Sælir félagar
Loksins eru komnar inn nokkrar myndir af 60 ára afmælishátíð félagsins okkar og fleiri á leiðinni fljótlega.
Ég hef ekki verið nógu dugleg að halda síðunni lifandi undanfarna mánuði og biðst ég afsökunar á því. Þó langar mig að biðja ykkur um að vera duglegri að senda mér myndir og frásagnir af því sem er um að vera hjá ykkur tengdu hestamennskunni. (
dorajg@simnet.is )
Það er alltaf gaman að skoða myndir og þar sem nokkrir koma saman og skella sér í reiðtúr er oftast einhver með myndavél með sér. Það eru einmitt þessar myndir sem er svo gaman fyrir okkur hin að skoða.
Svo gefur það auga leið að mér er ómögulegt að vera viðstödd alla viðburði félagsins og það hefur borið rosalega mikið á því að ef vefstjóri er ekki á staðnum kemur engin frásögn eða myndir hingað inn á síðuna.
Vinnum saman að því að hafa síðuna okkar lifandi og skemmtilega
Kær kveðja
Dóra