Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2013 Janúar

28.01.2013 09:29

1. vetrarmót


Fyrsta vetrarmót Hestamannafélagsins Sindra verður haldið laugardaginn 2. febrúar kl 12:00 (ath breytta tímasetningu) á Sindravelli.
Keppt verður í: Pollaflokki, barnaflokki, unglingar, minna vanir og meira vanir. 
Skráning hjá Dóru á netfangið dorajg@simnet.is fyrir kl 20 á föstudag. 

Á vetrarmóti skal hafa eftirfarandi í huga.
Pollaflokkur; frjáls aðferð sem stjórnað er að af þul.
Börn og unglingar: Hægt tölt og yfirferðar tölt. Stjórnað af þul
Meira vanir og minna vanir: hægt tölt, yfirferðartölt ásamt einni bunu eftir beinu brautinni á yfirferðartölti eða skeiði ef knapi vill sýna það.Stjórnast af þul.

Mótanefnd


Kæru Sindrafélagar.

Einu langar mig að koma á framfæri til ykkar. 
Hestamannafélagið Hornfirðingur heldur í sumar 21.-23. júní Fjórðungsmót á Austurlandi og hefur boðið okkur í Hestamannafélaginu Sindra að vera með. Til þess að komast á fjórðungsmót þarf að fara fram úrtaka hjá félaginu og er meiningin að hún fari fram jafnhliða Hestaþingi Sindra. 

Kveðja
Formaður


19.01.2013 13:04

Kynbótasýningar 2013

Áætlun um kynbótasýningar á Íslandi 2013 liggur nú fyrir.

29.4 - 3.5 Skagafjörður
6.5 - 10.5 Selfoss
13.5 - 17.5 Víðidalur
16.5 - 17.5 Akureyri
21.5 - 24.5 Hvammstangi
21.5 - 24.5 Hafnarfjörður
27.5 - 31.5 Selfoss
27.5 - 31.5 Skagafjörður
27.5 - 28.5 Hornafjörður
29.5 - 31.5 Stekkhólmi
3.6 - 7.6 Melgerðismelar
3.6 - 14.6 Hella
10.6 - 14.6 Miðfossar
21.6 - 23.6 FM Hornafirði
4.7 - 7.7 FM Kaldármelum
22.7 - 26.7 Selfoss
12.8 - 16.8 Miðfossar
12.8 - 16.8 Hvammstangi
12.8 - 23.8 Hella
19.8 - 23.8 Skagafjörður
19.8 - 23.8 Dalvík
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44