Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 21:46

2. Vetrarmót hmf Sindra

Mótanefnd hefur tekið ákvörðun um að fresta 2. vetrarmóti hmf Sindra sem vera átti 6. mars n.k. m.a. vegna æskulýðsmessu og anna hjá ungliðum félagsins.  Ákveðið hefur verið að halda mótið laugardaginn 12.mars kl 13:00 á Sindravelli við Pétursey. Mótið verður nánar auglýst síðar.

Með kveðju f.h. mótanefndar
Vilborg

26.02.2011 01:57

AUGLÝSTU ÞINN STÓÐHEST Á RÉTTUM STAÐ
Stóðhestavefur, stóðhestablað og stóðhestaveisla Hrossaræktar.is

Í febrúar verður opnaður nýr vefur helgaður hrossarækt íslenskra hesta, hérlendis og erlendis.

Vefurinn heitir Hrossarækt.is (hrossaraekt.is) og er markmið hans að vera allsherjar upplýsingaveita um allt það sem viðkemur hrossarækt, auk þess að taka púlsinn á því sem er á döfinni hverju sinni hjá áhuga- og atvinnufólki í hrossaræktinni.

Hrossaræktendum býðst að fá kynningarsíðu á Hrossarækt.is til að kynna sína ræktun - tilvalinn vettvangur fyrir stóra jafnt sem smáa ræktendur að koma sinni ræktun á framfæri.

Samhliða þessum vef verður tekinn í gagnið stóðhestavefur, nýr og betri vettvangur fyrir eigendur og umráðamenn stóðhesta til að koma sínum gæðingum og/eða vonarstjörnum á framfæri.

Meðal nýjunga á þessum stóðhestavef má til dæmis nefna stóðhestaleit þar sem notendur geta leitað að stóðhestum á myndrænan hátt út frá aldri, lit, kynbótamati og einkunnum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður boðið upp á leit að hestum út frá  ættarlínum, einstökum byggingar- og hæfileikaeinkunnum og notkunarstöðum.

Auk þess verður umráðamönnum stóðhesta í fyrsta skipti boðið upp á það að geta uppfært upplýsingar um sinn hest þegar þeim hentar - setja inn frétt, mynd eða myndskeið - með aðgangi að eigin síðum. Með þessu opnast fjölbreyttir möguleikar fyrir eigendur og umráðamenn að markaðssetja sína stóðhesta eftir eigin höfði.

Stóðhestavefurinn er starfræktur samhliða Stóðhestablaði og Stóðhestaveislu sem hefur verið haldin fyrir fullu húsi í Rangárhöllinni sl. tvö ár, auk þess sem u.þ.b. 12.000 IP-addressur heimsóttu beina útsendingu af stóðhestaveislu seinasta árs á netinu. Stóðhestaveislan er á dagskrá 9. apríl nk. en verður að þessu sinni færð í Ölfushöllina til að koma fleiri áhorfendum að og að auki verður boðið upp á Stóðhestaveislu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 1. apríl.

Stóðhestablaðið hefur verið gefið út í 2.000 eintökum en upplagið verður stækkað í 3.000 eintök í ár.

Verð fyrir stóðhestaauglýsingar á vef, í blaði og á sýningu er eftirfarandi (verð án vsk.):

Vefur

Vefur + hálfsíða

Vefur + heilsíða

Stóðhestar 4 vetra og eldri

15.000 kr.

30.000 kr.

45.000 kr.

Ungfolar 2 og 3 vetra (fæddir 2007 og yngri)

7.500 kr.

22.500 kr.

37.500 kr.

Hrossaræktendur-kynningarsíða

15.000 kr.

 

 


Þeir stóðhestar sem eru auglýstir á vef og heilsíðu í blaði, eiga þess kost að komast að með kynningaratriði á Stóðhestaveislu, annað hvort norðanlands eða sunnan-. Þar sem takmarkaður fjöldi hesta kemst inn á hvora sýningu um sig, mun valnefnd mun velja úr hópi þeirra sem óska eftir að komast að og viðkomandi fá boð um að mæta með sinn hest á aðra hvora sýninguna.

Verð fyrir almennar auglýsingar (vöru og þjónustu) á vef og í blaði er eftirfarandi (verð án vsk.):

Vefur

Hálfsíða

Heilsíða

Baksíða / Titilsíða

Aðrar auglýsingar - Blað

sjá fylgiskjal

             15.000 kr.

             30.000 kr.

                               60.000 kr.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Benediktsson í síma 893-3600, eða á netfangið maggiben@gmail.com


 

Almennar auglýsingar (vörur og þjónusta) á Hrossarækt.is

Þar sem vefurinn Hrossarækt.is verður tvískiptur - annars vegar fræðslu- og upplýsingavefur og hins vegar stóðhestavefur - býðst auglýsendum að koma sínum skilaboðum á framfæri á sitthvorum vettvanginum.

Vefborðar birtast að jafnaði á forsíðu og undirsíðum hvors vefhluta um sig. Flettingar eru mest þrjár, þ.e. þrír borðar skiptast á að birtast í sama svæði.

Þeim stóðhestaeigendum sem auglýsa sinn hest á stóðhestavefnum býðst einnig að kaupa auglýsingapláss hægra megin á síðu (turn) til notkunar. Það auglýsingapláss er þá keypt fyrir jafnlangan tíma og stóðhestaauglýsingin, þ.e. 12 mánuði.

Á hrossaræktarvefnum birtast auglýsingar á forsíðu og öllum undirsíðum. Á stóðhestavefnum birtast auglýsingar á forsíðu og flestum undirsíðum, auk þess sem þær birtast á öllum einstaklingssíðum þar sem stóðhestaeigandi kaupir ekki auglýsingaplássið.

Verð fyrir  vefborða á Hrossarækt.is og stóðhestavef Hrossaræktar.is. (verð án vsk.):

Stærð (punktar)

Flettingar

Verð - 3 mán

Verð - 6 mán

Verð - 12 mán

 

Hrossaraekt.is - Haus

500*100

3

    200.000 kr.

    300.000 kr.

400.000 kr.

 

Hrossaraekt.is - Turn

150*600

3

    250.000 kr.

    380.000 kr.

500.000 kr.

 

Stóðhestavefur - Haus

500*100

3

    200.000 kr.

    300.000 kr.

400.000 kr.

 

Stóðhestavefur - Turn

150*600

3

    250.000 kr.

    380.000 kr.

500.000 kr.

 

Stóðhestavefur - Einstaklingssíða - Turn

150*600

1

15.000 kr.

 

Á tímabilinu frá  20. febrúar til 10. mars verður boðið upp á kynningarverð á vefborðum, sbr. verðskrá hér fyrir neðan (verð án vsk.)

Stærð (punktar)

Flettingar

Verð á tímabili

 

Hrossaraekt.is - Haus

500*100

3

20.000 kr.

 

Hrossaraekt.is - Turn

150*600

3

25.000 kr.

 

Stóðhestavefur - Haus

500*100

3

20.000 kr.

 

Stóðhestavefur - Turn

150*600

3

25.000 kr.

 

 

Miðað er við að auglýsingum verði skilað á .swf, .jpg eða .gif formi og að hver auglýsingaborði sé ekki að fara yfir 50 kb í stærð.

19.02.2011 14:35

FEIF Youth Camp 2011, Skotlandi

 

Dagsetning: 23. - 30. júlí 2011

Verð: 530 - 550 evrur

Hvert land hefur rétt til að senda 2 þátttakendur, en einnig verður biðlisti ef sæti losna, sem hefur verið undanfarin ár. Flugfargjald er ekki innifalið í þátttökugjaldinu.

Skilyrði: Þátttakendur verða að vera á aldrinum 13 - 17 ára, á árinu, verða hafa einhverja reynslu í hestamennsku og geti skilið og talað ensku.

Staðsetning: Búðirnar verða haldnar í Broomlee outdoor center í Skotlandi. 22,5  km. fyrir utan Edinborg. Nánari upplýsingar um staðinn er að finna á www.  soec.org.uk/pages/broomlee.asp

Dagskrá: Í grófum dráttum er dagskráin á þessa leið; farið verður á hestbak í skosku hálöndunum, sýnikennsla á hestum, heimsókn í Edenborgarkastala, draugaganga í gömlu Edinborg, útivera og hefðbundin skosk kvöldvaka.

Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu LH, Engjavegi 4, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík fyrir 06. mars 2011. Á umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, heimili, í hvaða hestamannafélagi viðkomandi er og nokkrar línur um reynslu í hestamennsku.

Þegar búið verður að velja þá úr sem uppfylla skilyrðin verður dregið úr umsóknum.


Æskulýðsnefnd LH

 

13.02.2011 22:04

AÐALFUNDUR FÉLAGSINS OG 2. VETRARMÓT

Stjórn félagsins minnir á Aðalfundinn okkar.

Aðalfundur Hestamannafélagins Sindra
föstudaginn 25. febrúar 2011 kl 20:30 á Hótel Vík.

Dagskrá:
Fundarsetining
skýrsla stjórnar
skýrslur starfsnefnda
kaffihlé. kaffiveitinar í boði félagsins
kosningar
inntaka nýrra félaga
kynning á Rangárbökkum og Rangárhöllinni.
önnur mál.

Stjórnin.


Frá Mótanefnd.

Eins og kanski einhverjir vita þá var ákveðið að fresta 2. vetrarmóti félagsins um eina viku. Það er eitt og annað sem kemur til. Meðal annars kórferðalag hjá hluta af krökkunum þessa helgi.
2. vetrarmót Sindra verður haldið SUNNUDAGINN 6. MARS.  
Ástæða þess að við höldum okkur við sunnudag er einfaldlega sú að allir okkar unglingar verða á SAMFÉS á laugardeginum og við gerum þeim það einfaldlega ekki að halda mót án þeirra.

Þetta verður hins vegar allt saman auglýst þegar nær dregur.
f.h mótanefndar.
Petra

11.02.2011 01:43

Leiðrétting

Ég vil biðja þau Solveigu Sigríði og Guðmund Kristján afsökunar.

Ég gerði þau mistök að skrá foreldra folaldsins þeirra sem sýnt var á

folaldasýningu Sindra alrangt en er nú búin að lagfæra það í

sýningarskránni hér aðeins neðar.


Hér er einnig rétt skráning:
5.IS2010177180 - Fákur frá Bjarnarnesi I
F:Birtingur frá Eystri-Torfastöðum I IS2003184780
M:Busla frá Bjarnanesi I IS1999277180

Rækt: Jóhanna Guðmundsdóttir

Eig: Solveig Sigr og Guðm Kristján Ragnarss


Kær kveðja

Dóra

08.02.2011 20:18

Upplýsingar

Nú eru komin inn úrslitin frá fyrsta vetrarmótinu okkar
Þau eru undir flipanum Úrslit móta 2011 hér fyrir ofan.
Ég gat ekki verið á þessu móti svo að ég á engar myndir til að sýna ykkur.
Guðný á Hvoli var þó svo væn að senda mér það sem hún á til og eru
þær komnar inn á myndasíðuna.

Það væri vel þegið að þið sem voruð með myndavélar mynduð senda mér einhverjar myndir á dorajg@simnet.is
Eins er búið að uppfæra Félagsstarf 2011 hér fyrir ofan.
Sá listi er þó ekki endanlegur þar sem ekki eru komnar nákvæmar dagsetningar á alla viðburði ársins.

Kveðja
Dóra

04.02.2011 19:28

1.vetrarmót Sindra

Þá er það sagan endalausa.
Vegna slæmrar færðar og óhagstæðs veðurs verður Vetrarmótinu frestað um einn sólarhring.
Stefnan er tekin á sunnudaginn 6/2 kl 14:00 á Reiðvellinum í Vík.
Er enn að taka við skráningum í síma 8660786 og á netfangið solheimar2@simnet.is
þeir sem búnir voru að skrá sig eru með gildar skráningar en ef einhverjar breytingar eru þá vinsamlegast látið vita.
Að þessu sögð hefur verið ákveðið að færa 2. vetrarmót Sindra sem átti að vera laugardaginn 26. febrúar til laugardagsins 5. mars 2011.

Mótanefnd
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44