Jæja krakkar nú er komið að ykkur..
Til stendur að halda námskeið fyrir ykkur núna í vetur og fram á vor/sumar.
Þetta er námskeið í þjálfun á hrossi fyrir sýningu/keppni.
Þetta getur nýst ykkur fyrir mótin okkar, bæði í vor og svo Hestaþing Sindra. Svo ég tali nú ekki um ef þið farið á Landsmót...
Þó skal geta þess að þetta er ekki eingöngu fyrir þá sem stefna á Landsmót heldur alla sem vilja bæta tækni sína í að keppa á hringvelli.
Við viljum biðja þau ykkar sem hafið áhuga og viljið vera með að hafa samband við annað hvort
hann
Óskar í síma 866-1021 eða
Petru í síma 866-0786 eða á netfangið solheimar2@simnet.is
Við þurfum viðbrögð frá ykkur sem fyrst svo við getum farið að skipuleggja og koma þessu af stað.
Þetta er ekki alveg orðið frágengið með staðsetningu en að öllum líkindum yrði þetta 2svar í mánuði og þá líklegast hér á svæðinu annað skiptið og jafnvel í Rangárhöllinni í hitt skiptið. En þetta er ekki alveg komið á hreint en skýrist þegar við vitum nánar um þátttöku ykkar.
Endilega hafið samband við okkur sem allra fyrst. Því fyrr sem við getum byrjað því betra.
Með kveðju
Óskar, Petra og Vilborg