Sælt veri fólkið.
Nú fer að líða að aðalfundi Hestamannafélagsins Sindra sem haldinn verður föstudaginn 24. febrúar. Svo takið endilega kvöldið frá.
Nú langar okkur hjá stjórn að kalla eftir tilnefningum frá ykkur um efnilegasta íþróttamann ársins og íþróttamann ársins.
Hafa ber í huga að þegar verið er að velja í þetta þá er stuðst við reglugerð um íþróttamann ársins og efnilegasta íþróttamann ársins hjá USVS
1. grein
Íþróttamaður ársins og efnilegasti íþróttamaður ársins skulu valin árlega af sambandsráði USVS.
2. grein
Þeir sem eru félagar í aðildarfélögum USVS og eiga lögheimili á félagssvæði aðildarfélaga USVS koma einir til greina
3. grein
Taka skal tillit til allra íþróttagreina jafnt.
4. grein
Hvert aðildarfélag tilnefni einn einstakling til kjörsins íþróttamaður ársins og að minnsta kosti einn efnilegasta íþróttamann ársins. Hverri tilnefningu skal fylgja skrifleg greinargerð. Við valið skal einkum taka tillit til eftirfarandi:
a) Afreka (hér er átt við afrek unnin á mótum á vegum USVS eða í hverri annarri opinberri íþróttakeppni)
b) Framfara
c) Ástundunar, framkomu og reglusemi
5. grein
Verðlaunahafar fá til varðveislu farandbikara og einnig eignabikara.
Samþykkt á 25. ársþingi USVS á Kirkjubæjarklaustri 27. mars 1994. Breytingar á ársþingi 2002. Breytt 2004
Ef þið hafið áhugaverðar ábendingar þá endilega hafið samband við annað hvort Vilborgu (netfang: isbud@simnet.is ) eða Petru (netfang: solheimar2@gmail.com ).
Með félagskveðju
Formaður