Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2010 Júlí

28.07.2010 13:16

Síðsumarmót Hestamannafélagsins Sindra


Á Sindravelli v/Pétursey

Til stendur að halda síðsumarmót laugardaginn 14. ágúst

Keppt verður í:


Fjórgangur: pollar, börn, unglingar, fullorðnir.

Opin töltkeppni ef næg þátttaka fæst (minnst 10 keppendur).

Spennandi verðlaun verða fyrir efsta sæti í tölti !

Kappreiðar

100m fljótandi skeið


150m skeið


300m brokk


300m stökk

Mótið verður nánar auglýst þegar nær dregur en skráningargjöld

verða 1500 kr í töltkeppni og fjórgangi fullorðinna.


Mótanefnd Sindra.

23.07.2010 18:59

Kvöldreiðtúr

Um 20 manns mættu í reiðtúrinn okkar í gærkvöldi og skemmtu sér

konunglega emoticon  Flestir blotnuðu hressilega í fæturna þegar ósinn

var riðinn en það var bara góð tilbreyting frá rykinu.Áætlað er að endurtaka leikinn eftir tvær vikur þann 5. ágúst.

Nánari upplýsingar koma hér inn þegar nær dregur.

Ferða- og fræðslunefnd

12.07.2010 23:34

Vegna félagsferðar

Vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem hafa verið hér hjá okkur í vor

og sumar er svo komið að hin árlega hestaferð Hestamannafélagsins

Sindra fellur niður núna í sumar. 

En búið er að skipuleggja léttan og skemmtilegan kvöldreiðtúr frá

Nesrétt niður með Brandslæk þann 22. júlí og til baka svipaða leið.

Mæting er í réttina kl 20:30 og leggjum við af stað fljótlega eftir það.

Kær kveðja

Ferða- og fræðslunefnd

06.07.2010 14:35

Félagsferð Sindra

Sæl öll sömul

Helgina eftir verslunarmannahelgi verður félagsferðin okkar.

Planið er að fara ríðandi austur í Tungu og gista í Tunguseli.

Vegna þess að aðstæður hafa verið mjög erfiðar hér hjá okkur

viljum við mæla áhuga á þátttöku og biðjum ykkur því að hringja í

Árna S: 893-9438 eða senda póst á
astaalda@simnet.is og láta

vita hvort þið hafið hugsað ykkur að fara í ferðina fyrir kl 19:00

laugardaginn 10. júlí.


Kær kveðja

Ferða og fræðslunefnd
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33