Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 Október

29.10.2012 22:36

Folaldasýning

                                                          

Folaldasýning Hmf-Sindra

Hin árlega folaldasýning Hmf-Sindra verður haldin

í Skálakoti laugardaginn 24. nóv. og byrjar stundvíslega kl 11

Tekið er við skráningum til miðnættis 20. nóv hjá Andrínu

á e-mail: andrina@arcanum.is og í s: 858-3502.   

Skráningargjald á hvert folald er 1,000 kr.

Vinsamlega leggið inn á reikning 0317-26-7622 kt: 540776-0169 og sendið staðfestingu á greiðslu til: andrina@arcanum.is

ATH

Folald þarf að vera grunnskráð í WorldFeng og

í eigu félagsmanns til að geta tekið þátt.

 

Dómari verður Kristinn Guðnason

 

Að venju verður til mikils að vinna,

meðal vinninga verða tollar hjá eftirtöldum stóðhestum

Aldur frá Brautarholti

Arion frá Eystra-Fróðholti

Dimmir frá Álfhólum

Fursti frá Stóra-Hofi

Kórall frá Lækjarbotnum

Loki frá Selfossi

Þytur frá Neðra-Seli

 

Súpa og drykkjarföng á góðu verði í hléi.

Einnig verður happdrætti þar sem ásamt mörgum góðum vinningum er tollur undir gæðinginn Kjerúlf frá Kollaleiru !

 

Fyrir hönd Hmf-Sindra

Ferða- og fræðslunefnd

24.10.2012 14:12

Látum í okkur heyra !

Við hestamenn eigum víða undir högg að sækja!

Núna á að láta reiðvegi okkar hverfa úr umferðarlögum.
Það er auðvitað stóralvarlegt mál og mikið hagsmunamál að svo verði ekki.
Nú er verið að skora á alla hestamenn, og aðra þá sem láta sig þetta varða, að senda inn athugasemd/mótmæli vegna þessa.
Auðvitað getur hver og einn orðað þau eins og hann vill en til hægðarauka hefur verið settur upp neðangreindur texti fyrir þá sem það vilja.
Mjög einfalt bara að afrita neðangreint, setja svo inn nafn og kennitölu og senda á póstfangið sem kemur fram í textanum.

Tökum öll þátt í þessu.


Nefndasvið Alþingis
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis

nefndasvid@althingi.is

Frumvarp til umferðarlaga 179. mál.
Í frumvarpi til nýrra umferðalaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki.
Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum.
Virðingarfyllst
Nafn:
Kt:
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37