Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 Mars

22.03.2012 07:52

Heimsmeistarmót í Berlín 2013

Kæru félagar.


 Fyrirhugað er að reiðskóla- og æskulýðsnefnd haldi á heimsmeistarmót íslenska hestsins í Berlín 2013 með krakka fædda 1999 og uppúr. Lágmarks þátttökufjöldi er 10 manns. Áætlaður ferðakostnaður á barn er um 50.000,- en ætlunin er að nota ýmsar fjáröflunarleiðir til að fjármagna restina af ferðinni, sem að krakkarnir þurfa að sjálfsögðu að taka fullan þátt í.
Þetta er spennandi og krefjandi verkefni sem að krefst mikillar samstöðu , samvinnu og metnaðar nefndar, barna og foreldra. Það er því nauðsynlegt að negla niður sem fyrst fjölda þátttakenda til að hefjast handa við verkið.
Skráning á netfangið
sudur-foss@simnet.is eða isbud@simnet.is fyrir 1. apríl 2012

Mikil áhersla er lögð á að skrá börnin fyrir þennan tíma, komi til skráningar eftir að fjáröflun hefur hafist eru líkur til að borga þurfi fullt gjald fyrir barnið í ferðina sem er u.þ.b. 110.000.- fyrir utan uppihald.

Með kveðju

Reiðskóla og æskulýðsnefnd Sindra.

17.03.2012 11:36

3. Vetrarmót Sindra

3. Vetrarmót Sindra verður haldið SUNNUDAGINN 25. mars kl 13:00 á SINDRAVELLI.

Skráning hjá Petru á netfangið solheimar2@gmail.com og í síma 8660786 fyrir kl 16:00 laugardaginn 24. mars
Skráningargjöld 1000 kr á knapa í kvenna og karlaflokki.


Þetta er síðasta mótið í vetrarmótaröðinni og því veitt verðlaun fyrir stigahæstu Sindraknapa að keppni lokinni í hverju flokki.
Varðandi staðsetningu mótsins. Þá ákvað Mótanefnd á fundi sínum um daginn að færa mótið á Sindravöll þar sem að reiðvöllurinn í Vík er tæplega nothæfur til keppni og heyrst hafa óánægjuraddir vegna hans. Þannig að ákveðið var að nota okkar félagsvöll sem er í toppstandi eftir viðgerðir síðasta árs.

Vonumst til að sjá sem flesta
Mótanefnd

14.03.2012 11:38

Landsmót 50+

Eftirfarandi auglýsing gæti átt við einhvern okkar:

Heilir og sælir kæru hestamenn

Helgina 8. - 10. júní verður haldið 2. Landsmót UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ.

Á mótinu verður keppt í hestaíþróttufjórgangi, fimmgangi og tölti.

Við hvetjum ykkur til að taka þátt í þessu skemmtilega móti ? og senda þessar upplýsingar á sem flesta.

Mótið er íþrótta - og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða frítt á fyrirlestrar, kynningar á íþróttagreinum, hóptímar í m.a. sundleikfimi, Zumba og línudansi. Einnig verður boðið upp á heilsufarsmælingar og fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennasambands Kjalarnesþings og Ungmennafélags Íslands í samstarfi við Mosfellsbæ og Heilsuvin.

Keppnisgreinar á mótinu eru:

Almenningshlaup, badminton, blak, boccia, bridds, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, knattspyrna, kraftlyftingar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, strandblak, sund, sýningar og þríþraut. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta tekið þátt í keppnisgreinum mótsins hvort sem þeir eru í félagi eða ekki. Þátttakendur greiða eitt mótsgjald og öðlast þar með þátttökurétt í öllum keppnisgreinum. Mótsgjald er 3500 krónur óháð greinafjölda. Frítt verður á tjaldstæði mótshelgina í Mosfellsbæfellsbæ. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is.

Aðstaða til keppni í hestaíþróttum er öll til fyrirmyndar í Mosfellsbæ ásamt annarri íþróttaaðstöðu.

Sjáumst á Landsmóti UMFÍ 50 + í Mosfellsbæ helgina 8. - 10. júní 2012 kát og hress

?.

Mínar allra bestu kveðjur,

Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri Landsmóts UMFÍ 50 +

Frekari upplýsingar um mótið er að finna inn á www.landsmotumfi50.is eða senda póst á

02.03.2012 14:02

Myndir óskast

Ágætu félagsmenn..
það væri gaman að fá myndir sendar af 1. og 2. vetrarmóti hjá Sindra svo hægt sé að setja inn hér á síðuna. Endilega ef einhver á myndir að senda á annað hvort isbud@simnet.is sem er netfangið hennar Vilborgar Smáradóttur eða solheimar2@gmail.com sem er netfangið hjá Petru.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41