fyrir Töltfimina undanfarna mánuði. Nokkrar prufur hafa verið gerðar í keppni, bæði hér heima og erlendis. Sá leiðari að Töltfiminni sem hér birtist er nýjasta útgáfa, en tekið skal fram að hann verður í mótun allt þetta ár. Helsta breytingin í þessari útgáfu er að eftur fyrstu umferð, Hraðabreytingar, er hægt niður á fet, skipt um hönd og hesturinn undirbúinn fyrir aðra umferð, sem er Hraðabreytingar. Að öðru leyti er leiðarinn í meginatriðum eins og sú útgáfa sem send hefur verið nokkrum einstaklingum og hestamannafélögum sem eru að undirbúa keppni í Töltfimi.

.............

TÖLTFIMI

Keppni í þjálfun og reiðmennsku

MARKMIÐ TÖLTFIMINNAR:

Markmið Töltfiminnar er að knapinn geti sýnt fram á að hesturinn sé vel þjálfaður og rétt upp byggður samkvæmt hinum "klassísku þjálfunarstigum".

ÞJÁLFUNARSTIGIN

1. Slakur (laus við spennu)

Hesturinn er rólegur, óhræddur, vöðvar og vöðvakerfi fjaðrandi og án stífni. Hesturinn er lágreistur, mjúkur og frjáls í hreyfingum.

2. Taumsamband, taktfesta - jafn hraði

Hesturinn hreyfir sig með jöfnum hrynjanda hreyfinganna. Létt taumsamband og samhæfni í ábendingum.

3. Sókn áfram (vilji, samvinna)

Hesturinn sættir sig við leiðtogahluverk knapans og sækir fram viljugur og ánægður hverja þá leið sem knapinn beinir honum.

4. Hesturinn er samspora (stilltur beint)

Hesturinn er jafnsterkur (enginn misstyrkur), jafnvígur til beggja handa, hægri aftur fótur fylgir í sporaslóð hægri fram fótar og vinstri afturfótur í spora slóð vinstri fram fótar. Hesturinn getur hreyft sig með jöfnum hreinum takti á hring bæði til hægri og vinstri.

5. Fjaðurmagn, spyrna - við taum

Hesturinn sækir áfram og er eftirgefanlegur, með hnakkabeygju, og í stöðugu, mjúku taumsambandi við hendur knapans. Rétt reising fyrir viðkomandi gangtegund.

6. Söfnun

Hesturinn hreyfir sig með frjálsari framhluta, hærrri hreyfingum og meira fjaðurmagni vegna aukinnar burðargetu aftur fótanna.

 

VÖLLURINN:

Völlurinn er átta á rétthyrndum velli, 20x40m eða 20x60m. Skammhliðar eru hálfur 20 metra baugur. Við "hringpunkt" er skipt yfir allan völlin eftir beinni skábraut. Skábrautir krossast á miðju vallar (X). Út frá X-inu eru riðnir tveir átta metra baugar til hvorrar handar. Reiðleiðir eru merktar með kalki á reiðgólfinu. Keppendur ríða eftir merktum reiðleiðum (línu) og er hesturinn stilltur eftir reiðleiðinni hverju sinni. Keppnin skiptist í fjögur verkefni: 1 Fegurðartölt, 2 Hraðabreytingar, 3 Riðnir baugar, 4 Hægt tölt.

FYRSTA UMFERÐ/FEGURÐARTÖLT:

Hesturinn er frjáls í fasi á þeim kjörhraða hestsins þar sem mýkt og fegurð töltsins nýtur sín best (milliferð plús/mínus).

Knapinn hefur keppni á miðri skammlið. Hann skal undirbúa hestinn hálfan til einn hring á fyrstu sporaslóð (allur völlurinn ysta sporaslóð) áður en hann hefur keppni. Hann gefur til kynna með höfuðhneigingu á miðri skammhlið að sýning hans sé hafin. Taumhaldið skal vera létt, höfuð- og líkamsburður frjáls og spennulaus. Dillandi tagl. Sóst er eftir frjálsu fasi, hreinum takti, mýkt og jafnvægi. Knapinn ríður eftir merktri reiðleið. Hesturinn skal vera beinn á skábrautum og rétt stilltur á skammhliðum.

ÖNNUR UMFERÐ/HRAÐABREYTINGAR:

Hesturinn sé viljugur og fús og svari af næmi, spennulaus og sáttur, hvetjandi og hamlandi ábendingum.

Þegar fyrstu umferð lýkur við miðja skammhlið hægir knapinn niður á fet. Hann nýtir það sem eftir er skammhliðar til að skipta um hönd og undirbúa hestinn fyrir hægt tölt. Riðið er frá miðri skammhlið á hægu tölti eftir merktri reiðleið. Á skábrautinni til hvorrar handar, við hringpunkt, hefst hraðaaukning frá hægu og upp í röska milliferð að X-i. Upphröðun skal vera með jöfnum mjúkum stíganda. Hesturinn gangi fús fram og lengi og stækki skrefin án þess að flýta sér. Áhersla er lögð á takt, mýkt og fjaðurmagn. Hesturinn sé fasmikill og frjáls. Við X hefst niðurhæging, knapinn hægir ferðina með mjúkum hníganda þar til hann er kominn á hægt tölt við næsta hringpunkt (fyrir næstu beygju). Í niðurhægingunni er leitast við að virkja afturhluta hestsins, hann svari ábendingum frá sæti, sé léttur við taum, spennulaus og sáttur, mjúkur í hálsi og hnakka.

ÞRIÐJA UMFERÐ/RIÐNIR BAUGAR:

Hesturinn gengur fús hvaða leið sem knapinn beinir honum, hann er mjúkur og sveigjanlegur, jafnvígur á báðar hliðar og í jafnvægi. Hesturinn sé rétt stilltur á reiðleiðinni og gangi í réttum takti á báðar hendur. Lögð er áhersla á jafnan takt á vinnuraða á tölti.

Þegar fyrstu umferð lýkur við miðja skammhlið hægir knapinn niður á fet. Þegar knapinn kemur út úr beygjunni (við hringpunkt) setur hann hestinn upp á vinnuhraða á tölti. Við X ríður knapinn inn á baug. Hafi knapinn endað verkefni 2 upp á hægri hönd skal hann byrja að ríða hægri baug. Riðnir eru tveir 8 metra baugar til hvorrar handar eftir merktri reiðleið. Hesturinn skal vera á réttum takti, rétt stilltur eftir reiðleiðinni, sáttur og mjúkur. Sampil gott. Við næsta hringpunkt hægir hann hestinn niður á fet og byrjar að undirbúa hestinn fyrir síðast umferðina, sem er Hægt tölt. Hesturinn skal vera kominn á hægt tölt á miðri skammhlið.

FJÓRÐA UMFERÐ/HÆGT TÖLT - HESTURINN SJÁLFBERANDI:

Hesturinn gengur sjálfberandi á hægu tölti á jöfnum hraða og takti, spennulaus og dillandi, sáttur í beisli. Hesturinn gengur eftir merktri reiðleið, beinn á skábrautum og rétt stilltur á skammhliðum.

Riðið er eins hægt og hesturinn hefur eiginleika til, án þess að það bitni á hreinum takti, mýkt og hrynjanda. Sóst er eftir útgeislun og glæsileika. SÉRSTÖK ÁHERSLA er lögð á að taumhald sé létt. Hesturinn sé mjúkur í hálsi og hnakka, beri sig uppi með afturfótunum og lyfti baki og herðum í fallegum höfuðburði, sem hæfir sköpulagi hans og getu.

SKYLDUÆFING Á FJÓRÐU UMFERÐ: Áhersla er lögð á það alla keppnina að taumhald sé létt og hesturinn sé sjálfberandi. Í fjórða verkefni, til að undirstrika léttleikann, skal knapinn losa greinilega um tauminn einu sinni á hvorri skábraut við X tvær til fjórar hestlengdir þannig að greinilegt sé að hesturinn beri sig uppi sjálfur, haldi formi, réttum hraða og takti. Ekki er ætlast til að knapi breyti ásetu eða gefi tauminn slakan líkt og í T2.

ÚRSLITAKEPPNI:

Fimm keppendur keppa til úrslita og ríða verkefnið aftur, einn og einn í einu. Einkunn í úrslitum ræður röð keppenda til verðlauna.

(Ef aðstæður leyfa skulu keppendur ríða á feti í "collect ring" við enda vallar. Einn keppandi fer inn á völlinn og ríður fyrstu umferð og fer síðan aftur í CR. Næsti keppandi ríður inn á völlinn, og svo koll af kolli.)

Einn dómari dæmir keppnina og skal hafa aðstoðarmann/ritara. Dómari skal hafa dómararéttindi í hestaíþróttum og vera knapi á meistarastigi í hestaíþróttum eða hafa óumdeildan feril að baki sem knapi og reiðmaður. Dómari gefur einkunn eftir hverja umferð/verkefni. Þulur situr við hlið dómara og les upp einkunnir jafnóðum. Hann skal hafa reynslu sem reiðmaður þannig að hann geti lýst keppninni faglega um leið og hún fer fram. Eftir að keppandi hefur lokið keppni rökstyður dómari einkunnir sínar.

Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum á skalanum 1-10. Gefin er ein einkunn fyrir hverja umferð/verkefni. Það sem liggur til grundvallar hverri einkunn eru taktur, samspil og form, og önnur atriði sem koma fram í þjálfunarskalanum.

Einkunn 9 -10 > Óaðfinnanlegt eða lítt aðfinnanlegt

Einkunn 8 - 9 > Mjög gott

Einkunn 7 - 8 > Gott

Einkunn 5 - 7 > Sæmilegt

Einkunn 3 - 5 > Lélegt

Einkunn 0 - 3 > Mjög lélegt

 

Til frádráttar:

1 Taktur: Augljósir taktgallar. Hesturinn er hliðstæður, klárgengur, ójafn, hoppar upp á fótinn og svo framvegis.

MIKILVÆGT: Fari hesturinn ekki á réttum takti er hámarkseinkunn 5,0. Önnur frávik er mat dómara hverju sinni.

2 Samspil: Grófar ábendingar. Hesturinn misskilur ábendingar og svarar þeim ekki, eða svarar þeim með mótþróa. Þungt, hvíldarlaust taumsamband. Spenna og stífni, bæði hjá manni og hesti. Önnur frávik er mat dómara hverju sinni.

3 Form: Heildarmynd hests og knapa endurspeglar vanlíðan og/eða ónógan undirbúning. Yfirlína röng, hesturinn ekki við taum, þ.e. spenna í yfirlínu og hryggsúlu, hesturinn er ekki í burði, er niðri í herðum, ofreistur (hjartarháls). Önnur frávik er mat dómara hverju sinni.

4 Reiðleiðir: Knapinn á í erfiðleikum með að fá hestinn til að fylgja merktum reiðleiðum. Frávik er mat dómara hverju sinni.

Reglur um beislabúnað, járningar og fótabúnað eru FIPO

 


10.04.2013 01:05

Firmakeppni

Athugið sindrafélagar að búið er að breyta dagsetningu á Firmakeppni.
Hún verður haldin þann 25. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.
Hvað er betra en að fagna sumri með þessum hætti  emoticon

Kveðja
Mótanefnd

04.04.2013 14:11

Allra sterkustu

Hlynur Guðmundsson, sem er með tamningastöð í Nykhól, skellti sér í úrtöku fyrir þá Allra sterkustu fimmtudaginn 28. mars.
Þar nældi hann sér í 4-5. sæti á fótaburðarhryssunni Þyrlu frá Böðmóðsstöðum og þar með þátttökurétt á Ístöltinu næsta laugardag, 6. apríl.
Þarna verður mikill stjörnufans enda eru margir þekktustu knapar landsins þegar skráðir til leiks.
Miðasalan er í fullum gangi í hestavöruverslunum. Fyrir þá sem koma lengra að er hægt að kaupa miða í gegnum síma hjá LH í síma 514 4030 og gefa upp kortanúmer. Á öllum sölustöðum er hægt að fá tilboð: 1x aðgöngumiði + 2x happdrættismiði = 5.000 kr. Allur ágóði mótsins og happdrættisins rennur að venju til landsliðs Íslands í hestaíþróttum.

Minnum einnig á happdrættið - þar er aðalvinningurinn folatollur undir snillinginn Arion frá Eystra-Fróðholti, hvorki meira né minna!

Geta má þess í framhjáhlaupi að eftir Ístöltið verður dansleikur á SPOT í Kópavogi og munu áhorfendur fá aðgöngumiðann á ballið á 1.000 kr. ef þeir framvísa afrifu úr mótsskrá.

Einhverjir Sindrafélagar ætla að skella sér á pallana og hvetja okkar mann áfram!

 

03.04.2013 16:17

FEIF Youth Camp í Noregi 2013

FEIF Youth Camp sumarbúðirnar verða haldnar dagana 22. - 29. júlí 2013 í vesturhluta Noregs, milli Álasunds og Moldö. Þetta eru sumarbúðir fyrir hestakrakka á aldrinum 13-17 ára á árinu og markmið þeirra er að kynna krakka frá aðildarlöndum FEIF fyrir (hesta)menningu annara þjóða og að hitta ungt fólk með sama áhugamál.

Það er norska Íslandshestasambandið í samstarfi við þjálfunarstöðvarnar Kjersem og SP og hestamannafélagið á staðnum, Vestnes. Gistingin verður til að mynda í Kjersem.

Það sem krakkarnir munu hafa fyrir stafni í Noregi er til dæmis þetta:

2 reiðtúrar á íslenskum hestum í hinum stórfenglegu norsku fjöllum

Fjallganga upp á eitt fallegasta fjall Noregs með leiðsögumanni sem hefur klifið Mount Everest

Fræðsla um tamningu hesta

Dagsheimsókn til heimsmeistarans Stians Pedersen

Farið í viðarkyntan heitan pott

Skoðunar- og verslunarferð í Ålesund

Þjálfað fyrir litla keppni

Geirangursfjörður heimsóttur en hann er sannarlega fallegur staður og er m.a. á heimsminjaskrá UNESCO

Grillkvöld og margt fleira!

Umsóknarfrestur um að fara út fyrir Íslands hönd er til 5. apríl 2013 og skulu umsóknirnar berast á netfangið hilda@landsmot.is fyrir þann tíma.

Umsóknareyðublað er að finna á vef LH, www.lhhestar.is undir Æskulýðsmál. Einnig hægt að nálgast umsóknina með því að smella hér.

Kostnaður við búðirnar er ?550 sem er fæði, uppihald og allar ferðir og afþreying í Noregi. Flug og ferðir til og frá FEIF YC staðnum í Noregi eru ekki innifaldar.

Skrifstofa LH veitir allar nánari upplýsingar í síma 514 4030 eða í gegnum netfangið hilda@landsmot.is.

03.04.2013 16:15

Áminning

Kæru félagar

Við viljum minna á að í dag er loka skráningarfrestur í æfingabúðirnar okkar sem verða 12-14 apríl.
Í framhaldi af því tökum við þátt í Hestafjöri og verðum með sýningu þar.
Kostnaður er í algjöru lágmarki þar sem við höfum fengið styrk til ferðarinnar, því er um að gera að nýta sér tækifærið og fá kennslu og skemmtun nánast frítt ;-)
Einnig er loka skráningarfrestur í HM ferðina sem er auglýst nánar hér aðeins neðar.
Skráning skal berast fyrir kl 22:00 í kvöld á sudur-foss@simnet.is eða isbud@simnet.is

03.04.2013 10:45

Firmakeppni Kóps

Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps 2013

Laugardaginn 13. apríl verður Firmakeppni Hestamannafélagsins Kóps haldin á Sólvöllum.
Keppni hefst klukkan 13:30 og keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Barna-, unglinga-, unghrossa- og opnum flokki.

Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi fimmtudaginn 11. apríl til Sigurðar Hörgslandi II, Fanneyjar Ólafar Kirkjubæjarklaustri II eða Pálínu Mýrum.

Sigurður: horgsland2@simnet.is eða 861 9072
Fanney Ólöf: fanneyolof@gmail.com eða 894 1560
Pálína: palinapalsd@hotmail.com eða 867 4919

Bestu kveðjur,
Firmanefnd

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 215
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137984
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 15:13:00