Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 Maí

26.05.2012 23:31

KVENNAREIÐ með karlana

KVENNAREIÐ með karlana, emoticon
er handan við hornið,
nánar tiltekið 8. júní nk!!!!!!!!!!!

líkt og síðasta ár verður riðið frá Péturseyjarvelli og að útreiðartúr loknum verður snæddur "síðbúinn" kvöldmatur í Sindrabúð

ATH smá breyting á áætlun !
Riðið verður frá Sólheimakoti og endað á Sindravelli !

Lagt af stað kl 19

skráningarfrestur er til og með 6. júní.
við skráningum taka;
Lára í síma 8634310 eða laraodd@simnet.is
Sindri í síma 8947232 eða dorajg@simnet.is

fyrir hönd ferða og fræðslunefndar
Lára Oddsteinsdóttir

21.05.2012 23:13

Landsmót 2012

Hestamenn athugið!

Vaktir hestamannafélaganna á Landsmóti 2012 eru með sama móti og áður.

Helstu störf á þeim vöktum eru eftirfarandi:

Hliðvarsla

Aðstoð við fótaskoðun

Innkomustjórnun

Upplýsingamiðstöð

Aðstoð á skrifstofu

Ýmis störf á svæði

AukavaktirStarfsmenn vaktana skulu hafa náð 18 ára aldri.

Starfsmenn hafa aðgang að mótinu á meðan á vöktum þeirra stendur en fá
ekki almennan aðgöngumiða. Einnig má nefna að starfsmönnum er
skaffaður matur á meðan á vakt stendur.

Þeir sem hafa áhuga á því að starfa á þessum vöktum eru beðnir um að
hafa samband í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com við fyrsta
tækifæri og gildir þar reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Mikilvægt er að senda; nafn, kennitölu, nafn hestamannafélags og
símanúmer. Mér til aðstoðar í ár verður Ragna Rós Bjarkadóttir og munum
við hafa samband í framhaldinu til þess að finna útúr því hvað hentar
hverjum og hvenær.

Þessar vaktir tókust mjög vel á síðasta móti og vonumst við til að
sunnlendingar standi sig jafn vel og norðlendingar gerðu á síðasta
móti. Koma svo!


Með vissu um góðar undirtektir,

Hugrún Ósk Ólafsdóttir

Mannauðsstjóri Landsmóts hestamanna

18.05.2012 12:03

Vinna á Landsmóti 2012

Ágætu félagar.

Formanni barst tölvupóstur  frá Landsmóti ehf þar sem þeir eru að óska eftir starfsfólki til að vinna vaktir á Landsmótinu í Reykjavík. Einnig óska þeir eftir unglingum sem myndu vilja draga fána að húni og ef það eru einhverjir unglingar sem væru til í að vera í upphlut við að veita verðlaun þá (held reyndar að það sé ekki borgað fyrir það)

Ef það er einhver sem væri til í að leggja sitt af mörkum til að gera Landsmót 2012 sem flottast þá má sá hinn sami gjarnan senda mér tölvupóst með nafni og símanúmeri eða hringja í mig og láta mig vita.

Netfangið mitt er: solheimar2@gmail.com og síminn er 8660786

Með félagskveðju
formaður

15.05.2012 11:51

Reiðskólar Sindra

Reiðskólar Sindra 2012

Reiðskólar Sindra verða í ár dagana 4.-10.júní í Vík og í Skálakoti.

Reiðskólinn er fyrir alla krakka frá 6 ára aldri (fædd 2006) og kostar námskeiðið kr. 7.500.-, (systkynaafsláttur) og fyrir félaga í hestamannafélaginu Sindra kostar kr 5.500.-

Ef næg þátttaka fæst veður jafnvel fullorðinshópur.

Skráning hjá:

Ástu Öldu á e-mailið skasta_15@hotmail.com gsm: 8481861 (eftir kl 16:15)
eða hjá Hjördísi á e-mailið sudur-foss@simnet.is gsm: 8610294

Skráning fyrir Reiðskólann er opin til föstudagsins 1.júní 2012

 

Við biðjum fólk að virða það við okkur að vegna mikillar þátttöku undanfarin ár höfum við ákveðið að taka ekki við skráningum eftir þann tíma, því er um að gera að vera tímanlega í því að ákveða sig.


Skráning er svo tekin gild við greiðslu þátttökugjaldsins.


 

Með kveðju

Reiðskóla- og æskulýðsnefnd hmf. Sindra

 

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41