Hestaþing Sindra 15. og 16. júní 2012
Á Sindravelli við Pétursey
Dagskrá
Föstudagur 15. júní
Kl 10:30 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir landsmót.
Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið
Kl 13:00 Hópreið og mótsetning
Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki. - úrtaka fyrir landsmót.
Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk er 2500 kr á 1. hest, 2000.- kr á 2. hest knapa, 1.500- á 3. hest knapa, 1.000- kr á 4. hest knapa og svo framv. (aðgangseyrir er innifalinn fyrir knapa og fær hann afhent armband í miðasölu. Skráningargjöld verða samtals að hámarki kr 15.000.- á fjölskyldu þ.e. foreldra og börn alls)
Athugið: Keppnisröð er samkvæmt mótsskrá.
Kl 19:00 Töltkeppni
Töltkeppni sem er opin öllum, keppt er til úrslita.
Peningaverðlaun í 1. sæti.
Skráningargjald 3000 kr.
Laugardagur 16. júní
Kl 11:00 úrslit í B- flokki, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki
Kl 14:30 Kappreiðar - opnar öllum
100 m skeið- með fljótandi starti. Skráningargjald 500 kr
150 m skeið- 1. verðlaun 25.000 kr - Skráningargjald 2000 krónur.
300 m brokk - Skráningargjald 500 kr á hest
300 m stökk - Skráningargjald 500 kr á hest
250 m skeið - Skráningargjald 500 kr á hest.
Skráning er hjá:
Dóru á netfangið dorajg@simnet.is og í síma 895-5738
Síðasti skráningardagur í hringvallargreinar er á miðnætti þriðjudagskvöldið 12. júní. Ekki verður tekið við skráningum eftir það. Hægt verður að skrá sig í kappreiðar líka á kappreiðadag. Við skráningu þarf að koma fram IS númer hests og nafn og kennitala knapa.
Skráningargjöld greiðist inn á 0317-13-302622 kt. 540776-0169 þar sem fram kemur nafn knapa.
Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.