Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2011 Mars

28.03.2011 20:40

3. Vetrarmót

verður haldið á reiðvellinum í Vík laugardaginn 2. Apríl kl 13:00.

Keppt verður sem fyrr í polla-, barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki. En þátttökugjald er kr 1.000.- í kvenna- og karlaflokki. 

Ætlast er til þess að knapar sýni hægt tölt og yfirferð (brokk eða tölt) að undanskyldum pollaflokki þar sem riðið er frjálst.

Úrslit stigakeppni vetrarmótanna verða tilkynnt eftir keppni.

Skráning er fyrirfram á netfangið solheimar2@simnet.is og í síma 866-0786 (Petra.)

Allir velkomnir til keppni

Sjáumst hress og kát á laugardaginn.

Mótanefnd.


23.03.2011 14:42

Hestadagar í Reykjavík

Hestadagar í Reykjavík rétt handan við hornið

Nú fer að líða að því að Hestadagar í Reykjavík fari að hefjast.  Um helgina verður nóg um að vera.  Laugardaginn næskomandi  mun reiðskólinn Íslenski hesturinn sjá um hestateymingar á Ingólfstorgi milli 14 og 15, Orrasýning í Ölfushöllinni, og á sunnudaginn er KvennaLífstölt hjá hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ og allur ágóði af mótinu mun renna til Lífs (kvennadeild Landsspítlans). 

Hér að neðan má sjá dagskrá Hestadaga í Reykjavík , einnig má finna allar upplýsinga  um viðburðina og kaupa miða í ferðirnar og sýningar á heimasíðu hestadaga sem er www.hestadagar.is eða í síma
514-4030.   

MÁNUDAGUR 28 MARS 

Kynbótaferð á Suðurland, heimsótt verða tvö ræktunarbú sem valin hafa verið þau bestu undanfarin ár. Búin munu sýna brot af því besta úr sinni ræktun. Farið verður frá BSÍ kl: 10.00, síðasti dagur bókunnar er 25. mars. verð kr: 5000

ÞRIÐJUDAGUR 29 MARS
Kynbótaferð á Vesturland, heimsóttur verður Landbúanaðarháskólinn á Hvanneyri og Miðfossum. Kennslusýning í samvinnu við Hvanneyraskóla, kynbótadómarar með fræðsluerindi og útskýringar á helstu atriðum kynbótadóma og ræktunar. Ræktunarbú á Vesturlandi sýna brot af því besta. Farið verður frá BSÍ kl: 9.30. Síðasti dagur bókunnar er 26. mars. Verð kr: 5500

MIÐVIKUDAGUR 30 MARS
Félag tamningamanna verður með sýnikennslu í Reiðhöll Gusts- Glaðheimum .
Byrjar kl. 20.00, verð kr: 1500

FIMMTUDAGUR 31 MARS
Landbúnaðarháskólinn á Hólum verður með kynningu í  Reiðhöll hestamannfélagsins Harðar í Mosfellsbæ. kl. 17:00 aðgangur ókeypis

FIMMTUDAGSKVÖLD: Sölusýning í reiðhöll Harðar, hestar til sölu, þjóðleg stemmning og margt skemmtilegt að sjá. Ekki missa af þessu. Aðgangur ókeypis, byrjar kl 20.00.

FÖSTUDAGUR 1 APRÍL

Hestahátíð í Hafnarfirði, heimsóknir með hesta á leikskólana í Hafnarfirði. Þórsplan- hestar til sýnis, söngur gleði og gaman. Hópreið að Fjarðarkaupum þar sem verður lítil hestasýning á bílaplaninu, milli kl. 16- 18. 

FÖSTUDAGSKVÖLD: Stór sýning í reiðhöllinni í Víðidal. Að sýningunni koma þau sex hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu sem hafa lagt mikla vinnu í dagskrá Hestadaga í Reykjavík. Unglingarnir í félögunum munu einnig verða með í þessari sýningu. Blönduð og skemmtileg sýning þar sem allir ættu að geta skemmt sér vel. Sýningin hefst kl.20:00, 
verð kr: 1000 og frítt fyrir 13 ára og yngri.

LAUGARDAGUR 2 APRÍL

STÓRI DAGURINN!
Skrúðganga fer frá BSÍ í kringum hádegi og riðið verður upp Laugarveginn og endar gangan í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þar verður fjölskylduhátíðin "GOBBIDÍ GOBB"
Frá kl: 13.00 - 16.00. Margt skemmtilegt verður þar fyrir alla fjölskylduna, hestateymingar, markaðsþorp, sögusýning og margt, margt fleira. Aðgangur er ókeypis.

LAUGARDAGSKVÖLD:
"ÞEIR ALLRA STERKUSTU" ÍSTÖLTSKEPPNI í Skautahöllinni í Laugardalnum.
Þar mæta til leiks allra bestu hestar og knapar landsins. Viðburður sem ekki má missa af. Keppnin hefst kl 20.00 verð kr. 3000

 

22.03.2011 11:24

DÓMARANÁMSKEIÐ

Nýdómara /landsdómaranámskeið í gæðingadómum

Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið  í  Gæðingadómum,ef næg þáttaka fæst,lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið.

 Námskeiðið verður  haldið í Reykjavík  29.apríl næstkomandi og hefst kl 14,00 og stendur fram á sunnudaginn  1.maí .  Námskeiðinu lýkur með prófi eftir hádegi.

Kennt verður í húsakynnum ÍSÍ og  á svæðum hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að skrá sig til leiks ekki seinna en miðvikud 20.apríl og staðfesta þáttöku með staðfestingargjaldi kr 25.000.   Verð námskeiðs og gagna er kr 58.000 fyrir nýdómaranámskeið og kr 38.000 fyrir Landsdómaranámskeið.  Gögn verða send  til viðkomandi um leið og skráningarfrest líkur.  Nauðsynlegt er  að fólk sé mjög vel undirbúið þegar námskeið hefst er þar átt við lög og reglur LH/Gæðingakeppni  og leiðara. 

Flest Hestamannafélög styrkja sitt fólk til þátttöku og hvetjum við áhugasama til að kynna sér málið og vera í sambandi ef frekari upplýsinga er óskað .

Skráning á námskeiðið og fyrispurninr skal senda á gaedingadomarar@gmail.is

16.03.2011 15:00

Hestadagar í Reykjavík

Í tilefni af Hestadögum í Reykjavík sem verða 28. Mars - 2.apríl ætla Íshestar, hestaleiga og ferðaskrifstofa að vera með kynningu á starfsemi sinni og Hestadögum í Reykjavík , laugardaginn 19. mars  á Ingólfstorgi milli 14:00  og 16:00.   Einnig bjóða Íshestar uppá teymingar undir börnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

15.03.2011 17:06

SKEMMTIKVÖLD

Ferða og fræðslunefnd stendur fyrir skemmtikvöldi nk föstudagskvöld, á Ströndinni (Víkurskála) og hefst það kl 20:30.

DAGSKRÁ

Hermann Árnason, verður með myndasýningu og frásögn úr "vatnaferðinni" 2009.

Ási Þóris verður með fræðsluerindi um dómgæslu.


Hvetjum alla Sindra-félaga og aðra hestaáhugamenn 18 ára og eldri, til að fjölmenna og eiga saman góða stund.


Léttar veitingar - kraninn lekur.
Aðgangseyrir kr 1000,( innifalið snarl og 1 glas öl.)


Hlökkum til að sjá ykkur öll,
ferða og fræðslunefnd,
hmf Sindra.

14.03.2011 15:27

3. vetrarmót Sindra

Ég vil benda á að þriðja og síðasta vetrarmótið okkar verður haldið laugardaginn 2 apríl n.k.

Með kveðju f.h Mótanefndar

13.03.2011 18:46

Úrslit á 2. vetrarmóti Sindra

Hér koma efstu 3 sætin í hverjum flokki

Pollar:

   1. Tinna Elíasdóttir 8. ára
Eldur frá Eyjarhólum 20v rauður
M: ?
F:?
Eig: Halldóra Gylfadóttir

2. Birgitta Rós Ingadóttir 8 ára
Leó frá Litlu Sandvík, bleikálóttur 21v
M: Ljónslöpp frá Uxahrygg
F: Ófeigur frá Flugumýri
Eig: Þorlákur Ásmundsson

3. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir 8 ára
Gola frá Ytri Sólheimum, rauð 10v
M: Elding frá Eyvindarmúla
F: Sólon frá Hóli
Eig: Petra Kristín Kristinsdóttir

Barnaflokkur:

1. Elín Árnadóttir 12 ára
Lúkas frá Stóru Heiði brúnn 13v
M: Brá frá Reyni
F: Trausti frá Steinum
Eig: Sigríður D. Árnadóttir

2. Þuríður Inga Gísladóttir 12 ára
Heba frá Ríp, jörp 17v
M: Þrá frá Ríp 2
F: Fáfnir frá Fagranesi
Eig: Lára Oddsteinsdóttir

3. Guðmundur Elíasson 10 ára
Erró frá Stóru Heiði, jarpur 16v
M: Lyst frá Stóru Heiði
F: Röðull frá Steinum
Eig: Vilborg Smáradóttir

Unglingaflokkur:

1. Reynir Máni Orrason 13 ára
Hrynjandi frá Selfossi, rauð blesóttur
M: Sylgja frá Selfoss
F: Víkingur frá Voðmúlastöðum
Eig: Norður Götur

2. Krístín Erla Benediktsdóttir 15 ára
Klóni frá Sólheimakoti brúnn 6v
M: Fjöður frá Sólheimakoti
F: Húni frá Hrafnhólum
Eig: Andrína G. Erlingsdóttir

3. Birta Guðmundsdóttir 13 ára
Skæringur frá Skálakoti, brúnn
M: Orka frá Hraunbæ
F: Oddur frá Selfossi
Eig: Guðmundur Viðarsson

Kvennaflokkur:

1. Auður Hansen
Ás frá Káragerði rauður
M: Hera frá Kópavogi
F: Stæll frá Miðkoti.
Eig: Norður Götur

2. Lára Oddsteinsdóttir
Von frá Norður Hvoli 8v rauðskjótt
M: Glæta frá Norður Hvoli
F: Seifur frá Tóftum
Eig: Jóhann Pálmason

3. Andrína G. Erlingsdóttir
Bjarmi frá Sólheimakoti, jarptoppsokkóttur 5v
M: Kapitóla frá Hofstöðum
F: Skrúður frá Framnesi
Eig: knapi

Karlaflokkur:

1. Örn Orri Yngvason
Húmvar frá Hamrahóli brúnn
M: Fiðla frá Hvolsvelli
F: Adam frá Ásmundarstöðum
Eig: Norður Götur

2. Orri Örvarsson
Frosti frá Skarði. ljósmóvindóttur stj.
M: Móa frá  Króktúni
F: Stáli frá Kjarri
Eig: Norður Götur

3. Árni Gunnarsson
Kolskeggur frá Hlíðartúni,12v jarpur
M: Klara frá Hlíð
F: Demantur frá Miðkoti
Eig: Elín Árnadóttir09.03.2011 21:27

Týnt folald eftir árekstur í Mýrdalnum

Að miðnætti þriðjudagsins 8 mars losnuðu útigangshross frá Norður Götum

með þeim afleiðingum að eitt þeirra varð fyrir bíl á þjóðvegi, miðja vegu milli

Gatna og Gilja. Lögreglan var tilkölluð af hálfu ökumanns en hrossin horfin af

braut er lögregluna bar að. Eigendum hrossins var ekki tilkynnt um þetta af

hálfu lögreglu og gátu því ekki hafið leit fyrr en daginn eftir. Öll hross hafa skilað

sér utan eins veturgamals merarfolalds sem þrátt fyrir mikla leit hefur ekki komið

í leitirnar. Líklegt er að það sé hrossið sem varð fyrir ákeyrslunni.

Merfolaldið er bleikt á lit, heitir Sóldís frá Norður Götum og er með

örmerkisnúmerið: 352206000071005
Þeir sem kunna að hafa orðið varir við folaldið lífs eða liðið eru vinsamlega

beðnir um að hafa samband við Auði og Orra í Götum í s: 482 4461 eða 8933911


09.03.2011 18:12

Hestadagar í Reykjavík

Hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu Andvari, Gustur, Hörður, Fákur, Sörli og Sóti hafa skipulagt fjölbreytta dagskrá á Hestadögum í Reykjavík 28.mars til 2.apríl þar sem allir landsmenn ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Laugardaginn 2.apríl ættu hestamenn að taka sérstaklega frá því þá verður mikið um dýrðir. Dagskráin hefst með skrúðgöngu hestamannafélaganna upp Laugaveginn og sem leið liggur í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Þar verður sett upp "Hestaþorp" með fjölbreyttri dagskrá, gangtegundasýning, járningasýning, hestateymingar, ýmislegt handverk verður boðið til sölu og margt fleira. Lokapunktur hátíðarinnar  verður ístöltið "Þeir allra sterkustu"  sem fer fram í Skautahöllinni í Reykjavík laugardagskvöldið 2.apríl. Þar munu margir af sterkustu knöpum og hestum mæta til leiks.

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að vera með í Hestaþorpi á laugardeginum 2.april hafið samband við Ingibjörgu á straumver@gmail.com

Dagskrá Hestadaga í Reykjvík má finna á www.hestadagar.is

09.03.2011 10:20

2. Vetrarmót Sindra

2. Vetrarmót Sindra verður haldið á Sindravelli við Pétursey laugardaginn 12. mars kl 13:00.

Keppt verður sem fyrr í polla-, barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokki.

Ætlast er til þess að knapar sýni a.m.k. einn hring hægt tölt og einn hring yfirferð (brokk eða tölt) að undanskyldum pollaflokki þar sem riðið er frjálst.

Munið að vetrarmótin eru stigamót og verður stigahæstu einstaklingum í hverjum flokki veitt verðlaun að loknu þriðja vetrarmóti, því er áríðandi að missa ekki úr mót.

Eftir mót stendur knöpum til boða að fara yfir það með dómara hvað betur hefði mátt fara í sýningunni.

Skráning er fyrirfram á e-mailið solheimar2@simnet.is hjá Petru eða í síma 866-0786.

Allir eru velkomnir til keppni.

Sjáumst hress og kát á laugardaginn.

Kveðja mótanefnd.

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44