Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2010 Ágúst

11.08.2010 08:33

Dagskrá Síðsumarsmót

Síðsumarmót Hestamannafélagsins Sindra

Laugardaginn 14. ágúst 2010.

Keppni hefst stundvíslega kl 10:30

 

Keppnisröð er eftirfarandi:

 

10:30 B-flokkur gæðinga => forkeppni

            Pollar => kláraður.

            Börn => forkeppni

            Unglingar => forkeppni

            A-flokkur gæðinga => forkeppni

            Úrslit flokka í sömu röð og forkeppni strax að lokinni forkeppni í A-flokki.

 

15:00 Töltkeppni forkeppni og úrslit (ef næg þátttaka fæst, minnst 10 keppendur)

            Kappreiðar í beinu framhaldi af tölti.

100m skeið með fljótandi starti

150m skeið

300m brokk

300m stökk.

 

 

Mótið er opið öllum. Skráningargjöld í A- og B- flokki gæðinga og tölti 1500 kr og 500 kr í kappreiðum á hvert hross.  Greiðist í allra síðasta lagi á staðnum. Ef greitt er í heimabanka fyrir keppni skal framvísa kvittun á keppnisdag.

Skráningar á netfangið solheimar2@simnet.is og í síma 8660786 (Petra)

 

Vonumst til að sjá sem flesta

Mótanefnd.

 

Ps. Sjoppa á staðnum en ekki posi..

Ef þátttakan verður framar vonum getur tímasetning riðlast.. :)
með kveðju Mótanefnd

07.08.2010 16:55

SÍÐSUMARMÓT
 

HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA

LAUGARDAGINN 14. ÁGÚST 2010

 

Ágætu Sindrafélagar.
Svona verður síðsumarmótinu okkar háttað.

 

Keppt verður í A- og B- flokki gæðinga, barna- og unglinga flokki  með þessu sniði:

 

Sérstök forkeppni: stjórnast af þul.

Er alltaf riðin upp á vinstri hönd.

 Þar sem 3 verða inná í einu.


B- fl:

2 hringir hægt tölt

2 hringir brokk, frjáls hraði.

2 hringir greitt tölt á langhliðum.

 

A- fl:

2 hringir tölt

2 hringir brokk frjáls hraði

Ein umferð skeið, einn í einu.

 

Barnafl:

2 hringir brokk eða tölt

2 langhliðar stökk, betri langhliðin gildir

Stjórnun og áseta.

 

Unglingar:

2 hringir hægt tölt

2 hringir brokk, frjáls hraði

2 hringir yfirferðargangur á langhliðum, annað hvort tölt eða brokk

Stjórnun og áseta

 

Pollaflokkur:

Verður riðinn með firmakeppnis ívafi.
Frjálst og skemmtilegt og ekki riðið til úrslita.

Heldur sætaraðað eftir forkeppni.

 

 

Einnig verður töltkeppni ef næg þátttaka fæst. (lágmark 10 keppendur)

Svo ætlum við að reyna kappreiðar líka og þar verður keppt í:

100 m fljótandi skeiði

150 m skeið

300 m brokk

300 m stökk

 

Verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Spennandi verðlaun fyrir 1. sæti í öllum flokkum og tölti.

Töltkeppnin verður auglýst sérstaklega vel þar sem hún er opin öllum sem og kappreiðarnar en gæðingarkeppnin er einungis fyrir Sindrafélaga.

 

Reiknað er með að byrjað verði á B- flokki gæðinga, þá pollar, börn, unglingar og A-flokkur.

Það fer  alveg eftir þátttökunni en ef hún er góð verður byrjað snemma á laugardagsmorguninn
og við hvetjum fólk til að vera tímanlega og ekki láta bíða eftir sér.

Skráningargjöld eru kr 1500 í A-, B- flokki og tölti, kr 500 í kappreiðum
en pollar börn og unglingar greiða ekkert.

 

Ráslistar verða birtir í allra síðasta lagi á föstudagsmorgun á Sindrasíðunni.

Skráningu lýkur á miðnætti á miðvikudag 11. ágúst.

Hægt er að skrá á netfangið solheimar2@simnet.is og í síma 8660786.

 

Hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát í keppnisskapi.

Mótanefnd.

05.08.2010 22:32

Íslandsmót fullorðinna

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið að Sörlastöðum

í Hafnarfirði dagana 25.- 28. ágúst.

Tekið er við skráningum á
solheimar2@simnet.is 

Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, nafn og IS númer hests

og í hvaða greinum viðkomandi ætlar að keppa.

Skráningagjald er 4.000 krónur og greiðist inn á

reikn: 0317-13-302622 

kt: 540776-0169

Síðasti skráningardagur er 14. ágúst.

Senda þarf staðfestingu á greiðslu á netfangið
solheimar2@simnet.is

Keppendum stendur til boða að fá hesthúspláss með heyi og spæni

nálægt keppnisvelli. Þeir sem vilja nýta sér það hafi samband í

síma 698-3168 fyrir 20. ágúst.

Engin einkunnalágmörk eru á mótið.

04.08.2010 03:10

Ekki verður farið í kvöldreiðtúr þann 5. ágúst eins og áætlað var.

Endilega haldið áfram að kíkja hér við og fylgjast með því við skellum

okkur í skemmtilegan reiðtúr fyrr en seinna emoticon

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41