Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Desember

30.12.2009 16:46

Félagsstarf 2010

Nú eru skipaðar nefndir á fullu við að skipuleggja dagsskrá komandi árs.

Ég vil minna nefndarmenn á að senda mér sem fyrst það sem þeir eru komnir

með svo hægt sé að setja það hér inn.

Nú er búið að fastsetja dagsetningar á vetrarmótin og það er full ástæða til að
 
taka það fram hér að nú verða haldin 3 mót og eru þau stigakeppni svo það

borgar sig að taka þátt í þeim öllum. Fyrsta mótið verður haldið eftir aðeins

1 mánuð, þann 30. janúar.  Það er því ekki seinna að vænna en að drífa
 
keppnishestana á hús og byrja að þjálfa. emoticon

Athugið svo að taka föstudaginn 26. febrúar frá því þá verður haldinn

aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra

Munið svo að huga að hestunum ykkar og gera viðeigandi ráðstafanir svo

ekki verði slys af völdum hávaða frá flugeldum hvort sem er á húsi eða í haga.

Bestu áramótakveðjur til allra félagsmanna

Vefstjóri

18.12.2009 08:55

Frá vefstjóra

Sælir félagar

Loksins eru komnar inn nokkrar myndir af 60 ára afmælishátíð félagsins okkar og fleiri á leiðinni fljótlega.

Ég hef ekki verið nógu dugleg að halda síðunni lifandi undanfarna mánuði og biðst ég afsökunar á því. Þó langar mig að biðja ykkur um að vera duglegri að senda mér myndir og frásagnir af því sem er um að vera hjá ykkur tengdu hestamennskunni. ( dorajg@simnet.is )
Það er alltaf gaman að skoða myndir og þar sem nokkrir koma saman og skella sér í reiðtúr er oftast einhver með myndavél með sér. Það eru einmitt þessar myndir sem er svo gaman fyrir okkur hin að skoða.
Svo gefur það auga leið að mér er ómögulegt að vera viðstödd alla viðburði félagsins og það hefur borið rosalega mikið á því að ef vefstjóri er ekki á staðnum kemur engin frásögn eða myndir hingað inn á síðuna.

Vinnum saman að því að hafa síðuna okkar lifandi og skemmtilega

Kær kveðja

Dóra

15.12.2009 11:10

FRÉTTATILKYNNING

Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga.

60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn. Gunnar Bjarnason leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum LH segir m.a.: "Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi reiðhestaíþrótta...." 
Á hátíðinni  verður athygli vakin á fjölþættu hlutverki íslenska hestsins og því viðamikla og blómlega starfi sem honum tengist, bæði hér á landi og erlendis.  Hestamennska er atvinna margra sprottin af þeirri íþrótt og lífsstíl fjölda fólks á öllum aldri sem nýtur margbreytilegra eðliskosta íslenska hestsins í leik og keppni. Staða íslenska hestsins er sterk í menningu þjóðarinnar og sérstæðir eiginleikar hans hafa vakið verðskuldaða athygli víða um lönd það hefur reynst dýrmætt kynning landi og þjóð.
Afmælishátíðin hefst á fánareið úrvalsknapa á öðlingsgæðingum, sem koma ríðandi að Iðnó klukkan 14:45. Klukkan 15:00 hefst svo afmælisdagskrá þar sem fjallað verður  um fjölþætt hlutverk íslenska hestsins og það viðamikla og blómlega starf sem honum tengist, bæði hér heima og erlendis:  Kári Arnórsson flytur inngang um sögu LH, Þorvaldur Kristjánsson fjallar um íslenska hestinn og vísindasamfélagið, Ásta Möller ræðir lykilþætti í markaðssetningu íslenska hestsins, Benedikt Erlingsson fjallar um hestinn í listum og menningu, Pétur Behrens flytur erindi um tamningu og reiðlist og Hjörný Snorradóttir fjallar um stefnumótun varðandi framtíð Landsmóts hestamanna. Dísella Lárusdóttir syngur  og Gunnar Eyjólfsson flytur ljóð. Fundarstjóri hátíðarinnar verður Friðrik Pálsson. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Landsamband hestamannafélaga er aðili að Íþróttasambandi Íslands. 47 félög eiga aðild að sambandinu og er formaður þess Haraldur Þórarinsson. Auk hefðbundinnar keppni, æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar er það, samkvæmt lögum Íþróttasambands Íslands, í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála, landnýtinga- og umhverfismála.

Árið 2010, 60 ára starfsár Landssambands hestamannafélaga, verður nýtt til þess að kynna enn betur íslenska hestinn og mikilvægi hans fyrir íslensku þjóðinni.  Landsmótið á Vindheimamelum verður hápunkturinn og hin eiginlega afmælisveisla allra hestamanna.
F.h. afmælisnefndar LH
Hallmar Sigurðsson síma 8960779
hallmars@internet.is

 

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 273
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136504
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 19:43:44