Að þessu sinni verður skráningargjald kr. 2000 pr. grein sem rennur
óskipt í minningarsjóð Tómasar Ragnarssonar en allir sem koma að mótinu
munu gefa vinnu sína.
Um er að ræða opið íþróttamót og verður keppt í eftirfarandi greinum:
100 m skeið
150 m skeið
250 m skeið
Tölt T3 opinn flokkur
Tölt T4
Tölt T7 byrjendaflokkur (ekki hraðabreytingar)
Fimmgangur F2 opinn flokkur
Bjórreið
Samanlagður sigurvegari á sama hesti í fimmgangi, tölti og einni skeiðgrein.
Sex keppendur verða í hverjum úrslitum.
Dagskrá verður birt að lokinni skráningu en gera má ráð fyrir forkeppni á föstudegi og úrslitum á laugardegi.
Skráning fer fram í Hestamiðstöðinni Víðidal á miðvikudag (5. sept) frá
kl. 17 - 21 og í síma 867-0177 & 867-0157 & 772-0202
Við skráningu þarf að gefa upp IS nr hests, kennitölu og síma knapa. Skráningargjald greiðist við skráningu.