9.-11. ágúst 2013
Farið um Vestur-Landeyjar
FÖSTUDAGUR:
Húsið í Njálsbúð opnar á hádegi. Fólk hittist, kemur sér fyrir og lagt af stað í reiðtúr uppúr kl. 16. Riðið í átt að Hólsá, vegalengd u.þ.b. 10 km. Hrossin skilin eftir í nátthaga en fólk gistir í Njálsbúð. Léttur sameiginlegur kvöldmatur.
LAUGARDAGUR:
Lagt af stað þegar fólk er tilbúið. Riðið upp með Hólsá og Þverá. Stefnt að því að stoppa í Ármóti. Frá Ármóti er riðið í Njálsbúð og gist þar. Vegalengd u.þ.b. 22 km.
SUNNUDAGUR:
Árbítur, pakkað saman og húsin þrifið. Frjálst val, hvort fólk ríður að réttinni við Hemlu og ferðalok þar eða hestarnir teknir á kerru í Njálsbúð.
Vegalengd u.þ.b. 9 km.
Fólk sér um sig sjálft í nesti, morgunmat og drykk.
Reiknað er með 1-2 hestum á mann.
Aldurstakmark er 13 ára á árinu.
Skráning og nánari upplýsingar veita Palli og Ása í s: 898-1809
