Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2010 Apríl

30.04.2010 12:38

AÐ GEFNU TILEFNI

Hestaþing Sindra VERÐUR haldið á SINDRAVELLI laugardaginn 12 og sunnudaginn 13 júní 2010
Mótið verður með hefðbundnu sniði og er einnig úrtaka fyrir Landsmót 2010 hjá Sindra og Kóp.

Hafir þú heyrt aðrar staðsetningar eða tíma þá er það EKKI rétt.

Stjórnin

20.04.2010 18:29

Bæklingur

Bæklingur um viðbrögð við öskufalli er kominn út á rafrænu formi.

Smellið á linkinn hér fyrir neðan til að kynna ykkur hann.


Leiðbeiningar um viðbúnað við öskufalli

20.04.2010 11:23

Nauðsynlegt að hvíla hross sem hósta eða sýna önnur merki öndunarfærasýkingar

Smitandi hósti í hrossum breiðist nú á milli hesthúsa víða um land og er talið líklegast að um veirusýkingu sé að ræða. Fyrstu rannsóknir benda til þess að ekki sé um hestainflúensu eða smitandi háls- og lungnakvef/fósturlát (EHV-1) að ræða  en það eru alvarlegustu veirusýkingarnar sem leggjast á öndunarfæri hrossa.  Áfram er unnið að því að greina orsökina.

Ekki er enn vitað til þess að hross á útigangi hafi sýkst og óvíst hvort það muni gerast, en það kæmi sér sérlega illa nú þegar hætta á öskufalli er yfirvofandi  á stórum landssvæðum. Hestamönnum er því ráðlagt að hafa fataskipti og þvo sér um hendur áður en útigangshrossum er gefið og ekki gefa útigangi moð frá sýktum hrossum.
Mikilvægt er að hvíla hesta sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar eða eru í byrjunarfasa slíkrar sýkingar og getur það skipt sköpum um hversu hratt þeir ná bata. Alls ekki má mæta með slíka hesta í keppni eða sýningar af nokkru tagi. Hestamenn eru því hvattir til að halda sýningahaldi í lágmarki á meðan veikin gengur yfir.

Sigríður Björnsdóttir
Dýralæknir hrossasjúkdóma

18.04.2010 10:57

Áríðandi tilkynning til eigenda útigangshrossa ! 


Eigendur útigangshrossa um allt land þurfa að búa sig undir verja hross sín fyrir  öskufalli. Of seint er að bregðast við eftir að umtalsvert öskufall er skollið á. Miðað við veðurspá fyrir næstu daga er mest hætta á öskufalli í Rangárvallasýslu en hrossaeigendur á öllu suður- og suðausturlandi þurfa að vera í viðbragðsstöðu.

Þar sem mikið öskufall verður er hrossum bráð hætta búin af því að anda að sér öskunni, drekka mengað vatn og éta hana í sig með menguðu fóðri. Því þarf að hýsa öll hross á þeim svæðum. Sé það ekki hægt þarf að flytja þau á öruggari svæði.

Forðast skal þó flutninga á fylfullum hryssum, einkum af innan við mánuður er í köstun. Sé ekki hægt að hýsa þær með góðu móti skal þeim haldið heim við hús þar sem hægt er að vatna þeim með hreinu vatni og verja fóður fyrir mengun.

Skapist hætta á langvarandi flúormengun er mikilvægast er að verja trippi í vexti því þeim er hættast við  varanlegu tjóni á tönnum og beinum. Þá er fylfullum hryssum sérlega hætt við kalkskorti í blóði sem er lífshættulegt ástand.

Matvælastofnun.

05.04.2010 01:12

FIRMAKEPPNI SINDRA

Firmakeppni Hestamannafélagsins Sindra
 
Verður haldin á Sindravelli sunnudaginn 11 Apríl kl 14:00

Keppt verður í polla-, barna-, unglinga-, kvenna-, karla- og unghrossaflokki (tryppi á 4 og 5 vetri)

Skráningu má senda á netfangið solheimar2@simnet.is og í síma 866-0786 til hádegis á sunnudeginum.
 Einnig hægt að skrá sig á staðnum en mælst er til þess að skráningar komi tímanlega fyrir keppni.

Hlökkum til að sjá ykkur hress og kát
Mótanefnd
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02