Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2011 Júní

24.06.2011 14:31

Íslandsmót í hestaíþróttum á Selfossi.

 
 
 

 

Íslandsmót í hestaíþróttum 2011 á Selfossi.

 

Selfossi 23 júní 2011.

 

Ágæti formaður

 

Hér koma  upplýsingar vegna Íslandsmóts fullorðinna 2011.

 

Íslandsmót í hestaíþróttum 2011 verður á Selfossi  í boði Hestamannafélagsins Sleipnis.   Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 13-16 júlí nk.  Undirbúningur fyrir mótið hefur staðið frá því sl. vetur og hafa töluverðar framkvæmdir verið á Brávöllum nú í vor og sumar.  Sveitarfélagið Árborg kemur myndarlega að mótinu en félagið fékk 7 milljónir króna  til framkvæmda á svæðinu.    Svæði Brávalla hefur verið byggt upp í samstarfi hestamannafélagsins og sveitarfélagsins.  Frá síðasta Íslandsmóti hefur verið byggð reiðhöll á svæðinu sem gerir aðstöðu félagsins enn betri en áður.  

Tilkoma reiðhallarinnar hefur verið mikil lyftistöng í starfi félagins.  Frá því að hún var tekin í notkun hafa verið nær daglega námskeið og annað fræðlsustarf í gangi í húsinu fyrir bæði unga sem aldna.  

 

Skráning á mótið fer fram hjá aðildarfélagi hvers keppanda.  Aðildarfélagið skráir síðan sína keppendur  á mótið í gegnum sportfengur.is skráningargjaldið er kr. 5.000- fyrir hverja grein og greiðist við skráningu.   Síðast skráningardagur er 7. Júlí nk.  Hvert aðildarfélag ber ábyrgð á greiðslu fyrir sína keppendur. 

 

Fylgist með á sleipnir.is  þar sem frekari fréttir verða settar inn jafnóðum.

 

Verið velkomin til okkar Sleipnismanna á Brávelli, við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

Margrét K. Erlingsdóttir 

Fjölmiðlafulltrúi Íslandsmóts.

s. 862-9354

23.06.2011 08:23

Félagsferð Sindra 2011

EIN MEÐ ÖLLU

 

FÉLAGSFERÐ HMF SINDRA 2011

 

Verður farin helgina 5-7 ágúst,  stefnan tekin austur í Skaftártungu og gist verður í Tunguseli.

 

Föstudagur; riðið frá Vík og austur í Skaftártungu.

Laugardagur; útreiðatúr um svæðið

Sunnudagur; riðið til Víkur

 

Kostnaði stillt í hóf (innifalið í þátttökugjaldi verður m.a. fullt fæði, húsnæði ofl)
SKULDLAUSIR FÉLAGAR í hmf Sindra, fá ferðina niðurgreidda að hluta.

 

ÞÁTTTAKA TILKYNNIST EIGI SÍÐAR ENN 16. JÚLÍ 2011.

Við skráningum taka;

Árni í síma 8939438,

Hlynur í síma 8481580,

Sigga Lóa i síma 8983541.

F.h. hmf Sindra,

Ferða og fræðslunefnd.
 

 

21.06.2011 13:47

Kvöldreitúr

Fyrsti kvöldreiðtúr sumarsins verður föstudaginn 24. júní.


Riðin verður hringur inn með fjalli fyrir ofan Hrútafell og fram með hlíðum Rauðafells meginn.


Mæting kl 20:30 við Hrútafell


Nánari upplýsingar  gefur Sivi á Efstu-Grund í síma 8450980


 

Ferða og fræðslunefnd.

15.06.2011 23:33

Auglýsing.

Góðan daginn
 
Eru einhverjir sem hafa áhuga á að styrkja hestamannafélagið um vinnu sína á landsmóti eða í versta falli styrkja sjálfa sig í að komast á landsmótið?
Ef þetta er eitthvað sem þið hafið áhuga á endilega hafið samband við petur í síma 866-0786
eða á e-mailið solheimar2@simnet.is
 
Sjá eftirfarandi:

Landsmót Hestamanna 2011

Skagafirði

 

Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti Hestamanna:

 

 • Viðmiðið eru 10-20 vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
 • Það er ekki verra að fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
 • Vaktirnar eru á bilinu 6-10 klst.
 • Styrkurinn er 1.500kr fyrir hverja unna klukkustund.
 • Hestamannafélögin fá styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra vinnu eftir mót.
 • Miðað er við að starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
 • Þau störf sem um ræðir eru meðal annars:       
  • Stóðhesthús
  • Móttaka hrossa
  • Skrifstofa
  • Upplýsingamiðstöð
  • Hliðvarsla
  • Fótaskoðun
  • Kaffivaktin
  • Ýmis vinna á svæði

 

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com.
 
Bestu kveðjur,
 
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
GSM:868-4556

15.06.2011 21:35

Lesning fyrir Landsmótskeppendur

Reykjavík, 01. júní 2011

 

Til hestamannafélaga á Íslandi vegna Landsmóts hestamanna 2011

 

Ágæti formaður / stjórn.

 

Bréf þetta ásamt meðfylgjandi upplýsingariti er sent til allra hestamannafélaga landsins

vegna Landsmóts hestamanna sem fram fer dagana 26. júní til 3. júlí á Vindheimamelum í

Skagafirði. Tilgangurinn er að veita helstu upplýsingar um skipulag, keppni, og fleira er við

kemur mótinu svo að undirbúningur og samskipti vegna hestamannafélaga geti gengið eins

vel og kostur er. Forráðamönnum hestamannafélaga er eindregið bent á að fylgjast með

heimasíðunni www.landsmot.is til frekari upplýsingaöflunar.

Sérstaklega er bent á hnappinn knapar/ræktunarbú undir slóðinni:

 

http://www.landsmot.is/is/page/keppendur

 

Undir þeirri slóð er að finna allar helstu upplýsingar er lúta að keppnishaldi, s.s. fótaskoðun

og dýralæknaskoðun hesta sem eru að taka þátt á mótinu og síðast en ekki síst skráning

keppenda og hrossa frá hestamannafélögunum í Sportfeng(var Mótafengur) undir slóðinni:

 

www.sportfengur.com.

Mikið og gott starf hefur verið unnið og er í vinnslu af hálfu rekstraraðila svæðisins, Gullhyls

ehf.

Mótsvæðið er að verða hið glæsilegasta og mun mótstjórn Landsmóts einnig leggja sitt af

mörkum til að mótið verði sem veglegast og hestamennskunni í landinu til sóma.

Ætlunin er að hafa veglegt barnaleiksvæði með gæslu þar sem börnunum verður boðið upp á

fjölbreytta leiki, karókíkeppnir, skemmtiatriði og afþreyingu og fl.

Lagt verður mikið upp úr því að vera með skýra upplýsingamiðlun til áhorfenda m.a. með

risaskjá sem staðsettur er við keppninsvöllinn. Nú a vordögum var gerður samningur við

Mílu, og boðið verður upp á þráðlausa nettenginu á svæðinu.

Þess má einnig geta að í boði eru hjólhýsa-/vagnastæði fyrir 300 bíla og fellihýsi með aðgengi

að rafmagni. Mjög margir hafa verið að nýta sér þessa þjónustu í gegnum netmiðasöluna en

þar er einnig hægt að versla og panta sérstök stúkusæti.

Það er von undirritaðrar að góð stemning sé fyrir þátttöku félaga ykkar á mótinu og að

hestamenn fjölmenni á 19. Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í sumar.

Þess má geta að áætlað er að halda knapafund sunndaginn 26. júní kl 10:00 fyrir börn og

unglinga og kl 20:00 fyrir ungmenni og fullorðna.

Með vinsemd og virðingu,

_______________________________________________

Oddrún Ýr Sigurðardóttir

Landsmót hestamanna ehf.

 

Sjá fylgigögn:

 

- Fyrirkomulag keppnisgreina

- Dagskrá keppnishluta Landsmóts 2011 sjá heimasíðu

 

http://www.landsmot.is/static/files/Dagskra/dagskra-2011-isl.pdf

 

- Klár í keppni

- Gátlisti fyrir járningar keppnishrossa á landsmóti


Fótaskoðun á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum

2011 og ábendingar varðandi undirbúning.

Járningamannafélag Íslands mun hafa umsjón með fótaskoðun á Landsmóti hestamanna

2011 ein og tíðkast hefur á undanförnum landsmótum. Járningamannafélagið vill hvetja

aðstandendur hestamannafélaga að kynna sér vel þær vinnureglur sem fótaskoðunarmenn

járningarmannafélagsins hafa viðhaft og jafnframt reyna að framfylgja þeim við úrtökur fyrir

LM 2011 þannig að samræmi náist milli úrtakanna og landsmótsins sjálfs. Knapar, eigendur

eða umráðamenn þeirra keppnishesta sem tefla á fram eru einnig hvattir til að yfirfara vel

járningar og fótabúnað hesta sinna fyrir úrtökur og mót og vera búnir að kynna sér helstur

atriði sem farið er eftir við mat á járningu og fótabúnaði. Hægt er að nálgast reglur um

járningar og fótabúnað á heimasíðu LH og FEIF.

http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf

http://www.feiffengur.com/documents/fipo2011.pdf

Vinnureglur JÍ við fótaskoðun

Við hvetjum alla þá sem eru í minnsta vafa varðandi lögmæti járninga, hlífa/fótabúnaðar að

láta taka út bæði hest og búnað fyrir keppni, tímasetning auglýst nánar síðar. Þessar

skoðarnir eru eingöngu framkvæmdar af skoðunarmönnum mótsins, þ.e.

járningarmannafélaginu. Fótaskoðun fer fram við brautarenda og þegar hestur hefur lokið

keppni og er knapa skylt að ríða beina leið af velli að fótaskoðunarstað. Með þessu

fyrirkomulagi, þ.e.a.s. þegar skoðað er eftirá, geta knapar einbeitt sér að upphitun hesta

sinna og minni hætta er á að hlífðarbúnaður sem oft er vandlega búið að ganga frá losni

þegar komið er inn á völlinn. Skylt verður að mæta í fótaskoðun, en ef knapi ríður framhjá

fótaskoðunarmanni á þess að láta skoða hest sinn eða búnað má búast við að sýning hans

verði gerð ógild.

Fótaskoðunarmenn mæla hlífðarbúnað (hófhlífar, legghlífar), lengd hófa, skeifur (breidd,

þykkt) og botna. Mælingar eru farmkvæmdar með skífumáli, eða sérgerðum hóf- og

skeifnamæli (blondie). Hlífar og annar fótabónaður eru mældar með nákvæmri og góðri vog.

Ábendingar um helstu atriði (gátlisti fyrir járningar keppnishesta eða

undirbúning fyrir úrtöku eða landsmót).

 Lengd hófa. Hófar mega að hámarki vera 9,5 cm. Mælt er á tá hófs frá hófhvarfi (þar

sem harður hófur byrjar) og niður að neðsta punkti hófveggjar fyrir miðri tá.

Undatekning er á þessari reglu ef hestur er 145 cm eða hærri á herðakamb mælt með

stöng en þá er leyfilegt að hófar mælist 10 cm langir. Sönnun þarf þó að liggja fyrir

um hæð ef þessari undatekningu er beitt með annaðhvort útprentun frá

kynbótadómi eða vottorði frá dýralækni.

 Járningar og skeifur. Hestar skuli vera járnaðir á öllum fjórum fótum og vandað skal

til járninga eins og unnt er. Skeifur eiga að vera samstæðar og úr sama efni. Hámarks

þykkt skeifna er 10 mm og hámarks breidd 23 mm. Ef notaðir eru botnar er hámarks

breidd 8 mm en leyfilegt er að nota 10 mm skeifur með krönsum án fylliefna. Pottun

skeifna er óheimil sem og ásoðnar viðbætur s.s. ásoðnir auka uppslættir.

 Botnar og kransar mega vera að hámarki 5 mm, fleygbotnar mega vera að hámarki

2 mm í tá og 8 mm í hæl. Ef krans er tengdur saman í hæl má tengingin ekki vera

meiri en 20 mm breið.

 Fylliefni. Leyfilegt er að nota öll þau fylliefni sem til eru á markaði og ætluð eru til

notkunar undir hófa hesta og hefð er fyrir að nota s.s sílikon. Ef notað er fylliefni og

net án botns er leyfilegt að fylla niður að neðri brún skeifu en ef botn er notaður með

fylliefni t.d. netbotn, má einungis fylla upp þar sem botn nemur.

 Hlífðarbúnaður. Hófhlífar og annar hlífðarbúnaður má að hámarki vega 250 gr. Ekki

er leyfilegt að nota aðrar þyngingar.

Komi upp ágreiningur um einstaka mál varðandi fótaskoðun skulu yfirdómari, yfirmaður

fótaskoðunar og dýralæknir móts skera úr um framvindu mála.

ATH. Einungis eru talin upp helstu atriði sem höfð eru til viðmiðunar en ekki er verið að túlka

heildar reglurnar.


Fyrirkomulag keppnisgreina

Eðli máls samkvæmt er keppt eftir reglum LH. Mótstjóri er Sigurður Ævarsson og skal beina

fyrirspurnum til hans um atriði er varða þátttökurétt og annað sem tengist keppninni. Hægt

er að senda fyrirspurnir til hans á landsmot@landsmot.is eða símleiðis í 898-3031. Tvö

dómaragengi verða starfandi á mótinu sem skipta keppnisgreinum gæðingakeppninnar á

milli sín. Stefnt er á að nota Kappa sem aðaltölvukerfi mótsins ef ekki koma fram alvarleg

vandamál við notkun kerfisins í úrtökumótum félaganna.

Þátttaka í keppnisgreinum

A og B flokkur gæðinga, ungmenna-, unglinga- og barnaflokkur.

Um þátttökurétt í þessum flokkum gilda reglur LH. Eins og flestum er kunnugt verða sömu

viðmið í gildi varðandi gæðingakeppni eins og verið hefur á síðustu landsmótum. En þær eru

að á bak við fyrsta keppanda þarf 125 félaga. Fyrir tvo keppendur þarf 126 - 250, fyrir þrjá

keppendur þarf 251 - 375 osfrv. Til viðmiðunar getur hvert hestamannafélag skráð einn

varahest fyrir hverja fjóra keppnishesta. Þ.a. að félög með færri keppnishesta fá að skrá einn

og félög með 4-8 hesta 2 osfrv. Í forkeppni LM 2011 eru þrír keppendur inn á vellinum í einu,

30 efstu ávinna sér rétt til þátttöku í milliriðlum og síðan eru 8 hesta B úrslit og 8 hesta A

úrslit.

Töltkeppni og skeiðgreinar

Tölt

30 bestu tölteinkunnir á landinu veita rétt til þátttöku.

100 metra fljúgandi skeið

20 bestu tímarnir á landinu veita rétt til þátttöku.

150 metra skeið

14 bestu tímarnir á landinu veita rétt til þátttöku.

250 metra skeið

14 bestu tímarnir á landinu veita rétt til þátttöku.

Einungis gildir árangur í tölti og skeiðgreinum á löglegum mótum þar sem keppt er skv.

reglum LH á árinu 2011 þar til skráningarfrestur rennur út. Í tölti og skeiðgreinum (150 m og

250 m) geta knapar verið með fleiri en einn hest. Í 100 m fljúgandi skeiði getur hver knapi

aðeins verið með einn hest á LM svo að ekki komi til óþarfa tafa í þessum dagskrárlið.

Skráningar

Notast verður við Sportfeng við skráningar keppnishesta og er slóðin www.sportfengur.com.

Bændasamtök Íslands hafa útbúið sérstaka aðgangsstýringu vegna landsmótsins fyrir

Sportfeng. Þannig getur aðilarfélag einungis skráð keppendur frá sínu félagi. Allir hestar

þurfa að vera skráðir í WorldFeng til þess að hægt sé að skrá viðkomandi. Athuga þarf

sérstaklega að hesturinn sé skráður á réttan eiganda að öðrum kosti koma upp vandamál við

skráninguna vegna tengingar við WorldFeng.

Öll félög hafa fengið sent lykilorð frá skrifstofu LH. Almennur skráningarfrestur er til 18. júní

fyrir A og B flokk gæðinga, ungmenna-, unglinga- og barnaflokk. Á miðnætti þann 18. júní

rennur út frestur til að ávinna sér rétt til þátttöku í tölti og skeiðgreinum.

Formaður hvers hestamannafélags er ábyrgur fyrir skráningu keppanda viðkomandi félags.

Einn aðili þarf að annast skráningarnar. Inni í Sportfeng skal velja mót númer IS 2011LM0053

En athugið að ekki er hægt að skrá varahesta í gegnum Sportfeng heldur þarf að skila öllum

upplýsingum um þá á netfangið: skraning@landsmot.is

Eyþór Jón Gíslason fer með samskipti við hestamannafélögin fyrir hönd LM 2011 vegna

skráninga á netfangið skraning@landsmot.is. Unnt er að senda fyrirspurnir til Eyþórs á þetta

netfang ef spurningar vakna vegna skráninganna.

Engar undantekningar verða gerðar á skráningarfresti.

Gríðarlega mikilvægt er að vandað sé til skráninga vegna þess skamma tíma sem er frá

síðasta skráningardegi til upphafs mótsins.

Skráningargjöld og greiðsla skráningargjalda

Skráningargjald á LM 2011 fyrir hvern keppanda í hverri grein er kr. 5.000. Skráningar eru

ekki teknar gildar nema að skráningargjald hafi verið greitt. Mælt er með því að greitt sé

samdægurs eða næsta virka dag eftir skráningu. Mjög mikilvægt er að send sé kvittun og

fram komi í texta fyrir hvaða félag er verið að greiða. Allir netbankar bjóða upp á að sendur

sé tölvupóstur sem kvittun og skal senda afrit á netfangið: skraning@landsmot.is

Vinsamlegast notið eftirfarandi upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda:

Landsmót hestamanna ehf.

Engjavegur 6 - 104 Reykjavík

kt. 501100-2690

Banki 515 - 26 - 5057

Aðstaða fyrir keppnishross og ferðahross

Hólf fyrir keppnishross verða í boði á svæðinu. Þar geta keppendur haft sinn gistibúnað í

nálægð við sín hross. Bent skal þó á að möguleiki er einnig á að hafa samband við

hrossabændur á svæðinu með aðstöðu (sjá heimasíðu landsmóts). Sjá nánar yfirlitsmynd

athafnasvæðis á heimasíðu undir hnappnum knapar/ræktunarbú. Við öll hólf verður auðvelt

að nálgast vatn og þar verður möguleiki að kaupa hey. Hólfin verða afmörkuð fyrir félögin

sem geta sótt um svæði á landsmot@landsmot.is en nauðsynlegt er að keppendur komi með

efni til að girða reiti af og litlar rafstöðvar.

Vert er að geta þess að öll hross á svæðinu eru þar á ábyrgð eigenda sinna, sama hvað kann

að koma upp á og ættu því hestaeigendur að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt því.

Þátttaka hestamannafélaga í setningarathöfn

Hópreið hestamannafélaga verður fimmtudagskvöldið 30. júní en þá fer setningarathöfn

mótsins fram. Að venju verða meðal þátttakenda fulltrúar hestamannafélaganna og samtaka

og félaga sem tengjast hestamennskunni.

Það er von mótstjórnar LM 2011 að hestamannafélögin sjái sér fært að taka myndarlega þátt

í þessum ómissandi þætti allra landsmóta. Hvert hestamannafélag þarf að tilnefna

hópreiðarstjóra og senda á netfangið: hnjukahlid@simnet.is. Þátttaka í hópreiðinni miðast

við að hvert félag hafi einn fánabera og að lágmarki fimm reiðmenn í röð. Fjöldi frá hverju

félagi þarf því að taka mið af þessari uppsetningu, t.a.m. 6 þátttakendur, 11, 16, 21 osfrv.

Allir þátttendur hópreiðar skulu vera í félagsbúningi viðkomandi félags.

Stjórnendur hópreiðar verða: Hjörtur Karl Einarsson, sími: 861 9816

Hjörtur Karl útfærir endanlegt fyrirkomulag hópreiðarinnar. Senda má þeim fyrirspurnir á

netfangið hnjukahlid@simnet.is


Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2011

"Klár í keppni"

Öll hross sem keppa í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2011

skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni.

Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun.

Skoðunin skal fara fram 2 - 24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni. Fyrir milliriðla og

úrslit fer skoðunin fram einum til tveimur tímum fyrir keppni.

Ábyrgðardýralæknir mótsins hefur yfirumsjón með þessum skoðunum og öðru sem snertir

dýravernd á mótinu. Hann skal ævinlega kallaður til ef vafi leikur á hvort hestur sé hæfur til

keppni og veita dómurum ráðgjöf eftir þörfum.

Heilbrigðisskoðunin felur í sér eftirfarandi atriði:

1. Skoðun á almennu ástandi (holdafari, eitlum, öndun auk líkamshita og hjartahljóða ef

ástæða er til)

2. Fætur þreifaðir og heltiskoðun (hreyfingar á feti og brokki á hörðu undirlagi)

3. Skoðun á munni (fremsti hluti munnsins án deyfingar)

Ef einhver eftirfarandi atriða finnast er hestur dæmdur "óhæfur til keppni" og fær ekki að fara

inn á keppnisvöllinn:

1. Horaður (undir 2,5 í holdastigun), hiti, óeðlileg öndun og hjartahljóð, bólgnir eitlar

2. Helti, bólga í sinum og liðum, dýpri sár, aumir hófar

3. Umfangsmikil, djúp eða krónísk sár í munni

4. Annað sem að mati dýralæknis mótsins gerir hross óhæft til keppni

Ákvörðun um að hestur sé "óhæfur til keppni" er tekin af ábyrgðardýralækni mótsins. Hestur

sem hefur verið dæmdur "óhæfur til keppni" í einni grein má ekki keppa í neinu öðru né koma

fram á nokkurri sýningu á sama móti.

Nánari útfærsla

Heilbrigðisskoðanir verða á gamla vellinum fyrir norðan aðalvöllinn á eftirfarandi tímum:

Sunnudagur 26. júní kl 12.00 - 16.00: Skoðun hesta fyrir ungmennaflokk og B fl. daginn eftir.

Mánudagur 27. júní kl 08.00 - 16.00: Skoðun hesta fyrir forkeppni.

Þriðjudagur 28. júní kl 08.00 - 14.00: Skoðun hesta fyrir forkeppni Afl. og milliriðla B fl.

Miðvikudagur 29. júní kl 10.00 - 21.00: Skoðun fyrir milliriðla ungmenna og A fl. auk skeiðgreina

og forkeppni í tölti.

Fimmtudagur 30. júní kl 14.00 - 17.00: Skoðun fyrir forkeppni í tölti.

Föstudagur 1. júlí kl 12.00 - 22.00: Skoðun fyrir úrslit.

Laugardagur 2. júlí kl 18.00 - 22.00: Skoðun fyrir úrslit.

Sunnudagur 3. júlí kl 08.00 - 15.00: Skoðun fyrir úrslit

Frekari kynning verður á knapafundi sunnudaginn 26. júní kl 20.00.


Góða skemmtun kæru Sindramenn og konur og gott gengi í brautunni.

14.06.2011 21:01

LANDSMÓT 2011

Eftir vel heppnað 60. Hestaþing Sindra um helgina náðu eftirtaldir í farseðill inn á Landsmót í Skagafirði 2011. Þetta eru:

Barnaflokkur:
Þuríður Inga Gísladóttir og Heba frá Ríp
Sif Jónsdóttir og Glódís frá Böðmóðsstöðum.

Unglingaflokkur:
Harpa Rún Jóhannsdóttir og Straumur frá Írarfossi
Kristín Erla Benediktsdóttir og Stirnir frá Halldórsstöðum

A-flokkur gæðinga
Seifur frá Prestbakka, eigandi Örn Orri Ingvason og knapi Hulda Gústafsdóttir
Árdís frá Stóru Heiði, eigandi Hermann Árnason og knapi Guðmundur Björgvinsson

B-flokkur gæðinga:
Kvika frá Kálfholti, eigandi Norður Götur og knapi Orri Örvarsson
Húmvar frá Hamrahóli, eigandi Norður Götur og knapi Örn Orri Ingvason

Við óskum þessum aðilum til hamingju með glæsilegann árangur um helgina  og óskum þeim góðs gengis á Landsmóti 2011.

13.06.2011 22:07

KVENNAREIÐ "með karlanna"

KVENNAREIÐ "með karlanna"


Verður farin þann 16. júní
Í ár verður riðið frá Péturseyjarvelli.

Lagt verður af stað stundvíslega klukkan 19;00.

Fararstjórar verða Andrína og Einar Guðni.

Að loknum reiðtúr verður snæddur síðbúinn kvöldverður í Sindrabúð.

kostnaði stillt í hóf.

þátttaka tilkynnist eigi siðar enn 14. júní til
Árna í síma 8939438 eða Láru í síma 8634310.


fyrir hönd hmf Sindra

Ferða og fræðslunefnd

10.06.2011 01:45

Ráslistar á Hestaþingi

B-flokkur

Kvika frá Kálfholti Orri Örvarsson
Þokki frá Efstu-Grund Kristín Lárusdóttir
Straumur frá Írafossi Harpa Rún Jóhannsdóttir
Stormur frá Egilsstaðakoti Guðbrandur Magnússon
Eva frá Selfossi Hermann Árnason
Ás frá Káragerði Auður Hansen
Flugar frá Hraunbæ Hlynur Guðmundsson
Vinur frá Eyvindarhólum 1 Solveig Sigríður Gunnarsdóttir
Húmvar frá Hamrahóli Örn Orri Ingvason
Elka frá Króki Kristín Lárusdóttir
Dropi frá Stóra-Dal Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir
Íris frá Stóru-Heiði Hermann Árnason
Pollaflokkur
Tinna Elíasdóttir Eldur frá Eyjarhólum
Birgitta Rós Ingadóttir Hrafnhetta frá Þykkvabæ ll
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir Askur frá Sólheimakoti
Eva María Ólafsdóttir Kolbeins Sleipnir frá Akurgerði
Sunna Lind Sigurjónsdóttir Þytur frá Vík
Birna Sólveig Kristófersdóttir Mökkur frá Lækjardal
Barnaflokkur
Jakobína Kristjánsdóttir Þokki frá Norður-Hvoli
Kolbrún Sóley Magnúsdóttir Fluga frá Fornusöndum
Sif Jónsdóttir Sóldís frá Bölmóðsstöðum 2
Þuríður Inga Gísladóttir Heba frá Ríp
Elín Árnadóttir Lúkas frá Stóru-Heiði
Kolbrún Sóley Magnúsdóttir Draumadís frá Fornusöndum
Guðmundur Elíasson Erró frá Stóru-Heiði
Gestur Jónsson Reginn frá Stóru-Heiði
Elín Árnadóttir Foss frá Vík í Mýrdal
Unglingaflokkur
Máni Orrason Hrynjandi frá Selfossi
Þorsteinn Björn Einarsson Dropi frá Ytri-Sólheimum ll
Kristín Erla Benediktsdóttir Klóni frá Sólheimakoti
Heiðar Þór Sigurjónsson Brenna frá Efstu-Grund
Kristín Lilja Sigurjónsdóttir Spuni frá Ytri-Sólheimum ll
Birta Guðmundsdóttir Skæringur frá Skálakoti
Jóna Þórey Árnadóttir Virðing frá Eyvindarhólum 1
Erna Guðrún Ólafsdóttir Hríma frá Ragnheiðarstöðum
Harpa Rún Jóhannsdóttir Straumur frá Írafossi
Þorsteinn Björn Einarsson Stormur frá Ytri-Sólheimum ll
Kristín Erla Benediktsdóttir Stirnir frá Halldórsstöðum
Birta Guðmundsdóttir Hektor frá Forsæti
Heiðar Þór Sigurjónsson Þyrill frá Hvassafelli
Kristín Lilja Sigurjónsdóttir Ketill frá Efstu-Grund
Ungmennaflokkur
Ásta Alda Árnadóttir Kolskeggur frá Hlíðartungu
Björk Smáradóttir Nagli frá Eyjarhólum
A-flokkur
Árdís frá Stóru-Heiði Hermann Árnason
Gustur frá Sólheimakoti Kristín Erla Benediktsdóttir
Kappi frá Eyjarhólum Vilborg Smáradóttir
Brenna frá Efstu-Grund Heiðar Þór Sigurjónsson
Snjall frá Vatnsleysu Orri Örvarsson
Óðinn frá Ytri-Skógum Hlynur Guðmundsson
Þöll frá Vík í  Mýrdal Guðbrandur Magnússon
Seifur frá Prestbakka Hulda Gústafsdóttir

07.06.2011 18:50

60. hestaþing Sindra

Kæru félagar
 
Ég vil minna á að frestur til að skrá hross á okkar 60. Hestaþingi rennur út kl 16:00 á morgun miðvikudaginn 8. júní. Ég hvet sem flesta til að koma og taka þátt til að gera mótið okkar enn veglegra.
Peningaverðlaun eru í Stjörnublikkstöltinu eins og áður en í ár munum við vígja nýjan löglegan íþróttavöll svo mótið mun vera löglegt og safna því knapar punktum í keppninni. Verðlaunapeningar og eignabikarar eru veglegir í ár í tilefni af sextugasta þinginu en Guðrún Sigurðardóttir listakona var fengin til að búa til eignabikarana í ár. 
Einnig erum við afskaplega stolt af svæðinu okkar núna en vallarnefndin hefur af dugnaði og elju umbylt vellinum okkar og m.a. fært dómpallinn á þann stað sem okkur sýnist hann þjóna betur sínum tilgangi.
 
Hlökkum til að eyða frábærri helgi með ykkur, fjölmennum öll ungir sem aldnir:-)
 
Mótanefnd Sindra 
(Dagskrá Hestaþings er hér neðar á síðunni.)

05.06.2011 22:39

Sýningarþjálfun

Sýningarþjálfun fyrir börn, unglinga og ungmenni.

Hún Hulda Gústafsdóttir ætlar, ásamt fríðu föruneyti að koma og vera með sýningarþjálfun fyrir mótið okkar. Mæting á Sindravöll 7. og 8. júní. kl. 15:45. Markmiðið er að fá alla krakkana í einu þessa daga þar sem farið verður yfir hlutina með öllum hópnum og síðan fá þau kennslu eitt í einu. Huldu finnst svo mikilvægt að krakkarnir fylgist hvert með öðru á meðan á einkakennslu stendur. Það fer allt eftir því hvað margir nýta sér þetta hvað kennslan stendur lengi hverju sinni.
Sjáumst á Sindravelli
Kveðja reiðskóla- og æskulýðsnefnd.

04.06.2011 09:34

Ótitlað

Reiðskólasýning

Reiðskólasýning hestamannafélagsins Sindra verður á blettinum við atvinnuhúsnæði Jóa smiðs (gamla Nýland) og hefst klukkan 13:00. Þar munu krakkarnir úr reiðskólanum stíga á bak og sýna okkur hvað þau eru búin að vera að læra í ár.

Grillaðar pylsur og óvæntar uppákomur.

Sjáumst J

Reiðskóla og æskulýðsnefnd hestamannafélagsins Sindra.

01.06.2011 10:24

Hestaþing Sindra 2011

Hestaþing Sindra

10. og 11. júní 2011.

Á Sindravelli við Pétursey.

 

Dagskrá:

Föstudagur 10. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga - úrtaka fyrir landsmót.

Kl 12:30 Hlé og undirbúningur fyrir hópreið

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning                

Kl 14:00 Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.- úrtaka fyrir landsmót.

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B- flokk er 2500 kr á 1. hest, 2000.- kr á 2. hest knapa, 1.500.- á 3. hest knapa, 1.000.- kr á  4. hest knapa og svo framv. ( aðgangseyrir er innifalinn fyrir knapa og fær hann afhent armband í miðasölu. Skráningargjöld verða samtals að hámarki kr 12.000.- á fjölskyldu þ.e. foreldra og börn alls)

 

Athugið: Keppnisröð er samkvæmt mótsskrá.

 

Kl 19:00 STJÖRNUBLIKKSTÖLTIÐ
Töltkeppni sem er opin öllum, keppt er til úrslita. Peningverðlaun gefin af Stjörnublikk í 1. sæti. Skráningargjald 3000 kr.

Eftir töltkeppnina fer fram keppni í 100 m skeiði með fljótandi starti. Skráningargjald 500.- kr

 

Laugardagur 11. júní

Kl 11:00 úrslit í B- flokki, Polla-, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

 

Kl 14:30

Kappreiðar - opnar öllum

150 m skeið- 1. verðlaun 25.000 kr - Skráningargjald 2000 krónur.

300 m brokk - Skráningargjald 500 kr á hest

300 m stökk - Skráningargjald 500 kr á hest

250 m skeið - Skráningargjald 500  kr á hest.

 

Skráning er hjá:

Petru á netfangið solheimar2@gmail.com og í síma 866-0786

Síðasti skráningardagur í hringvallargreina er miðvikudagurinn 8. júní (miðnætti) og ekki verður tekið við skráningum eftir það. Hægt verður að skrá sig í kappreiðar líka á kappreiðadag. Við skráningu þarf að koma fram IS númer hest, nafn og kennitala knapa.

Skráningargjöld greiðist inn á 0317-13-302622. Kt. 540776-0169. Þar sem fram kemur nafn knapa.

Aðgangseyrir er kr 2.000.- fyrir tvo daga en 1.500.- fyrir einn dag. Frítt er fyrir 12 ára og yngri.

 

Sjáumst öll á Hestaþingi Sindra.

Mótanefnd.

 • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37