Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2010 Júní

08.06.2010 15:58

VEGNA ANDLÁTS..

Óskars Sigurðar Þorsteinssonar Sindrafélaga.
Hafa aðstandendur komið að máli við félagið.
Þau myndu gjarnan vilja ef einhverjir sæu sér fært að aðstoða við erfidrykkju. Til stendur að hafa kjötsúpu að ósk hins látna og erum við því að leita eftir fólki sem er tilbúið til að koma og elda og undirbúa þetta og einnig vera á staðnum og aðstoða á einn eða annan hátt.
Einnig ætlar félagið að standa heiðursvörð á útförinni og þar væri gaman að fá tillögur að fólki í það.
Útförin fer fram frá Sólheimakapellu laugardaginn 19. júní  og erfidrykkjan yrði í Leikskálum í Vík.
Þeir sem sjá sér fært að aðstoða okkur á einn eða annann hátt er bent á að hafa samband við Vilborgu  á netfangið isbud@simnet.is og síma 867-1486 eða Petru í síma 866-0786 eða netfangið thorsteinn_bjorn@visir.is  

Til stendur svo að halda fund með þeim sem geta aðstoðað á sunnudagskvöld og því væri gott að við værum búnar að fá einhverjar meldingar um þátttöku.
Fundurinn verður þá auglýstur þegar nær dregur helginni.

07.06.2010 15:42

Kæru félagar

Eins og flestir vita eflaust stóð til að halda mót samhliða Kópsmóti 19-20 júní.

En á stjórnarfundi hjá Kópi í gærkvöldi (6.júní) var ákveðið að aflýsa mótinu nú

í júní en bæði félögin ætla þó að halda þeim möguleika opnum að halda

einhverskonar mót í endaðan júlí eða í ágúst.

Ég veit að þetta kemur sjálfsagt illa við einhverja en það er erfitt að stjórna

þessari hestaflensu sem nú geisar austan Mýrdalssands og sjálfsagt víðar.


Með félagskveðju

Formaður
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41