Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2011 Ágúst

17.08.2011 22:15

Sumarreiðtúr

Lagt verður af stað í sumarreiðtúr frá Sólheimakoti kl 20:00 laugardagskvöldið 20.08.2011. Andrína verður fararstjóri og ætlar að taka góðan c.a. 2 tíma túr um holt og hæðir. Fjölmennum í síðasta sameiginlega túr sumarsins og ekki er verra að láta vita af þátttöku á e-mailið isbud@simnet.is

Ferða- og fræðslunefnd

14.08.2011 15:44

Síðsumarleikar Sindra- endanleg dagskrá

SÍÐSUMARLEIKAR
HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA 

Verða haldnir sunnudaginn 21. Ágúst 2011 og hefjast kl 14:00 á Sindravelli.

Öllum opin þátttaka jafn Sindrafélögum sem öðrum. Aðgangur ókeypis og engin skráningargjöld

Dagskrá:
Smali (0-12 ára)
Smali (12-18 ára)
Lull er gull (18.ára og eldri)
Bjórreið (20.ára og eldri)
Kappreiðar (16.ára og eldri)
-100m skeið m fljótandi starti
-150m skeið
-250m skeið
-300m brokk
-300m stökk

Veitt eru verðlaun fyrir 1,2 og 3 sæti í öllum greinum.

Smali:
keppendur fara þrautabraut á tíma og fá refsistig fyrir að t.d fella keilur og sleppa úr þraut.
Lull er gull:
Keppendur þurfa að láta hest sinn sýna lull að lágmarki 2 langhliðum og er fylgst með að það sé. Dómarar velja svo bestu 3 keppendurna.
Bjórreið:
Svipuð uppbygging og í smala en til viðbótar þarf knapi að halda á fullu bjórglasi sem er vigtað fyrir og eftir. Tími gildir til úrslita en knapi fær á sig refsistig við að sleppa úr þrautum, fella keilur og þ.h ásamt því að hella úr glasinu.
Kappreiðar:
Eru með hefðbundnu sniði að því undanskyldu að ekki eru startbásar að þessu sinni.

Hægt er að skrá sig á netfangið solheimar2@simnet.is  og einnig á staðnum fram að keppni.
Ekki verður keppt í grein nema það séu lágmark 3 keppendur  skráðir.

Hlökkum til að sjá sem flesta bæði unga og aldna. Endum sumarið á skemmtilegann hátt.

Síðsumarsleikanefnd.

09.08.2011 00:55

Síðsumarleikar Sindra

Til stendur að halda síðsumarleika Sindra

Fyrir valinu varð Sunnudagurinn 21.ágúst 2011 kl 14:00
Þetta er eini dagurinn sem kemur til greina í ágúst vegna annarra móta og uppákoma.

Hugsunin er að hafa grín, glens og gleði að leiðarljósi og ljúka sumrinu á skemmtilegann hátt.
 
Dagskráin er í mótun en hún lítur í stórum dráttum út svona

14:00 smali 1. (0-12 ára)
14:30 smali 2 (12-18 ára)
15:30 lull er gull (18 ára og eldri)
16:00 Bjórreið (20 ára og eldri)
17:00 kappreiðar (16 ára og eldri)

Þetta er okkar hugmynd. Hins vegar eru hugmyndir vel þegnar. .Þetta á að vera opið öllum sem vilja vera með og kostar kr 0. Nánanri útfærsla keppnisgreina verður auglýst þegar nær dregur.
Verðlaun í boði fyrir 1-3 sæti í öllum flokku.
Þær kappreiðagreinar sem í boði verða munu verða auglýstar síðar

Ljúkum nú sumrinu með smá gríni og glensi
með félagskveðju
áhugamenn og konur um síðsumarleika Sindra

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33