Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 Júlí

10.07.2012 03:47

Íslandsmót VindheimamelumSkráning á Íslandsmót fullorðinna á VindheimamelumSkráning hefst þriðjudaginn 10. júlí og  líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.

Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á sah@bondi.is.  Þá verður
tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 - 16:00
þessa þrjá daga.

Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.Skráningargjöld

Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).

Reikningsnúmer:   1125 - 26 - 1630 kt: 520705-1630

Senda þarf kvittun í tölvupósti á sah@bondi.is

Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir

Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.

Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:

·         Nafn hests og IS númer

·         Hestamannafélag sem keppt er fyrir

·         Keppnisgreinar

·         Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.Frekari upplýsingar um Íslandsmót má nálgast á www.horse.is/im2012

04.07.2012 23:27

Félagsferð 2012

FÉLAGSFERÐ HMF-SINDRA 2012

Árleg félagsferð Sindra verður farin dagana 10-12. ágúst nk.
Stefnan að þessu sinni er tekin til Vestmannaeyja.
Þar ætla þau Páll Heiðar og Ása taka á móti okkur og hestarnir verða geymdir
hjá þeim.
Skátastykkið http://skatar.is/faxi/default.asp?ItemGroupID=242&ItemID=1471
hefur verið bókað þessa helgi.

Svo að öruggt pláss sé með Herjólfi til og frá Eyjum er skráningarfrestur til
og með 12. júlí!!!!!

Nánari upplýsingar og skráningar eru hjá:
Ásu og Palla í síma 8981809
Láru í síma 8634310

fyrir hönd ferða og fræðslunefndar
Lára Oddsteinsdóttir

04.07.2012 23:26

Kvöldreiðtúr

KVÖLDREIÐTÚR

Áætlað er að fara fyrri kvöldreiðtúr sumarsins næsta laugardagskvöld 7. júlí.
Heiðar Þór og fjölsk. á Efstu-Grund ætla að lóðsa menn og hesta eitthvað um
svæðið þar í kring.
Lagt verður af stað í reiðtúrinn klukkan 21:00 frá Efstu-Grund.

Skráning er til og með næsta föstudags, hjá Sifa í síma 8450980.


með von um ánægjulega kvöldstund
Ferða og fræðslunefnd.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44