Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2012 Febrúar

27.02.2012 13:31

Æfingabúðir

Reiðskóla og æskulýðsnefnd auglýsir æfingabúðir fyrir Sindrakrakka fædda 2002 og eldri.

 9.-11. mars.nk.

Nú ætlum við að hafa gaman! Stefnan tekin á Hvolsvöll á föstudeginum þar sem að hrossin okkar verð hýst og allir fá einstaklingsmiðaða reiðkennslu í reiðhöllinni á hvolsvelli hjá reiðkennaranum Sissel Tveten (sú sem að tók á móti okkur hjá FSU). Þaðan liggur leiðin hestlaus í sumarbústað á Hellu (heitur pottur og allt) þar sem að við munum gista í tvær nætur. Við förum svo á Hvolsvöll á laugardeginum í reiðkennslu og svo aftur á sunnudeginum. Sund, pizzuát og fl. skemmtilegt.

Skráning hjá Hjördísi á netfangið sudur-foss@simnet.is eða í síma 8610294 (á kvöldin)
 


 

27.02.2012 00:00

meistaradeild - lokakvöld

ferða og fræðslunefnd efnir til sætaferðar fyrir félaga í hmf Sindra á lokakvöld meistaradeildarinnar þann 30. mars næstkomandi

aldurstakmark 18 ára á árinu og eldri.
20 sæti eru í boði, svo nú er um að gera að skrá sig sem fyrst

skráning og nánari upplýsingar eru hjá
Láru í síma 8634310

25.02.2012 00:38

2. Vetrarmót- Ráslistar

Hér fyrir neðan eru ráslistar fyrir morgundaginn.
Knapar hafið í huga að ef hross detta út þá getur röð riðlast og eins ef bætist eitthvað við fyrir keppni þá getur þetta breyst eitthvað. En það er þá tilkynnt á vellinum.

Barnaflokkur 
  
1. Tinna Elíasdóttir 9 ára

Erró f/Stóru-Heiði 16v jarpur

F/Röðull frá Steinum

M/List frá Stóru-Heiði

Eig: Vilborg Smáradóttir  


2. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 9. ára

Kengála frá Fögrubrekku bleikálótt 14v

F: Dagur frá Kjarnholtum

M: Dröfn frá Fögrubrekku

Eig: Einar Guðni Þorsteinsson 


Unglingar    

1. Þuríður Inga Gísladóttir 13 ára

Hrappur frá Lindarholti 18v rauður

M: Nótt frá Hömrum 2

F: Kolgrímur frá Kjarnholtum

Eig: Soffía Gísladóttir   

   
2. Harpa Rún Jóhannsdóttir 14. ára

Straumur frá Írarfossi, brúnn 12v.

M: Orka frá Írarfossi

F: Sproti frá Hæli

Eig: Harpa og Hjördís Rut   

   
3. Kristín Erla Benediktsdóttir 16. ára

Stirnir frá Halldórsstöðum 13v rauðstj.

F: Roði frá Múla

M: Svala frá Halldórsstöðum

Eig: Ásbjörn H. Árnason   


4. Þorsteinn Björn Einarsson 15 ára

Dropi frá Ytri Sólheimum rauðstj, 9v

M: Elding frá Eyvindarmúla

F: Hvammur frá Norður Hvammi

Eig: Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir   

   
5. Elín Árnadóttir 13. ára

Dalvör frá Ey jarpskjótt nösótt 7v

F:Baugur frá Víðinesi

M: Jörp frá Ey

Eig: Jóna Þórey og Brynjar Jón Sveinsson


6. Erna Guðrún Árnadóttir 14 ára

Viktor  frá Grímsstöðum 9v rauðstj.

F: Víglundur frá Vestra Fíflholti

M: Sædís frá Grímsstöðum

Eig: Guðlaugur U. Kristinsson.   

   
7. Birta Guðmundsdóttir 14 ára

Kaleikur frá Skálakoti 4v móálóttur

F: Keilir frá Miðsitju

M: Syrpa frá Skálakoti

Eig: Guðmundur Viðarsson   

   
8. Kolbrún Sóley Magnúsdóttir

Draumadís frá Fornusöndum 5v

F:Hreimur frá Fornusöndum

M: Frigg frá Ytri Skógum  


Karlaflokkur

1. holl

1. Kolskeggur frá Hlíðartungu 12v jarp

M: Klara frá Hlíð 1

F: Demantur frá Miðkoti

Eig: Elín Árnadóttir

Knapi: Árni Gunnarsson    


2. Óðinn frá ytri Skógum rauður 7v

F: Höður frá Ytri Skógum

M: Þerna frá Ytri Skógum

Eig: Siggi og Kidda

Knapi: Hlynur Guðmundsson    

    
3. Brá frá Holti 5v jörp

F: Klængur frá Skálakoti

M: Beikja frá Holti

Eig: knapi

knapi: Ásmundur ÁsmundssonKvennaflokkur

1. holl

1. Klóni frá Sólheimakoti brúnn 7v

F: Húni frá Hrafnhólum

M: Fjöður frá Sólheimakoti

Eig: Knapi

Knapi: Andrína G. Erlingsdóttir    

    
2. Gulltoppur frá Álftagróf ljósaskjóttur 16v

F: Kristall frá Selfossi

M: Stjarna frá Álftagróf

Eig: Emilía Ósk Lorange

Knapi: Linda Lorange    


3. Von frá Núpakoti 15v brún

F: Trausti frá Steinum

M: Stjarna frá Núpakoti

Eig: knapi

Knapi: Jóna Þórey Árnadóttir    


Karlaflokkur

2. holl

4. Festi frá Efstu Grund rauð 6v

F: Þvengur frá Skálakot

M: Perla frá Efstu Grund

Eig: Heiðar Þór Sigurjónsson

Knapi: Hlynur Guðmundsson    


5. Draumur frá Ytri Skógum 12v rauður

F: Hringur frá Brekku

M: Þerna frá Ytri Skógum

Eig: Siggi og Kidda

Knapi: Atli Már Guðjónsson    

    
6. Kengur frá Múlakoti 12v Jarpur

F:

M:

Eig: Hlynur Guðmundsson

Knapi: Þorsteinn Björn Einarsson    


Kvennaflokkur

2. holl

4. Vænting frá Eyjarhólum leirljós 4v

F: Andvari frá Ey

M: Folda frá Eyjarhólum

Eig: Sindri og Halldóra

Knapi: Vilborg Smáradóttir    

    
5. Lúkas frá Stóru Heiði brúnn 14v

F: Trausti frá Steinum

M: Brá frá Reyni

Eig: Sigríður D. Árnadóttir

Knapi: Ásta Alda Árnadóttir    

    
6. Bjarmi frá Sólheimakoti jarptoppóttur 6v

F: Skrúður frá Framnesi

M: Kapitola frá Hofsstöðum

Eig: knapi

Knapi: Andrína G. Erlingsdóttir    


Karlaflokkur

3. holl

7. Fíóna frá Skálakoti.

F:

M:

Eig: Knapi

Knapi Ásmundur Ásmundsson    


8. Sproti frá Ytri Skógum brúnn 7v

F: Orri frá Þúfu

M: Freyja frá Ytri Skógum

Eig: Ingimundur Vilhjálmsson

Knapi: Hlynur Guðmundsson    

    
Kvennaflokkur úrslit     

    
Karlaflokkur

4. holl

9. Kliður frá Efstu Grund rauður 6v

F: Kvistur frá Hvolsvelli

M: Kvika frá Hvassafelli

Eig: Knapi

Knapi: Hlynur Guðmundsson    

    
10. Foss frá Vík brúnblesóttur 8v

M: Blesa frá Núpakoti

F: Magni frá Prestbakka

Eig: Árni Gunnarsson

Knapi: Árni GunnarssonKarlaflokkur úrslit

24.02.2012 11:59

Reiðnámskeið !!


Jæja nú eru flestir búnir að taka inn reiðhestana og byrjaðir að hreyfa þá svo það er ekki seinna að vænna en að drífa sig og fákinn á reiðnámskeið hjá Magnúsi Lárussyni !!

Haldið verður þriggja daga reiðnámskeið við hesthúsið í Eyjarhólum
miðvikudagana 14. mars, 28. mars og 11. apríl.

Það fara rúmlega 5 klst í hvern dag og planið er að byrja kl 13 og vera búin fyrir kvöldmat.
Hámarks fjöldi nemenda er 12 manns.
Verðið fer eftir fjölda þátttakenda. 
Dæmi um verð er t.d. svona:  12 manns = 15 þús kr á mann fyrir alla dagana
                                                8 manns = 22,500 kr á mann fyrir alla dagana

Námskeiðið hentar fyrir knapa á öllum stigum, sama hvort þú ert nýbyrjaður eða reynslubolti  emoticon

Skráning er hjá Dóru í s: 895-5738 eða dorajg@simnet.is

Skráningafrestur er til 7. mars og greiða þarf gjaldið inn á reikning félagsins 317-26-100622 kt: 540776-0169   Endanleg upphæð ræðst af fjölda þátttakenda eins og kemur fram hér ofar.

Kær kveðja
Ferða- og fræðslunefnd

20.02.2012 23:50

Fræðslukvöld

Þriðjudagskvöldið 28. febrúar nk ætlar ferða og fræðslunefnd að standa fyrir "fræðslukvöldi" í Skálakoti.

Þeir frændur Guðlaugur Antonsson og Pétur Halldórsson ætla þá að mæta og ausa úr skálum visku sinnar um ýmislegt sem tengist hrossarækt.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis fyrir félaga í hmf Sindra enn nokkrar krónur rukkaðar af öðrum.

Nánar auglýst er nær dregur, vonumst til að sjá sem flesta

fh ferða og fræðslunefndar
Lára


20.02.2012 12:22

2. Vetrarmót

2. Vetrarmót af þremur verður haldið
Laugardaginn 25. febrúar 2012, kl 14:00

á Péturseyjarvelli.

Keppt verður í:

Pollar, börn, unglingar, konur og karlar (í þessari röð)

Skráningargjöld 1000 kr í kvenna- og karlaflokki á hvern knapa.

Greiðist fyrir keppni.

Keppnin er öllum opin en einungis Sindraknapar safna stigum milli móta. Veitt verðlaun fyrir 1,2 og 3 sæti í öllum flokkum á hverju móti. 3 hestar inn á í einu. Riðið skal hægt tölt c.a. 1-2 hring og fegurðar tölt 1-2 hringi í öllum flokkum nema pollaflokk þar sem riði er frjálst. (riði er eftir þul í öllum flokkum)

Æskilegt að skráningar komi fyrirfram til Petru í síma 8660786 eða á netfangið solheimar2@gmail.com fyrir miðnætti fimmtudaginn 23. febrúar.

Eftir að keppni hefst í hverju flokki fyrir sig, er ekki tekið við skráningu.

Stigagjöf er með eftirfarandi hætti:

1 sæti = 12 stig

2 sæti = 10 stig

3 sæti = 8 stig

4 sæti = 7 stig

5 sæti = 6 stig

6 sæti = 5 stig

7 sæti = 4 stig

8 sæti = 3 stig

9 sæti = 2 stig

10 sæti = 1 stig


Mótanefnd.

 

20.02.2012 12:19

Kortasjá

Kæru félagar endilega kíkið á tengilinn hér til hliðar sem nefndur er Kortasjá þarna er kortagrunnur sem veruleg vinna hefur farið í undanfarin ár við skráningu reiðleiða um landið með GPS hnitum og fleiru.


 

08.02.2012 16:32

AÐALFUNDUR


Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn föstudaginn 24. febrúar 2012 Kl 20:30.

Fundurinn er haldinn í Skálakoti.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin


 

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33