Folaldasýning hmf Sindra 2011
Folaldasýning hmf Sindra 2011 verður haldin 20. Nóvember n.k. í Skálakoti.
Sýningin hefst stundvíslega kl 11:00.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu fimm sætin í annarsvegar flokki merfolalda og hinsvegar flokki hestfolalda.
Verðlaun fyrir fyrsta sætið eru glæsileg m.a. farandbikar, eignabikar og folatollur undir hátt dæmdan 1. Verðlauna stóðhest.
Súpusala í betristofunni og happdrætti fyrir alla.
Einnig verður ungfolasýning 2-3 vetra fola eftir matarhléið, þar gefst félagsmönnum færi á að auglýsa fola sína. Sömu reglur gilda um skráningu ungfola og folalda. (sjá hér að neðan) .
Skráningargjald á folald er kr 1000.
Vinsamlegast leggið inná reikning 317-26-100622, kennitala 540776-0169 og sendið staðfestingu á dorajg@simnet.is.
ATH skráning ekki gild fyrr enn greiðsla hefur borist.
Skráning er til miðnættis 15. nóvember n.k. hjá Dóru á e-mailið dorajg@simnet.is og síma 895-5738.
Athugið að folald þarf að vera skráð í Feng, vera í eigu félagsmanns og vera örmerkt.
Með kveðju
Ferða og fræðslunefnd.