Reiðskólar Sindra
Reiðskólar Sindra verða í ár dagana 30. maí til 5. júní í Vík og 6.-9. júní og 14.-16.júní í Skálakoti. Þar verðum við að taka smá hlé á milli vegna hestaþings Sindra. Reiðskólinn er fyrir alla krakka frá 6 ára aldri (fædd 2005) og kostar námskeiðið kr. 8.000.-, systkynaafsláttur er krónur 1.000.- og fyrir félaga í hestamannafélaginu Sindra kostar kr 5.500.- Ef næg þátttaka fæst veður jafnvel fullorðinshópur.
Skráning í Reiðskólann í Skálakoti er á e-mailið gogga@southadventure.is hjá Þorgerði eða í síma 866-7532.
Skráning í Reiðskólann í Vík er á e-mailið skasta_15@hotmail.com hjá Ástu Öldu eða í síma 8481861 (eftir kl 16:15)
eða e-mailið sudur-foss@simnet.is hjá Hjördísi Rut eða í síma 8610294.
Skráning fyrir Reiðskólann er opin til föstudagsins 27. maí. 2011
Við biðjum fólk að virða það við okkur að vegna mikillar þátttöku undanfarin ár höfum við ákveðið að taka ekki við skráningum eftir þann tíma, því er um að gera að vera tímanlega í því að ákveða sig.
Skráning er svo tekin gild við greiðslu þátttökugjaldsins.
Með kveðju
Reiðskóla- og æskulýðsnefnd hmf. Sindra