Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 September

02.09.2012 19:10

Tommamótið

Tommamótið verður haldið á Hvammsvelli í Víðidal 7. og 8. september nk.

Tommamótið verður nú haldið í annað sinn til minningar um hestamanninn Tómas heitinn Ragnarsson sem lést langt um aldur fram þann 16. júlí 2010.
Vinir og velunnarar Tómasar hafa ákveðið að stofna minningarsjóð í nafni og anda Tómasar og verður skipuð stjórn sem úthlutar úr sjóðnum til þarfra verka tengdum hestum og hestamönnum einu sinni til tvisvar á ári. Tómas var einmitt þekktur fyrir hjálpsemi sína gagnvart öðrum og var alltaf hægt að leita til hans.

Að þessu sinni verður skráningargjald kr. 2000 pr. grein sem rennur óskipt í minningarsjóð Tómasar Ragnarssonar en allir sem koma að mótinu munu gefa vinnu sína.


Um er að ræða opið íþróttamót og verður keppt í eftirfarandi greinum:
100 m skeið
150 m skeið
250 m skeið
Tölt T3 opinn flokkur
Tölt T4
Tölt T7 byrjendaflokkur (ekki hraðabreytingar)
Fimmgangur F2 opinn flokkur
Bjórreið

Samanlagður sigurvegari á sama hesti í fimmgangi, tölti og einni skeiðgrein.
Sex keppendur verða í hverjum úrslitum.

Dagskrá verður birt að lokinni skráningu en gera má ráð fyrir forkeppni á föstudegi og úrslitum á laugardegi.

Skráning fer fram í Hestamiðstöðinni Víðidal á miðvikudag (5. sept) frá kl. 17 - 21 og í síma 867-0177 & 867-0157 & 772-0202
Við skráningu þarf að gefa upp IS nr hests, kennitölu og síma knapa. Skráningargjald greiðist við skráningu.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37