AUGLÝSTU ÞINN STÓÐHEST Á RÉTTUM STAÐ
Stóðhestavefur, stóðhestablað og stóðhestaveisla Hrossaræktar.is
Í febrúar verður opnaður nýr vefur helgaður hrossarækt íslenskra hesta, hérlendis og erlendis.
Vefurinn heitir Hrossarækt.is (hrossaraekt.is) og er markmið hans að vera allsherjar upplýsingaveita um allt það sem viðkemur hrossarækt, auk þess að taka púlsinn á því sem er á döfinni hverju sinni hjá áhuga- og atvinnufólki í hrossaræktinni.
Hrossaræktendum býðst að fá kynningarsíðu á Hrossarækt.is til að kynna sína ræktun - tilvalinn vettvangur fyrir stóra jafnt sem smáa ræktendur að koma sinni ræktun á framfæri.
Samhliða þessum vef verður tekinn í gagnið stóðhestavefur, nýr og betri vettvangur fyrir eigendur og umráðamenn stóðhesta til að koma sínum gæðingum og/eða vonarstjörnum á framfæri.
Meðal nýjunga á þessum stóðhestavef má til dæmis nefna stóðhestaleit þar sem notendur geta leitað að stóðhestum á myndrænan hátt út frá aldri, lit, kynbótamati og einkunnum, svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður boðið upp á leit að hestum út frá ættarlínum, einstökum byggingar- og hæfileikaeinkunnum og notkunarstöðum.
Auk þess verður umráðamönnum stóðhesta í fyrsta skipti boðið upp á það að geta uppfært upplýsingar um sinn hest þegar þeim hentar - setja inn frétt, mynd eða myndskeið - með aðgangi að eigin síðum. Með þessu opnast fjölbreyttir möguleikar fyrir eigendur og umráðamenn að markaðssetja sína stóðhesta eftir eigin höfði.
Stóðhestavefurinn er starfræktur samhliða Stóðhestablaði og Stóðhestaveislu sem hefur verið haldin fyrir fullu húsi í Rangárhöllinni sl. tvö ár, auk þess sem u.þ.b. 12.000 IP-addressur heimsóttu beina útsendingu af stóðhestaveislu seinasta árs á netinu. Stóðhestaveislan er á dagskrá 9. apríl nk. en verður að þessu sinni færð í Ölfushöllina til að koma fleiri áhorfendum að og að auki verður boðið upp á Stóðhestaveislu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 1. apríl.
Stóðhestablaðið hefur verið gefið út í 2.000 eintökum en upplagið verður stækkað í 3.000 eintök í ár.
Verð fyrir stóðhestaauglýsingar á vef, í blaði og á sýningu er eftirfarandi (verð án vsk.):
|
Vefur |
Vefur + hálfsíða |
Vefur + heilsíða |
Stóðhestar 4 vetra og eldri |
15.000 kr. |
30.000 kr. |
45.000 kr. |
Ungfolar 2 og 3 vetra (fæddir 2007 og yngri) |
7.500 kr. |
22.500 kr. |
37.500 kr. |
Hrossaræktendur-kynningarsíða |
15.000 kr. |
|
|
Þeir stóðhestar sem eru auglýstir á vef og heilsíðu í blaði, eiga þess kost að komast að með kynningaratriði á Stóðhestaveislu, annað hvort norðanlands eða sunnan-. Þar sem takmarkaður fjöldi hesta kemst inn á hvora sýningu um sig, mun valnefnd mun velja úr hópi þeirra sem óska eftir að komast að og viðkomandi fá boð um að mæta með sinn hest á aðra hvora sýninguna.
Verð fyrir almennar auglýsingar (vöru og þjónustu) á vef og í blaði er eftirfarandi (verð án vsk.):
|
Vefur |
Hálfsíða |
Heilsíða |
Baksíða / Titilsíða |
Aðrar auglýsingar - Blað |
sjá fylgiskjal |
15.000 kr. |
30.000 kr. |
60.000 kr. |
Allar nánari upplýsingar veitir Magnús Benediktsson í síma 893-3600, eða á netfangið maggiben@gmail.com
Almennar auglýsingar (vörur og þjónusta) á Hrossarækt.is
Þar sem vefurinn Hrossarækt.is verður tvískiptur - annars vegar fræðslu- og upplýsingavefur og hins vegar stóðhestavefur - býðst auglýsendum að koma sínum skilaboðum á framfæri á sitthvorum vettvanginum.
Vefborðar birtast að jafnaði á forsíðu og undirsíðum hvors vefhluta um sig. Flettingar eru mest þrjár, þ.e. þrír borðar skiptast á að birtast í sama svæði.
Þeim stóðhestaeigendum sem auglýsa sinn hest á stóðhestavefnum býðst einnig að kaupa auglýsingapláss hægra megin á síðu (turn) til notkunar. Það auglýsingapláss er þá keypt fyrir jafnlangan tíma og stóðhestaauglýsingin, þ.e. 12 mánuði.
Á hrossaræktarvefnum birtast auglýsingar á forsíðu og öllum undirsíðum. Á stóðhestavefnum birtast auglýsingar á forsíðu og flestum undirsíðum, auk þess sem þær birtast á öllum einstaklingssíðum þar sem stóðhestaeigandi kaupir ekki auglýsingaplássið.
Verð fyrir vefborða á Hrossarækt.is og stóðhestavef Hrossaræktar.is. (verð án vsk.):
|
Stærð (punktar) |
Flettingar |
Verð - 3 mán |
Verð - 6 mán |
Verð - 12 mán |
|
Hrossaraekt.is - Haus |
500*100 |
3 |
200.000 kr. |
300.000 kr. |
400.000 kr. |
|
Hrossaraekt.is - Turn |
150*600 |
3 |
250.000 kr. |
380.000 kr. |
500.000 kr. |
|
Stóðhestavefur - Haus |
500*100 |
3 |
200.000 kr. |
300.000 kr. |
400.000 kr. |
|
Stóðhestavefur - Turn |
150*600 |
3 |
250.000 kr. |
380.000 kr. |
500.000 kr. |
|
Stóðhestavefur - Einstaklingssíða - Turn |
150*600 |
1 |
|
|
15.000 kr. |
|
|
|
|
|
|
Á tímabilinu frá 20. febrúar til 10. mars verður boðið upp á kynningarverð á vefborðum, sbr. verðskrá hér fyrir neðan (verð án vsk.) |
|
|
Stærð (punktar) |
Flettingar |
Verð á tímabili |
|
Hrossaraekt.is - Haus |
500*100 |
3 |
20.000 kr. |
|
Hrossaraekt.is - Turn |
150*600 |
3 |
25.000 kr. |
|
Stóðhestavefur - Haus |
500*100 |
3 |
20.000 kr. |
|
Stóðhestavefur - Turn |
150*600 |
3 |
25.000 kr. |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Miðað er við að auglýsingum verði skilað á .swf, .jpg eða .gif formi og að hver auglýsingaborði sé ekki að fara yfir 50 kb í stærð.