SÍÐSUMARMÓT
HESTAMANNAFÉLAGSINS SINDRA
LAUGARDAGINN 14. ÁGÚST 2010
Ágætu Sindrafélagar.
Svona verður síðsumarmótinu okkar háttað.
Keppt verður í A- og B- flokki gæðinga, barna- og unglinga flokki með þessu sniði:
Sérstök forkeppni: stjórnast af þul.
Er alltaf riðin upp á vinstri hönd.
Þar sem 3 verða inná í einu.
B- fl:
2 hringir hægt tölt
2 hringir brokk, frjáls hraði.
2 hringir greitt tölt á langhliðum.
A- fl:
2 hringir tölt
2 hringir brokk frjáls hraði
Ein umferð skeið, einn í einu.
Barnafl:
2 hringir brokk eða tölt
2 langhliðar stökk, betri langhliðin gildir
Stjórnun og áseta.
Unglingar:
2 hringir hægt tölt
2 hringir brokk, frjáls hraði
2 hringir yfirferðargangur á langhliðum, annað hvort tölt eða brokk
Stjórnun og áseta
Pollaflokkur:
Verður riðinn með firmakeppnis ívafi.
Frjálst og skemmtilegt og ekki riðið til úrslita.
Heldur sætaraðað eftir forkeppni.
Einnig verður töltkeppni ef næg þátttaka fæst. (lágmark 10 keppendur)
Svo ætlum við að reyna kappreiðar líka og þar verður keppt í:
100 m fljótandi skeiði
150 m skeið
300 m brokk
300 m stökk
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Spennandi verðlaun fyrir 1. sæti í öllum flokkum og tölti.
Töltkeppnin verður auglýst sérstaklega vel þar sem hún er opin öllum sem og kappreiðarnar en gæðingarkeppnin er einungis fyrir Sindrafélaga.
Reiknað er með að byrjað verði á B- flokki gæðinga, þá pollar, börn, unglingar og A-flokkur.
Það fer alveg eftir þátttökunni en ef hún er góð verður byrjað snemma á laugardagsmorguninn
og við hvetjum fólk til að vera tímanlega og ekki láta bíða eftir sér.
Skráningargjöld eru kr 1500 í A-, B- flokki og tölti, kr 500 í kappreiðum
en pollar börn og unglingar greiða ekkert.
Ráslistar verða birtir í allra síðasta lagi á föstudagsmorgun á Sindrasíðunni.
Skráningu lýkur á miðnætti á miðvikudag 11. ágúst.
Hægt er að skrá á netfangið solheimar2@simnet.is og í síma 8660786.
Hlökkum til að sjá ykkur öll hress og kát í keppnisskapi.
Mótanefnd.