Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Október

27.10.2009 21:43

FOLALDASÝNINGIN...

Vegna gríðarlegrar þátttöku á Folaldasýningu á laugardaginn.
 Þá höfum við ákveðið að byrja stundvíslega kl 13:00.
Alls eru 49 folöld skráð til leiks og fyrirkomulagið er eftirfarandi:
 Sýnd verða 2 folöld saman án móður í hringnum og liðsinnir þulur sýnendum um sýningarfyrirkomulag.
Að gefnu tilefni er gott að vera kominn tímanlega á staðinn með folöldin til að forðast óþarfa troðning og tafir. 
Einnig að svæðið fyrir framan reiðhöll sé frítt fyrir hestakerrur.
Munið að greiða þátttökugjöld á staðnum. 500 Kr á folald.
 
Við minnum einnig að kaffisölu til styrktar Hestamannafélaginu
 
Kaffi/gos og vöfflur eins og hver getur í sig látið á 500 Kr...
 
Ath Ekki er posi á svæðinu.
 
Nefndin

13.10.2009 01:18

Kæru hrossaræktendur og félagsmenn


Folaldasýning Hestamannafélagsins Sindra verður haldin í

Skálakoti þann 31. okt. 

Sýningin hefst stundvíslega klukkan 14:00

Maggi Ben tekur við skráningum til miðnættis laugardaginn 24. okt

í
maggiben@gmail.com og s: 893-3600

Athugið að ekki er hægt að skrá folald sem er ekki skráð í Feng !

Skráningagjaldið er aðeins 500 kr á hvert folald (greitt á staðnum)

og 3 efstu folöldin úr hvorum flokki fá þátttökurétt í

stórsýningunni í Rangárhöllinni 21. nóvember.
 
Möguleiki er fyrir 7. folaldið að komast að ef fallegasta folald að mati
 
áhorfenda er ekki eitt af þessum 6 í verðlaunasætum.

Einnig verður boðið upp á að taka DNA sýni og örmerkingu á þeim
 
folöldum sem taka þátt gegn vægri greiðslu.

Verðlaunin eru stórglæsileg!
 
Farandbikarar, eignabikarar og

folatollar fyrir fimm efstu sætin í hvorum flokki.

Einnig eru folatollar fyrir fallegustu folöld að mati dómara og áhorfenda.Álfsteinn frá Hvolsvelli
IS2007184857
F: Álfur frá Selfossi
M: Eydís frá Stokkseyri

Grandi frá Skipaskaga
IS2005135026
F: Gári frá Auðsholtshjáleigu
M: Kvika frá Akranesi

Hróður frá Hvolsvelli
IS2005180921
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga
M: Eydís frá Stokkseyri

Húmvar frá Hamrahóli
IS2001186614
F: Adam frá Ásmundarstöðum
M: Fiðla frá Hvolsvelli

Kiljan frá Fornusöndum
IS2008184177
F: Vilmundur frá Feti
M: Perla frá Sauðárkróki

Már frá Feti
IS2003186923
F: Orri frá Þúfu
M: Ösp frá Háholti

Nökkvi frá Fornusöndum
IS2007184174
F: Aron frá Strandarhöfði
M: Svarta-Nótt frá Fornusöndum

Skýr frá Skálakoti
IS2007184162
F: Sólon frá Skáney
M: Vök frá Skálakoti

Snjall frá Vatnsleysu
IS2004158500
F: Parker frá Sólheimum
M: Sabína frá Vatnsleysu

Steðji frá Skipaskaga
IS2007101043
F: Stáli frá Kjarri
M: Sjöfn frá Akranesi

Valtýr frá Fornusöndum
IS2006184171
F: Vár frá Vestra-Fíflholti
M: Björk frá Norður-Hvammi

Vígar frá Skarði
IS1997186772
F: Ófeigur frá Flugumýri
M: Vaka frá Strönd

02.10.2009 08:54

Kæru félagsmenn

 
Eru ekki einhverjir sem eiga gamla Sindrajakka, keppnisbúning og þ.h.

sem hann er til í að lána okkur í afmælisveisluna.. Verður notað sem

skraut. Einnig má alveg lána okkur reiðtygi, bæði gömul og ný.

Mél, stangir og eitthvað sniðugt.

Undirrituð lofar að skila öllu saman til baka aftur.

Ef þið eigið eitthvað handa okkur má senda mér tölvupóst á


solheimar2@simnet.is
eða hringja bara í 866-0786.

Kveðja

Formaður
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 198
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 367
Gestir í gær: 187
Samtals flettingar: 1137967
Samtals gestir: 174217
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 14:28:41