Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2010 Febrúar

27.02.2010 01:59

ATHUGIÐ !!!!!

Vetrarmóti Sindra sem átti að halda 28. feb.

hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár

fyrir daginn og verður því haldið sunnudaginn 7. mars

25.02.2010 01:08

Youth Cup

Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup
sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku. 
Útvegaðir verða hestar ef óskað er.
Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta,
keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.


Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku,
mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH undir æskulýðsmál og hjá
æskulýðsfulltrúum LH og félaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6,
104 Reykjavík fyrir 1. mars nk.

Sjá nánari upplýsingar undir ÆSKULÝÐSMÁL á http://www.lhhestar.isKær kveðja/Best regard

Oddrún Ýr Sigurðardóttir

Skrifstofustjóri/Office manager

Landssamband hestamannafélaga (LH)

Íþróttamiðstöðin Laugardal, 104 Reykjavík

sími / phone: 514 4033, fax: 514 4031

heimasíða / homepage: www.lhhestar.is

22.02.2010 00:57

Annað vetrarmót

2. Vetrarmót Sindra verður haldið sunnudaginn 28. febrúar á vellinum í Vík.

Mótið hefst stundvíslega kl 14:00 og skráning er fyrirfram á netfangið


solheimar2@simnet.is eða í síma 866-0786/487-1322
 
Síðast séns á skrá sig í síma/netfang er kl 10:00 þann 28/2.
 
Varðandi stigakeppnina þá reiknast stigin svona:

1. sæti 12 stig
2. sæti 10 stig
3. sæti 8 stig
4. sæti 7 stig
5. sæti 6 stig
6. sæti 5 stig
7. sæti 4 stig
8. sæti 3 stig
9. sæti 2 stig
10. sæti 1 stig
 
Mótanefnd.

14.02.2010 23:42

AÐALFUNDUR

AÐALFUNDUR- AÐALFUNDUR

Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra

verður haldinn föstudaginn 26. febrúar 2010

 í
Skálakoti

fundurinn hefst kl 20:30

Dagskrá:

venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffiveitingar í boði félagsins

stjórnin.

11.02.2010 15:58

NÁMSKEIÐ- NÁMSKEIÐ

Jæja krakkar nú er komið að ykkur..
Til stendur að halda námskeið fyrir ykkur núna í vetur og fram á vor/sumar.
Þetta er námskeið í þjálfun á hrossi fyrir sýningu/keppni.
Þetta getur nýst ykkur fyrir mótin okkar, bæði í vor og svo Hestaþing Sindra. Svo ég tali nú ekki um ef þið farið á Landsmót...
Þó skal geta þess að þetta er ekki eingöngu fyrir þá sem stefna á Landsmót heldur alla sem vilja bæta tækni sína í að keppa á hringvelli.

Við viljum biðja þau ykkar sem hafið áhuga og viljið vera með að hafa samband við annað hvort
hann Óskar í síma 866-1021 eða Petru í síma 866-0786 eða á netfangið solheimar2@simnet.is

Við þurfum viðbrögð frá ykkur sem fyrst svo við getum farið að skipuleggja og koma þessu af stað.

Þetta er ekki alveg orðið frágengið með staðsetningu en að öllum líkindum yrði þetta 2svar í mánuði og þá líklegast hér á svæðinu annað skiptið og jafnvel í Rangárhöllinni í hitt skiptið. En þetta er ekki alveg komið á hreint en skýrist þegar við vitum nánar um þátttöku ykkar.
Endilega hafið samband við okkur sem allra fyrst. Því fyrr sem við getum byrjað því betra.

Með kveðju
Óskar, Petra og Vilborg

01.02.2010 22:29

Reiðnámskeið


Það hafa orðið smá breytingar á þeim dögum sem reiðnámskeiðið verður haldið.
Fyrsti dagur verður eins og var áætlað,  fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13:00 en svo eru það miðvikudagarnir 17. feb og 3. mars kl. 11:00
Námskeiðið er orðið fullskipað með 12 nemendum og greiðir hver og einn 18.750 kr inn á reikning hestamannafélagsins sem er gefinn upp hér í glugganum til hægri.

Athugið að greiða verður allt gjaldið fyrir fyrsta dag námskeiðs
og sendið kvittun í tölvupósti á
sudur-foss@simnet.is


Kveðja
Ferða- og fræðslunefnd

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 257
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136488
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:11:37