Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 Nóvember

24.11.2012 17:32

Úrslit folaldasýningarFolaldasýning hmf-Sindra var haldin í dag í Skálakoti.
Til leiks voru skráð 36 folöld, 20 hryssur og 16 hestar. Alveg hreint frábær þátttaka!

Úrslit voru eftirfarandi:


Hestfolöld


1. Kórall frá Eyjarhólum  IS2012185755

Ljósmóálóttur
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 1
M: Bára frá Eyjarhólum

Rækt/Eig: Þorlákur Sindri Björnsson og Halldóra Gylfadóttir


2.  Akkur frá Eyjarhólum  IS2012185751

Brúnn
F: Aron frá Strandarhöfði
M: Perla frá Eyjarhólum

Rækt: Þorlákur Sindri Björnsson og Vilborg Smáradóttir

Eig: Vilborg Smáradóttir


3. Klókur frá Skálakoti  IS2012184160

Rauður
F: Klængur frá Skálakoti
M: Spurning frá Árbæjarhjáleigu

Rækt/Eig: Guðmundur Jón Viðarsson


4. Valiant frá Sólheimakoti  IS2012185702

Ljósmoldóttur
F: Stefnir frá Eyjarhólum
M: Kapitola frá Hofsstöðum

Rækt/Eig: Andrína Guðrún Erlingsdóttir


5. Nn frá Skálakoti  IS2012184156

Rauður
F: Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
M: Vök frá Skálakoti

Rækt/Eig: Guðmundur Jón Viðarsson


Merfolöld


1. Surtsey frá Efstu-Grund  IS2012284155

Brún
F: Natan frá Ketilsstöðum
M: Katla frá Ytri-Skógum

Rækt: Sigurjón Sigurðsson

Eig: Sigurjón Sigurðsson og Sigríður Lóa Gissurardóttir


2. Dröfn frá Fornusöndum  IS2012284172

Brún
F: Hvinur frá Fornusöndum
M: Hylling frá Hofi 1

Rækt/Eig: Tryggvi E. Geirsson


3. Heiðbjört Sóldögg frá Stóru-Heiði  IS2012285600

Ljósmoldótt
F: Klængur frá Skálakoti
M: Dögun frá Stóru-Heiði

Rækt/Eig: Hermann Árnason


4. Eyvör frá Eyjarhólum  IS2012285757

Brún
F: Stefnir frá Eyjarhólum
M: Hervör frá Eyjarhólum

Rækt/Eig: Þorlákur Sindri Björnsson og Halldóra Gylfadóttir


5. Skupla frá Skálakoti  IS2012284156

Rauð
F: Skýr frá Skálakoti
M: Sygin frá Skálakoti

Rækt/Eig: Guðmundur Jón Viðarsson

Fegursta folald að mati áhorfenda var Surtsey frá Efstu-Grund

Og fegursta folald að mati dómara var Kórall frá Eyjarhólum


Enn og aftur þökkum við eftirtöldum fyrirtækjum og einstaklingum sem gáfu vörur og folatolla í bæði bingó og vinninga. Það er ómetanlegt að fá svona góðan stuðning.

Ármann Sverrisson

Ársæll Jónsson

Baldvin og Þorvaldur Selfossi.

Björkin Hvolsvelli.

Búaðföng  Hvolsvelli.

Bæring Sigurbjörnsson

Dýralæknamiðstöðin Hellu.

Fossís Vík.

Gallerý pizza Hvolsvelli.

Guðlaugur H. Kristmundsson

Hans Friðrik Kerúlf

Húsasmiðjan Hvolsvelli.

Jón Bóndi.

Klakkur Vík.

Leó Geir Arnarsson

Lífland Reykjavík.

Lyngfell Vestmannaeyjum.

Sara Ástþórsdóttir

Skálakot.

Sláturfélag Suðurlands.

Ströndin.

Volcano cafe Vestmannaeyjum.

Magnús Benediktsson

Þytur í Laufi.


21.11.2012 23:15

Folaldasýning- happdrætti

                                                                                                    

HESTAMANNAFÉLAGIÐ SINDRI

Stendur fyrir happdrætti á folaldasýningu sinni,

þann 24. Nóvember nk í Skálakoti.

Glæsilegir vinningar eru í boði og miðaverð AÐEINS kr: 1000.

 

Gefendur vinninga eru meðal annars:

Baldvin og Þorvaldur Selfossi.

Björkin Hellu.

Búaðföng  Hvolsvelli.

Dýralæknamiðstöðin Hellu.

Fossís Vík.

Gallerý pizza Hvolsvelli.

Húsasmiðjan Hvolsvelli.

Klakkur Vík.

Lífland Reykjavík.

Lyngfell Vestmannaeyjum.

Volcano cafe Vestmannaeyjum.

Folatollur u Kjerúlf frá Kollaleiru- gefendur: Leó Geir og Hans Friðrik Kjerulf.

 

Miðar fást keyptir í forsölu, nánari upplýsingar gefur,

Lára Oddsteinsdóttir í síma 8634310.

Fyrir hönd hmf Sindra,   Ferða og fræðslunefnd.

21.11.2012 14:58

Uppgötvun "Gangráðsins" í hrossum

Erindi

Uppgötvun "Gangráðsins" í hrossum

Opinn fundur

Þýðing "Gangráðsins" fyrir íslenskra hrossarækt

Uppgötvun "Gangráðsins" í hrossum

Dr. Lisa S. Andersson flytur erindi á Hvanneyri um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins "Pace maker gene" sem ef til vill mætti kalla "Gangráðinn" í hrossum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru nýverið kynntar í hinu virta vísindariti Nature.

Lisa varði doktorsritegerð sína í sameindaerfðafræði "Equine Trait Mapping. From Disease Loci to the Discovery of a Major Gene Controlling Vertebrate Locomotion" nú í haust frá erfða- og kynbótafræðideild Sænska landbúnaðarháskólans í Uppsölum. Lisa og félagar eru afar áhugasöm um frekari rannsóknir á Íslenska hestinum og samstarf og mikill fengur að fá hana til landsins.

Erindi Lisu fer fram í Borg í Ásgarði á Hvanneyri, miðvikudaginn 28. nóvember n.k. og hefst kl. 14:30. Allir velkomnir.

Þýðing "Gangráðsins" fyrir íslenska hrossarækt

Í tengslum við erindi sem Dr. Lisa S. Andersson flytur við LbhÍ um tímamótauppgötvun sína og félaga sinna um tilvist skeiðgensins "Pace maker gene" mun Prófessor Þorvaldur Árnason, sem einnig tók þátt í rannsókninni, halda opinn fund með íslensku hrossaræktarfólki og öðrum áhugasömum um þýðingu þessarar uppgötvunar. Þorvaldur mun sérstaklega velta upp þeim möguleikum sem þetta skapar fyrir Íslenska hrossarækt.

Fundurinn með Þorvaldi fer fram þriðjudaginn 27. nóvember í Ársal, Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 15:00. Fundurinn er öllum opinn og verður einnig sendur út á netinu fyrir þá sem ekki eiga heimangengt, sjá www.lbhi.is undir Útgáfa/Málstofa. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Fagráð í hrossarækt.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

20.11.2012 14:48

Folaldasýning

Í dag er lokaskráningardagur á folaldasýningu, glæsilegir folatollir í verðlaun eins og sést í auglýsingunni hér aðeins neðar.


 

15.11.2012 11:34

Herra- og dömukvöld hmf. Sindra

Vildi bara minna þig á eftirfarandi bréf sem þú fékkst frá ferða- og fræðslunefnd, það er vel boðið og fráleitt að láta þetta framhjá sér fara;-)

Kæri  Sindrafélagi

           Þér er hér með boðið á "herra og dömukvöld hmf Sindra", laugardaginn 24. nóvember nk á Ströndinni Víkurskála Vík.

            Húsið opnar klukkan 20:00 með fordrykk.

            Veislustjóri verður Hermann Árnason,

sem jafnframt ætlar að vera með frásögn í máli og myndum frá hestaferð norðan jökla  árið 2011.

            Heiðursgestur verður Kristinn Guðnason.

 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 18. nóvember nk, til Sindra eða Dóru í síma 8955738 eða dorajg@simnet.is

 

Með kveðju, fh hestamannafélagsins Sindra,

Ferða og fræðslunefnd.

Aldurstakamark er 18 ár.
Makar félaga eru velkomnir og kostar 5.000.- fyrir aðra en félagsmenn.
Snyrtilegur klæðnaður.

13.11.2012 03:25

Knapamerkja og prófdómaranámskeið


Sunnudaginn 18 nóvember verður boðið upp á fræðsludag og námskeið um Knapamerkin auk þess sem prófdómurum verður boðið upp á að uppfæra dómararéttindi sín og nýjum að spreyta sig á að taka próf. Fyrri hluti námskeiðsins verður öllum opinn sem áhuga hafa á að fræðast um Knapamerkin eða ætla sér að bjóða upp á Knapamerkjanámskeið í vetur. Seinni hluti námskeiðsins er einungis hugsaður fyrir þá aðila (reiðkennara) sem hyggjast taka prófdómarapróf.

Ath. Þeir sem eru með prófdómararéttindi verða mæta á þetta námskeið og taka prófdómaraprófið til að viðhalda núverandi réttindum.

Skráningu í prófdómarahluta námskeiðsins lýkur föstudagskvöldið 9 nóvember.

Staðsetning - Fáksheimilið og Reiðhöllin í Víðidal

Dagsetning - 18 nóvember frá klukkan 10:30 til 18

Verð
Það er frítt á fyrri hluta námskeiðsins en verð fyrir þá sem mæta á prófdómaranámskeið er 20.000 krónur og innifalið í því er kaffi og snarl yfir daginn auk próftökugjalds.

Dagskrá
Klukkan: 10:30 - 10:45 Kynning Helga Thoroddsen
Klukkan: 10:45 - 11:15
Erindi: Arndís Brynjólfsdóttir, reiðkennari.
Reynslan af Knapamerkjunum í Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra.
Kaffihlé
Klukkan: 11:30 - 12:00
Erindi: Rósa Kristinsdóttir og Oddný Erlendsdóttir.
Fjalla um reynsluna af því að vera nemandi í Knapamerkjum. Báðar hafa lokið prófi á 5. Stigi Knapamerkjanna.
Klukkan: 12:00 - 12: 15 Fyrirspurnir og umræður
 
Þessi fyrri hluti námskeiðsins er öllum opinn sem áhuga hafa á að kynna sér Knapamerkin og leita upplýsinga um þau.
 
Matarhlé
Klukkan 13:00 - 13:30
Farið yfir helstu verkefni Knapamerkjanna þessa dagana og hvað er framundan.
Umræður
Klukkan 13: 40 - 15:30
Farið yfir helstu áhersluatriði í prófum og æfð prófdæming af myndböndum.
Kaffihlé
Klukkan 16:00 - 18:00
Prófdómarapróf

Þessi hluti námskeiðsins er opinn reiðkennurum sem hyggjast kenna Knapamerkjanámskeið og prófdómurum sem  vilja uppfæra prófdómararéttindi sín. Dæmd verða 2 próf á hverju stigi Knapamerkjanna og prófgögnum skilað til prófdómara.

11.11.2012 15:16

Tölvupóstlisti

Ég var að senda út eftirfarandi bréf á þá aðila sem ég fann tölvupóstfang hjá. Endilega látið vita ef ykkur hefur ekki borist tölvupósturinn svo hægt sé að leiðrétta póstfangið og senda ykkur alltaf þær tilkynningar sem ykkur varðar. Bréfið er svona:

Kæru félagar

Við höfum verið í nokkrum vandræðum með að halda í tölvupóstlistana sem við höfum verið að setja upp hingað til en gerum nú enn og aftur tilraun til að halda lista sem gerir okkur fært að senda reglulega á ykkur tilkynningar um það sem er á döfinni hjá okkur. Ef þið viljið einhverra hluta vegna ekki vera á tölvupóstlistanum eða viljið að við sendum á annað tölvupóstfang, endilega sendið beiðni um það á isbud@simnet.is

 

Með kveðju

Vilborg

 

02.11.2012 23:35

Undirbúningur vetrarþjálfunar

Námskeið:  Undirbúningur vetrarþjálfunar með Agli Þórarinssyni

Egill Þórarinsson er einn af reyndustu reiðkennurum landsins. Hann á að baki langan og farsælan feril að baki í reiðkennslu, þjálfun, sýningu kynbótahrossa og keppnishrossa.

Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir komandi þjálfunartímabil. Farið verður yfir atriði sem vert er að hafa í huga í byrjun vetrar, atriði sem snúa bæði að hesti og knapa. Nú er rétti tíminn til að vinna í því sem krefst nákvæmni og þolinmæði; leiðrétta taumsamband og höfuðburð, lengja og teygja á yfirlínu og styrkja bak. Námskeiðið verður einstaklingsmiðað og leitast verður eftir að meta hvern knapa og hest og leggja áherslu á að byggja og bæta grunninn í þjálfuninni sem síðan verður hægt að byggja áframhaldandi vetrarþjálfun á.

Kennarar: Egill Þórarinsson, reiðkennari og sýninga- og keppnisknapi.

 

Tímar: lau. 8. des. kl 9:30-19:00 (einkatímar) og sun. 9. des. Kl 9:00-17:00 (sýnikennsla, hópatímar, o.fl.) í Hestamiðstöð Lbhí á Miðfossum. Með fyrirvara um breytingar.

 

Verð: 26.500.- (kennsla, aðstaða fyrri hross, hádegissnarl á sunnudegi). Skráningarfrestur er til 3. des.

 

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

 

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 7.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02