Folaldasýning Hmf-Sindra

Hin árlega folaldasýning Hmf-Sindra verður haldin
í Skálakoti laugardaginn 24. nóv. og byrjar stundvíslega kl 11
Tekið er við skráningum til miðnættis 20. nóv hjá Andrínu
á e-mail: andrina@arcanum.is og í s: 858-3502.
Skráningargjald á hvert folald er 1,000 kr.
Vinsamlega leggið inn á reikning 0317-26-7622 kt: 540776-0169 og sendið staðfestingu á greiðslu til: andrina@arcanum.is
ATH
Folald þarf að vera grunnskráð í WorldFeng og
í eigu félagsmanns til að geta tekið þátt.
Dómari verður Kristinn Guðnason
Að venju verður til mikils að vinna,
meðal vinninga verða tollar hjá eftirtöldum stóðhestum
Aldur frá Brautarholti
Arion frá Eystra-Fróðholti
Dimmir frá Álfhólum
Fursti frá Stóra-Hofi
Kórall frá Lækjarbotnum
Loki frá Selfossi
Þytur frá Neðra-Seli
Súpa og drykkjarföng á góðu verði í hléi.
Einnig verður happdrætti þar sem ásamt mörgum góðum vinningum er tollur undir gæðinginn Kjerúlf frá Kollaleiru !
Fyrir hönd Hmf-Sindra
Ferða- og fræðslunefnd