Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2010 September

23.09.2010 16:38

Mótmæli vegna lokunnar Vonarskarðs

Aðilar í ferðaþjónustunnni og fulltrúar útivistahópa hafa hug á að sameinast í mótmælum vegna lokunnar Vonarskarðs fyrir öðrum en fáeinum gangandi ferðalöngum.

Fyrirhugað er að mótmælin eigi sér stað í sjálfu Vonarskarði 2. okt. næstkomandi með táknrænum hætti. LH er aðili að þessum mótmælum og styður þau heilshugar. Það er ekki hægt að láta bjóða sér að þekktri reiðleið frá árdögum Íslandsbyggðar ( Bárðargötu í Vonarskarði ) skuli lokað með geðþóttaákvörðun fárra aðila. Þarna er auðnin ein, grjót og sandar og gróður því ekki í hættu. Það skýrist þegar nær dregur hvernig þessu verður háttað, en táknrænt gæti verið að hestamenn færu inn eftir með hesta á kerrum og riðu síðasta spölinn inn í Vonarskarð.

Halldór H Halldórsson
Ferða- og samgöngunefnd LH.

21.09.2010 07:49

FOLALDASÝNING HMF SINDRA 2010

Verður haldin í Skálakoti laugardaginn 30. október 2010 kl 13:00.
Sýningin verður með svipuðu sniði og verið hefur. Skráningargjöld eru 500 kr á folald og skulu greidd áður en folald er sýnt. Hægt er að skrá á netfangið maggiben@gmail.com

Mætum nú öll með góða skapið og höfum gaman af.

Við hvetjum ykkur til að fylgjast með auglýsingum hvað þetta varðar þegar nær dregur.


Til þeirra sem málið varðar. 
    Á þessum folaldasýningum höfum við reynt að stilla kostnaði í hóf og aflað okkur styrkja á einn eða annan hátt. Hvort sem það er hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Þess vegna langar okkur að hvetja þá sem vilja styrkja þetta með einhverju móti að hafa samband við undirritaða eða Magga Ben.  Munið að margt smátt gerir eitt stórt og viðkomandi verður getið í sýningarskrá.

Með von um góðar undirtektir
nefndin.

10.09.2010 20:46

Opnir fundir um smitandi hósta  

Stækka mynd 1
Ljósm.: Ransý
LH, FHB og FT boða sameiginlega til funda um stöðu smitandi hósta í hrossum á Íslandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST mun mæta og fara yfir stöðuna með fundargestum.
Fyrri fundurinn verður haldin í ÍSÍ húsinu í Laugardal þriðjudaginn 14.sept. kl.17:30.
Seinni fundurinn verður haldin í Þingborg, fyrir austan Selfoss, þriðjudaginn 14.sept. kl.20:30.
Fundirnir eru öllum opnir.
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41