Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2013 Febrúar

26.02.2013 15:23

Vetrarmót

2. Vetrarmót Sindra verður haldið á Sindravelli laugardaginn 2. mars kl 13:00

Keppt verður í pollar, börn, unglingar, meira vanir og minna vanir

Skráningargjald 1000 kr. á hest

Petra tekur við greiðslu á staðnum fyrir keppni, (frítt fyrir polla og börn)
 
Skráning hjá Dóru á netfangið dorajg@simnet.is fyrir kl 20:00 á föstudag

Sama fyrirkomu lag og síðast.

Mótanefnd

20.02.2013 10:45

Námskeið fyrir barnaflokkinn

Kæru foreldrar barna 10-13 ára

Æskulýðsnefnd ætlar að standa fyrir "námskeiði" (ekki lærður kennari þó) sunnudaginn
24. febrúar kl 16:00 í græna hesthúsinu í Vík.
Aðal atriði námskeiðsins er að hittast og hafa gaman saman á hestunum okkar og þjappa hópinn betur saman, áætlaður tími er c.a. 2 klst.
Öll félagsbörn á aldrinum 10-13 ára (barnaflokkur) eru velkomin með hesta sína, þeir sem ekki hafa tök á því að koma með hest eru samt sem áður velkomnir.

Með kveðju
f.h. æskulýðsnefndar Sindra
Vilborg

12.02.2013 09:23

Námskeið fyrir þig ?

Framundan eru tvö áhugaverð námskeið Munnur hestsins og Hesturinn í góðum haga!

 

Munnur hestsins

Endurmenntun LbhÍ mun í samstarfi við Matvælastofnun standa fyrir námskeiði á Hvanneyri laugardaginn 23. febrúar er ber nafnið

 

Mikil umræða hefur verið um undanfarna mánuði um áhrif beislabúnaðar, áverka í munnvikum hrossa og fleira í þeim dúr. Auðvitað er það svo að tamning hesta og notkun til reiðar felur í sér umtalsverðar breytingar á líkamsstarfsemi þeirra. Meðal annars fær munnurinn nýtt hlutverk sem er gjörólíkt því sem honum er ætlað frá náttúrunnar hendi. Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnum hefur mikla þekkingu á þessu sviði og tekið út stöðuna, m.a. í tengslum við hross í keppni. Þekking á byggingu og virkni munnsins er mikilvæg fyrir samspil manns og hests og til að fyrirbyggja særindi í munni reiðhesta. Á námskeiðinu mun Sigríður, eða Systa eins og hún er kölluð, fara ítarlega í líffræði munnsins í máli og myndum en auk þess sýnikennslu á lifandi hestum. Að lokum verða eiginleikar mismunandi méla skoðaðir og hvernig er hægt að draga úr hættunni á að þau og annar beislisbúnaður skaði hestinn.  Hámarksfjöldi á námskeiðinu eru 12 þátttakendur. Skráningar fara fram um heimasíðuna www.lbhi.is/namskeid eða í síma 433 5000 (Ásdís Helga).

 

 

Hesturinn í góðum haga!

Námskeiðið er haldið í samstarfi Endurmenntunar LbhÍ, Landssamband hestamannafélaga og Landgræðslu ríkisins.

Námskeiðið er einkum ætlað hestamönnum, eigendum beitarlands og starfsmönnum sveitarfélaga sem sinna landnýtingarmálum.

Á námskeiðinu fjallar Bjarni Maronsson, Landgræðslu ríkisins, um áhrif hrossabeitar á gróður og jarðveg og mismunandi beitarskipulag fyrir hross. Einnig verða kynntar aðferðir til að meta beitarástand lands, landlæsi og fjallað um leiðir til úrbóta vegna hrossabeitar.

 

Staður: Félagsheimili hestamannafélagsins Fáks í Víðidal

Stund: þri. 19. mars kl. 19:45-22:30. Skráningarfrestur miðast við 14. mars.

Verð: 3500 kr (fræðsla, gögn og molasopi).

 

 

Skráningar og greiðslur fara fram í gegnum heimasíðuna www.lbhi.is/namskeid

Skráningarfrestur almennt miðast við viku fyrir dagsett námskeið.

 

08.02.2013 11:09

Aðalfundarboð

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn föstudaginn 22. febrúar 2013 kl 20:30.  Fundurinn er haldinn á Ströndinni Víkurskála.

Dagskrá fundarins:

1.      Fundarsetning- kosning fundarstjóra og ritara

2.      skýrsla stjórnar og reikningar

3.      kosningar

4.      skipun í starfsnefndir

5.      önnur mál

Í fundarhléi verður kaffi og meðlæti í boði félagsins.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta og hafa áhrif á starf félagsins.

Það liggur fyrir að kjósa þarf 2 nýja meðstjórnendur í stað þeirra Guðnýjar Sigurðardóttur og Þorgerðar Guðmundsdóttur og gaman væri að fá að vita af því ef einhverjir eru áhugasamir um að starfa í stjórn.

Annað sem stjórnin vill koma á framfæri er að á aðalfundi er veitt viðurkenning til knapa ársins og efnilegasta knapa ársins og getur fólk sent inn tilnefningar á solheimar2@gmail.com eða isbud@simnet.is þar sem tilgreind eru helstu afrek, kostir og framför hjá viðkomandi. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 15. febrúar 2013.

Á haustdögum ákvað stjórn félagsins að setja á fót þriggja manna nefnd sem færi í það að skoða lög félagsins ásamt því að búa til reglugerð varðandi mótahald hjá félaginu. Í þessari nefnd voru þau Hlynur Guðmundsson, Vilborg Smáradóttir og Petra Kristín Kristinsdóttir.

Breytingar sem nefndin leggur til eru sendar til félagsmanna í tölvupósti (almennum til þeirra sem ekki nota tölvupóst). Endilega kynnið ykkur þetta vel fyrir aðalfund því þar verður þetta tekið til umræðu og atkvæða.
Ástæða þess að við sendum þetta á alla félagsmenn er sú að með því móti getur fólk kynnt sér málið og komið skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri án þess að vera að sjá þetta í fyrsta sinn á aðalfundi. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir og/eða tillögur að breytingum þá er um að gera að senda það á netfangið solheimar2@gmail.com eða isbud@simnet.is. Einnig er ykkur frjálst að koma með breytingartillögu á aðalfund og bera hana þar upp.
Meðfylgjandi eru líka tillögur stjórnar að nefndarskipan félagsins fyrir árið 2013-2014. 

Með félagskveðju fyrir hönd stjórnar

Petra Kristín Kristinsdóttir
formaður02.02.2013 15:14

Úrslit fyrsta vetrarmóts

Fyrsta vetrarmót Hmf Sindra var haldið í mun betra veðri en gert var ráð fyrir,
Flestir knapar blotnuðu eitthvað en það var hlýtt og ekki mikill vindur.
Nýtt fyrirkomulag mótsins kom vel út og gekk þetta allt eins og best var á kosið.
Frumraun sína sem þulur þreytti Ólafur Steinar á Reyni og þuldi þetta allt og stjórnaði eins og fagmaður, heyrst hefur á spjalli keppenda og starfsmanna mótsins að hann sé nú æviráðinn í starfið.
Dómari var Ásmundur Þórisson og honum til hald og trausts var Oddur Árnason,


Pollaflokkur
12 stig 1. Björn Vignir Ingason  5 ára
Þokki Jarpur
F:
M:
Eig. Knapi
Barnaflokkur
12 stig 1. Tinna Elíasdóttir 10 ára
Hylling frá Vestri-Pétursey 6v Jörp
F: Krókur frá Ásmundarstöðum
M: Elja frá Steinum
Eig. Vilborg Smáradóttir
10 stig 2. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 10 ára
Pele frá Árbæ 20v Brúnn
F:
M:
Eig. Knapi
8 stig 3. Birgitta Rós Ingadóttir 10 ára
Erró frá Stóru-Heiði 17v Jarpur
F: Röðull frá Steinum
M: List frá Stóru-Heiði
Eig. Vilborg Smáradóttir
Unglingaflokkur
12 stig 1. Birta Guðmundsdóttir 15 ára
Klængur frá Skálakoti 11v Rauður
F: Gnýr frá Stokkseyri
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig. Guðmundur Viðarsson o.fl.
10 stig 2. Þorsteinn Björn Einarsson 16 ára
Dropi frá Ytri-Sólheimum II 10v Rauður
F: Hvammur frá Norður-Hvammi
M: Elding frá Eyvindarmúla
Eig. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
8 stig 3. Þuríður Inga Gísladóttir 14 ára
Zodiak frá Helluvaði 14v Sótrauður
F: Spegill frá Kirkjubæ
M: Hekla frá Helluvaði
Eig. Knapi
7 stig 4. Harpa Rún Jóhannsdóttir 15 ára
Straumur frá Írafossi 13v Brúnn
F: Sproti frá Hæli
M: Orka frá Írafossi
Eig. Hjördís Rut Jónsdóttir og knapi
6 stig 5. Elín Árnadóttir 14 ára
Dalvör frá Ey 7v Jarpskjótt
F: Baugur frá Víðinesi
M: Jörp frá Ey II
Eig. Árni Gunnarsson og Guðlaug Þorvaldsdóttir
5 stig 6. Erna Guðrún Ólafsdóttir 15 ára
Viktor frá Grímsstöðum 10v Rauðstjörnóttur
F: Víglundur frá Vestra-Fíflholti
M: Sædís frá Grímsstöðum
Eig. Guðlaugur U. Kristinsson og knapi
Minna vanir
12 stig 1. Ásta Alda Árnadóttir
Foss frá Vík 9v Brúnblesóttur
F: Magni frá Prestbakka
M: Blesa frá Núpakoti
Eig. Árni Gunnarsson
10 stig 2. Vilborg Smáradóttir
Frigg frá Eyjarhólum 5v Rauð
F: Andvari frá Ey
M: Dimma frá Eyjarhólum
Eig. Þorlákur Sindri Björnsson og Halldóra Gylfadóttir
8 stig 3. Linda Gustafsson
Kaleikur frá Skálakoti 5v Móálóttur
F: Keilir frá Miðsitju
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig. Guðmundur Viðarsson
7 stig 4. Atli Már Guðjónsson
Draumur frá Ytri-Skógum 13v Rauðstjörnóttur
F: Hringur frá Brekku
M: Þerna frá Ytri-Skógum
Eig. Sigurður Sigurjónsson og Kristín Elínborg Þorsteinsdóttir
6 stig 5. Lára Oddsteinsdóttir
Heba frá Ríp 19v Jarpstjörnótt
F: Fáfnir frá Fagranesi
M: Þrá frá Ríp 2
Eig. Knapi
5 stig 6. Hjördís Rut Jónsdóttir
Strípa frá Laxárnesi 5v Rauðskjótt
F: Borði frá Fellskoti
M: Lyfting frá Krossi
Eig. Hjördís Rut Jónsdóttir og Ingi Már Björnsson
Meira vanir
12 stig 1. Hlynur Guðmundsson
Kliður frá Efstu-Grund 6v Rauður
F: Kvistur frá Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvassafelli
Eig. Knapi
10 stig 2. Árni Gunnarsson
Brynja frá Bræðratungu 8v Brún
F: Goði frá Miðsitju
M: Brana frá Bræðratungu
Eig. Jóna Þórey Árnadóttir
8 stig 3. Kristín Erla Benediktsdóttir
Bjarmi frá Sólheimakoti 8v Jarpskjóttur, tvístj
F: Skrúður frá Framnesi
M: Kapitola frá Hofsstöðum
Eig. Andrína G. Erlingsdóttir og Kristín Erla Benediktsdóttir

01.02.2013 23:26

Ráslisti vetrarmóts

Pollaflokkur
1. Björn Vignir Ingason  5 ára
Þokki Jarpur
F:
M:
Eig. Knapi
Barnaflokkur
1. Tinna Elíasdóttir 10 ára
Hylling frá Vestri-Pétursey 6v Jörp
F: Krókur frá Ásmundarstöðum
M: Elja frá Steinum
Eig. Vilborg Smáradóttir
2. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 10 ára
Pele frá Árbæ 20v Brúnn
F:
M:
Eig. Knapi
3. Birgitta Rós Ingadóttir 10 ára
Erró frá Stóru-Heiði 17v Jarpur
F: Röðull frá Steinum
M: List frá Stóru-Heiði
Eig. Vilborg Smáradóttir
Unglingaflokkur
1. holl
1. Erna Guðrún Ólafsdóttir 15 ára
Viktor frá Grímsstöðum 10v Rauðstjörnóttur
F: Víglundur frá Vestra-Fíflholti
M: Sædís frá Grímsstöðum
Eig. Guðlaugur U. Kristinsson og knapi
2. Þorsteinn Björn Einarsson 16 ára
Dropi frá Ytri-Sólheimum II 10v Rauður
F: Hvammur frá Norður-Hvammi
M: Elding frá Eyvindarmúla
Eig. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
3. Harpa Rún Jóhannsdóttir 15 ára
Straumur frá Írafossi 13v Brúnn
F: Sproti frá Hæli
M: Orka frá Írafossi
Eig. Hjördís Rut Jónsdóttir og knapi
2. holl
4. Þuríður Inga Gísladóttir 14 ára
Zodiak frá Helluvaði 14v Sótrauður
F: Spegill frá Kirkjubæ
M: Hekla frá Helluvaði
Eig. Knapi
5. Elín Árnadóttir 14 ára
Dalvör frá Ey 7v Jarpskjótt
F: Baugur frá Víðinesi
M: Jörp frá Ey II
Eig. Árni Gunnarsson og Guðlaug Þorvaldsdóttir
6. Birta Guðmundsdóttir 15 ára
Klængur frá Skálakoti 11v Rauður
F: Gnýr frá Stokkseyri
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig. Guðmundur Viðarsson o.fl.
Minna vanir
1. holl
1. Hjördís Rut Jónsdóttir
Strípa frá Laxárnesi 5v Rauðskjótt
F: Borði frá Fellskoti
M: Lyfting frá Krossi
Eig. Hjördís Rut Jónsdóttir og Ingi Már Björnsson
2. Vilborg Smáradóttir
Frigg frá Eyjarhólum 5v Rauð
F: Andvari frá Ey
M: Dimma frá Eyjarhólum
Eig. Þorlákur Sindri Björnsson og Halldóra Gylfadóttir
3. Lára Oddsteinsdóttir
Heba frá Ríp 19v Jarpstjörnótt
F: Fáfnir frá Fagranesi
M: Þrá frá Ríp 2
Eig. Knapi
2. holl
4. Ásta Alda Árnadóttir
Foss frá Vík 9v Brúnblesóttur
F: Magni frá Prestbakka
M: Blesa frá Núpakoti
Eig. Árni Gunnarsson
5. Linda Gustafsson
Kaleikur frá Skálakoti 5v Móálóttur
F: Keilir frá Miðsitju
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig. Guðmundur Viðarsson
6. Atli Már Guðjónsson
Draumur frá Ytri-Skógum 13v Rauðstjörnóttur
F: Hringur frá Brekku
M: Þerna frá Ytri-Skógum
Eig. Sigurður Sigurjónsson og Kristín Elínborg Þorsteinsdóttir
Meira vanir
1. holl
1. Kristín Erla Benediktsdóttir
Bjarmi frá Sólheimakoti 8v Jarpskjóttur, tvístj
F: Skrúður frá Framnesi
M: Kapitola frá Hofsstöðum
Eig. Andrína G. Erlingsdóttir og Kristín Erla Benediktsdóttir
2. Árni Gunnarsson
Brynja frá Bræðratungu 8v Brún
F: Goði frá Miðsitju
M: Brana frá Bræðratungu
Eig. Jóna Þórey Árnadóttir
2. holl
3. Hlynur Guðmundsson
Kliður frá Efstu-Grund 6v Rauður
F: Kvistur frá Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvassafelli
Eig. Knapi
4. Heiðar Þór Sigurjónsson
F:
M:
Eig.

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37