Reykjavík, 01. júní 2011
Til hestamannafélaga á Íslandi vegna Landsmóts hestamanna 2011
Ágæti formaður / stjórn.
Bréf þetta ásamt meðfylgjandi upplýsingariti er sent til allra hestamannafélaga landsins
vegna Landsmóts hestamanna sem fram fer dagana 26. júní til 3. júlí á Vindheimamelum í
Skagafirði. Tilgangurinn er að veita helstu upplýsingar um skipulag, keppni, og fleira er við
kemur mótinu svo að undirbúningur og samskipti vegna hestamannafélaga geti gengið eins
vel og kostur er. Forráðamönnum hestamannafélaga er eindregið bent á að fylgjast með
heimasíðunni
www.landsmot.is til frekari upplýsingaöflunar.
Sérstaklega er bent á hnappinn knapar/ræktunarbú undir slóðinni:
http://www.landsmot.is/is/page/keppendur
Undir þeirri slóð er að finna allar helstu upplýsingar er lúta að keppnishaldi, s.s. fótaskoðun
og dýralæknaskoðun hesta sem eru að taka þátt á mótinu og síðast en ekki síst skráning
keppenda og hrossa frá hestamannafélögunum í Sportfeng(var Mótafengur) undir slóðinni:
www.sportfengur.com
.
Mikið og gott starf hefur verið unnið og er í vinnslu af hálfu rekstraraðila svæðisins, Gullhyls
ehf.
Mótsvæðið er að verða hið glæsilegasta og mun mótstjórn Landsmóts einnig leggja sitt af
mörkum til að mótið verði sem veglegast og hestamennskunni í landinu til sóma.
Ætlunin er að hafa veglegt barnaleiksvæði með gæslu þar sem börnunum verður boðið upp á
fjölbreytta leiki, karókíkeppnir, skemmtiatriði og afþreyingu og fl.
Lagt verður mikið upp úr því að vera með skýra upplýsingamiðlun til áhorfenda m.a. með
risaskjá sem staðsettur er við keppninsvöllinn. Nú a vordögum var gerður samningur við
Mílu, og boðið verður upp á þráðlausa nettenginu á svæðinu.
Þess má einnig geta að í boði eru hjólhýsa-/vagnastæði fyrir 300 bíla og fellihýsi með aðgengi
að rafmagni. Mjög margir hafa verið að nýta sér þessa þjónustu í gegnum netmiðasöluna en
þar er einnig hægt að versla og panta sérstök stúkusæti.
Það er von undirritaðrar að góð stemning sé fyrir þátttöku félaga ykkar á mótinu og að
hestamenn fjölmenni á 19. Landsmót hestamanna á Vindheimamelum í sumar.
Þess má geta að áætlað er að halda knapafund sunndaginn 26. júní kl 10:00 fyrir börn og
unglinga og kl 20:00 fyrir ungmenni og fullorðna.
Með vinsemd og virðingu,
_______________________________________________
Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Landsmót hestamanna ehf.
Sjá fylgigögn:
- Fyrirkomulag keppnisgreina
- Dagskrá keppnishluta Landsmóts 2011 sjá heimasíðu
http://www.landsmot.is/static/files/Dagskra/dagskra-2011-isl.pdf
- Klár í keppni
- Gátlisti fyrir járningar keppnishrossa á landsmóti
Fótaskoðun á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum
2011 og ábendingar varðandi undirbúning
.
Járningamannafélag Íslands mun hafa umsjón með fótaskoðun á Landsmóti hestamanna
2011 ein og tíðkast hefur á undanförnum landsmótum. Járningamannafélagið vill hvetja
aðstandendur hestamannafélaga að kynna sér vel þær vinnureglur sem fótaskoðunarmenn
járningarmannafélagsins hafa viðhaft og jafnframt reyna að framfylgja þeim við úrtökur fyrir
LM 2011 þannig að samræmi náist milli úrtakanna og landsmótsins sjálfs. Knapar, eigendur
eða umráðamenn þeirra keppnishesta sem tefla á fram eru einnig hvattir til að yfirfara vel
járningar og fótabúnað hesta sinna fyrir úrtökur og mót og vera búnir að kynna sér helstur
atriði sem farið er eftir við mat á járningu og fótabúnaði. Hægt er að nálgast reglur um
járningar og fótabúnað á heimasíðu LH og FEIF.
http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf
http://www.feiffengur.com/documents/fipo2011.pdf
Vinnureglur JÍ við fótaskoðun
Við hvetjum alla þá sem eru í minnsta vafa varðandi lögmæti járninga, hlífa/fótabúnaðar að
láta taka út bæði hest og búnað fyrir keppni, tímasetning auglýst nánar síðar. Þessar
skoðarnir eru eingöngu framkvæmdar af skoðunarmönnum mótsins, þ.e.
járningarmannafélaginu. Fótaskoðun fer fram við brautarenda og þegar hestur hefur lokið
keppni og er knapa skylt að ríða beina leið af velli að fótaskoðunarstað. Með þessu
fyrirkomulagi, þ.e.a.s. þegar skoðað er eftirá, geta knapar einbeitt sér að upphitun hesta
sinna og minni hætta er á að hlífðarbúnaður sem oft er vandlega búið að ganga frá losni
þegar komið er inn á völlinn. Skylt verður að mæta í fótaskoðun, en ef knapi ríður framhjá
fótaskoðunarmanni á þess að láta skoða hest sinn eða búnað má búast við að sýning hans
verði gerð ógild.
Fótaskoðunarmenn mæla hlífðarbúnað (hófhlífar, legghlífar), lengd hófa, skeifur (breidd,
þykkt) og botna. Mælingar eru farmkvæmdar með skífumáli, eða sérgerðum hóf- og
skeifnamæli (blondie). Hlífar og annar fótabónaður eru mældar með nákvæmri og góðri vog.
Ábendingar um helstu atriði (gátlisti fyrir járningar keppnishesta eða
undirbúning fyrir úrtöku eða landsmót).
Lengd hófa. Hófar mega að hámarki vera 9,5 cm. Mælt er á tá hófs frá hófhvarfi (þar
sem harður hófur byrjar) og niður að neðsta punkti hófveggjar fyrir miðri tá.
Undatekning er á þessari reglu ef hestur er 145 cm eða hærri á herðakamb mælt með
stöng en þá er leyfilegt að hófar mælist 10 cm langir. Sönnun þarf þó að liggja fyrir
um hæð ef þessari undatekningu er beitt með annaðhvort útprentun frá
kynbótadómi eða vottorði frá dýralækni.
Járningar og skeifur. Hestar skuli vera járnaðir á öllum fjórum fótum og vandað skal
til járninga eins og unnt er. Skeifur eiga að vera samstæðar og úr sama efni. Hámarks
þykkt skeifna er 10 mm og hámarks breidd 23 mm. Ef notaðir eru botnar er hámarks
breidd 8 mm en leyfilegt er að nota 10 mm skeifur með krönsum án fylliefna. Pottun
skeifna er óheimil sem og ásoðnar viðbætur s.s. ásoðnir auka uppslættir.
Botnar og kransar mega vera að hámarki 5 mm, fleygbotnar mega vera að hámarki
2 mm í tá og 8 mm í hæl. Ef krans er tengdur saman í hæl má tengingin ekki vera
meiri en 20 mm breið.
Fylliefni. Leyfilegt er að nota öll þau fylliefni sem til eru á markaði og ætluð eru til
notkunar undir hófa hesta og hefð er fyrir að nota s.s sílikon. Ef notað er fylliefni og
net án botns er leyfilegt að fylla niður að neðri brún skeifu en ef botn er notaður með
fylliefni t.d. netbotn, má einungis fylla upp þar sem botn nemur.
Hlífðarbúnaður. Hófhlífar og annar hlífðarbúnaður má að hámarki vega 250 gr. Ekki
er leyfilegt að nota aðrar þyngingar.
Komi upp ágreiningur um einstaka mál varðandi fótaskoðun skulu yfirdómari, yfirmaður
fótaskoðunar og dýralæknir móts skera úr um framvindu mála.
ATH. Einungis eru talin upp helstu atriði sem höfð eru til viðmiðunar en ekki er verið að túlka
heildar reglurnar.
Fyrirkomulag keppnisgreina
Eðli máls samkvæmt er keppt eftir reglum LH. Mótstjóri er Sigurður Ævarsson og skal beina
fyrirspurnum til hans um atriði er varða þátttökurétt og annað sem tengist keppninni. Hægt
er að senda fyrirspurnir til hans á
landsmot@landsmot.is eða símleiðis í 898-3031. Tvö
dómaragengi verða starfandi á mótinu sem skipta keppnisgreinum gæðingakeppninnar á
milli sín. Stefnt er á að nota Kappa sem aðaltölvukerfi mótsins ef ekki koma fram alvarleg
vandamál við notkun kerfisins í úrtökumótum félaganna.
Þátttaka í keppnisgreinum
A og B flokkur gæðinga, ungmenna-, unglinga- og barnaflokkur.
Um þátttökurétt í þessum flokkum gilda reglur LH. Eins og flestum er kunnugt verða sömu
viðmið í gildi varðandi gæðingakeppni eins og verið hefur á síðustu landsmótum. En þær eru
að á bak við fyrsta keppanda þarf 125 félaga. Fyrir tvo keppendur þarf 126 - 250, fyrir þrjá
keppendur þarf 251 - 375 osfrv. Til viðmiðunar getur hvert hestamannafélag skráð einn
varahest fyrir hverja fjóra keppnishesta. Þ.a. að félög með færri keppnishesta fá að skrá einn
og félög með 4-8 hesta 2 osfrv. Í forkeppni LM 2011 eru þrír keppendur inn á vellinum í einu,
30 efstu ávinna sér rétt til þátttöku í milliriðlum og síðan eru 8 hesta B úrslit og 8 hesta A
úrslit.
Töltkeppni og skeiðgreinar
Tölt
30 bestu tölteinkunnir á landinu veita rétt til þátttöku.
100 metra fljúgandi skeið
20 bestu tímarnir á landinu veita rétt til þátttöku.
150 metra skeið
14 bestu tímarnir á landinu veita rétt til þátttöku.
250 metra skeið
14 bestu tímarnir á landinu veita rétt til þátttöku.
Einungis gildir árangur í tölti og skeiðgreinum á löglegum mótum þar sem keppt er skv.
reglum LH á árinu 2011 þar til skráningarfrestur rennur út. Í tölti og skeiðgreinum (150 m og
250 m) geta knapar verið með fleiri en einn hest. Í 100 m fljúgandi skeiði getur hver knapi
aðeins verið með einn hest á LM svo að ekki komi til óþarfa tafa í þessum dagskrárlið.
Skráningar
Notast verður við
Sportfeng við skráningar keppnishesta og er slóðin www.sportfengur.com.
Bændasamtök Íslands hafa útbúið sérstaka aðgangsstýringu vegna landsmótsins fyrir
Sportfeng. Þannig getur aðilarfélag einungis skráð keppendur frá sínu félagi. Allir hestar
þurfa að vera skráðir í WorldFeng til þess að hægt sé að skrá viðkomandi. Athuga þarf
sérstaklega að hesturinn sé skráður á réttan eiganda að öðrum kosti koma upp vandamál við
skráninguna vegna tengingar við WorldFeng.
Öll félög hafa fengið sent lykilorð frá skrifstofu LH. Almennur skráningarfrestur er til 18. júní
fyrir A og B flokk gæðinga, ungmenna-, unglinga- og barnaflokk. Á miðnætti þann 18. júní
rennur út frestur til að ávinna sér rétt til þátttöku í tölti og skeiðgreinum.
Formaður hvers hestamannafélags er ábyrgur fyrir skráningu keppanda viðkomandi félags.
Einn aðili þarf að annast skráningarnar. Inni í Sportfeng skal velja mót númer
IS 2011LM0053
En athugið að
ekki er hægt að skrá varahesta í gegnum Sportfeng heldur þarf að skila öllum
upplýsingum um þá á netfangið:
skraning@landsmot.is
Eyþór Jón Gíslason fer með samskipti við hestamannafélögin fyrir hönd LM 2011 vegna
skráninga á netfangið
skraning@landsmot.is. Unnt er að senda fyrirspurnir til Eyþórs á þetta
netfang ef spurningar vakna vegna skráninganna.
Engar undantekningar verða gerðar á skráningarfresti.
Gríðarlega mikilvægt er að vandað sé til skráninga vegna þess skamma tíma sem er frá
síðasta skráningardegi til upphafs mótsins.
Skráningargjöld og greiðsla skráningargjalda
Skráningargjald á LM 2011 fyrir hvern keppanda í hverri grein er kr. 5.000. Skráningar eru
ekki teknar gildar nema að skráningargjald hafi verið greitt. Mælt er með því að greitt sé
samdægurs eða næsta virka dag eftir skráningu. Mjög mikilvægt er að send sé kvittun og
fram komi í texta fyrir hvaða félag er verið að greiða. Allir netbankar bjóða upp á að sendur
sé tölvupóstur sem kvittun og skal senda afrit á netfangið:
skraning@landsmot.is
Vinsamlegast notið eftirfarandi upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda:
Landsmót hestamanna ehf.
Engjavegur 6 - 104 Reykjavík
kt. 501100-2690
Banki 515 - 26 - 5057
Aðstaða fyrir keppnishross og ferðahross
Hólf fyrir keppnishross verða í boði á svæðinu. Þar geta keppendur haft sinn gistibúnað í
nálægð við sín hross. Bent skal þó á að möguleiki er einnig á að hafa samband við
hrossabændur á svæðinu með aðstöðu (sjá heimasíðu landsmóts). Sjá nánar yfirlitsmynd
athafnasvæðis á heimasíðu undir hnappnum knapar/ræktunarbú. Við öll hólf verður auðvelt
að nálgast vatn og þar verður möguleiki að kaupa hey. Hólfin verða afmörkuð fyrir félögin
sem geta sótt um svæði á
landsmot@landsmot.is en nauðsynlegt er að keppendur komi með
efni til að girða reiti af og litlar rafstöðvar.
Vert er að geta þess að öll hross á svæðinu eru þar á ábyrgð eigenda sinna, sama hvað kann
að koma upp á og ættu því hestaeigendur að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt því.
Þátttaka hestamannafélaga í setningarathöfn
Hópreið hestamannafélaga verður fimmtudagskvöldið 30. júní en þá fer setningarathöfn
mótsins fram. Að venju verða meðal þátttakenda fulltrúar hestamannafélaganna og samtaka
og félaga sem tengjast hestamennskunni.
Það er von mótstjórnar LM 2011 að hestamannafélögin sjái sér fært að taka myndarlega þátt
í þessum ómissandi þætti allra landsmóta. Hvert hestamannafélag þarf að tilnefna
hópreiðarstjóra og senda á netfangið:
hnjukahlid@simnet.is. Þátttaka í hópreiðinni miðast
við að hvert félag hafi einn fánabera og að lágmarki fimm reiðmenn í röð. Fjöldi frá hverju
félagi þarf því að taka mið af þessari uppsetningu, t.a.m. 6 þátttakendur, 11, 16, 21 osfrv.
Allir þátttendur hópreiðar skulu vera í félagsbúningi viðkomandi félags.
Stjórnendur hópreiðar verða: Hjörtur Karl Einarsson, sími: 861 9816
Hjörtur Karl útfærir endanlegt fyrirkomulag hópreiðarinnar. Senda má þeim fyrirspurnir á
netfangið
hnjukahlid@simnet.is
Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2011
"Klár í keppni"
Öll hross sem keppa í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2011
skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni.
Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun.
Skoðunin skal fara fram 2 - 24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni. Fyrir milliriðla og
úrslit fer skoðunin fram einum til tveimur tímum fyrir keppni.
Ábyrgðardýralæknir mótsins hefur yfirumsjón með þessum skoðunum og öðru sem snertir
dýravernd á mótinu. Hann skal ævinlega kallaður til ef vafi leikur á hvort hestur sé hæfur til
keppni og veita dómurum ráðgjöf eftir þörfum.
Heilbrigðisskoðunin felur í sér eftirfarandi atriði:
1. Skoðun á almennu ástandi (holdafari, eitlum, öndun auk líkamshita og hjartahljóða ef
ástæða er til)
2. Fætur þreifaðir og heltiskoðun (hreyfingar á feti og brokki á hörðu undirlagi)
3. Skoðun á munni (fremsti hluti munnsins án deyfingar)
Ef einhver eftirfarandi atriða finnast er hestur dæmdur "óhæfur til keppni" og fær ekki að fara
inn á keppnisvöllinn:
1. Horaður (undir 2,5 í holdastigun), hiti, óeðlileg öndun og hjartahljóð, bólgnir eitlar
2. Helti, bólga í sinum og liðum, dýpri sár, aumir hófar
3. Umfangsmikil, djúp eða krónísk sár í munni
4. Annað sem að mati dýralæknis mótsins gerir hross óhæft til keppni
Ákvörðun um að hestur sé "óhæfur til keppni" er tekin af ábyrgðardýralækni mótsins. Hestur
sem hefur verið dæmdur "óhæfur til keppni" í einni grein má ekki keppa í neinu öðru né koma
fram á nokkurri sýningu á sama móti.
Nánari útfærsla
Heilbrigðisskoðanir verða á gamla vellinum fyrir norðan aðalvöllinn á eftirfarandi tímum:
Sunnudagur 26. júní kl 12.00 - 16.00:
Skoðun hesta fyrir ungmennaflokk og B fl. daginn eftir.
Mánudagur 27. júní kl 08.00 - 16.00:
Skoðun hesta fyrir forkeppni.
Þriðjudagur 28. júní kl 08.00 - 14.00:
Skoðun hesta fyrir forkeppni Afl. og milliriðla B fl.
Miðvikudagur 29. júní kl 10.00 - 21.00:
Skoðun fyrir milliriðla ungmenna og A fl. auk skeiðgreina
og forkeppni í tölti.
Fimmtudagur 30. júní kl 14.00 - 17.00:
Skoðun fyrir forkeppni í tölti.
Föstudagur 1. júlí kl 12.00 - 22.00:
Skoðun fyrir úrslit.
Laugardagur 2. júlí kl 18.00 - 22.00:
Skoðun fyrir úrslit.
Sunnudagur 3. júlí kl 08.00 - 15.00:
Skoðun fyrir úrslit
Frekari kynning verður á knapafundi sunnudaginn 26. júní kl 20.00.
Góða skemmtun kæru Sindramenn og konur og gott gengi í brautunni.