Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 September

21.09.2009 13:01

Afmæli

Kæru Sindra félagar
 
Laugardagskvöldið 17. október 2009 verður haldið upp á 60 ára afmæli
Hestamannafélagsins Sindra. Veislan verður haldin á Eyrarlandi í
Reynishverfi  og er þetta matarveisla í boði félagsins.
Þegar nær dregur mun verða sent út bréf á alla félagsmenn með frekari upplýsingum og dagskrá. Þá þarf fólk að skrá sig svo við sjáum hversu margir hyggjast mæta. Við vonum að sjálfsögðu að sem flestir sjái sér fært að koma og halda upp á afmælið með okkur. Þessi veisla er fyrir 18 ára og eldri.
Föstudaginn 16. október 2009 verður svo haldið afmæli Sindra fyrir börn og unglinga hestamannafélagsins á Ströndinni, Víkurskála og þar verður pizzuveisla og fjör. Það verður einnig kynnt betur þegar nær dregur.
Enn og aftur þá vonumst við til að sjá sem flesta félaga.
 
Með félagskveðju
Afmælisnefnd.

03.09.2009 23:58

Fréttabréf

Ágætu Sindrafélagar.

 

            Framundan eru haustverkin hjá okkur flestum og nú fara hrossin okkar að fá pásu fram undir jól. Þar sem að þetta á að heita rólegur tími hjá okkur hestamönnum ákváðum við hjá stjórn Hestamannafélagsins að nú sé mál að halda upp á 60. ára afmæli félagsins.

Ákveðið hefur verið að halda það 17. október 2009. Ekki er komin endanleg staðsetning en það kemur mjög fljótlega og verður auglýst í pósti til ykkar og einnig á heimasíðu félagsins. Til stendur að velja íþróttamann ársins og efnilegasta íþróttamann ársins við sama tilefni og einnig stendur til að heiðra nokkra félaga. Eitthvað meira mun nú vera okkur til fróðleiks og skemmtunar og verður það nánar auglýst.

Takið endilega frá daginn og munið að þetta er afmæli og öllum félögum er að sjálfsögðu boðið.

 

Ykkur til fróðleiks eru eftirtaldir í afmælisnefnd og verða kallaðir á fund í vikunni 7-11 sept.

Halldóra Gylfadóttir, Sigríður Lóa Gissuradóttir, Birna K. Pétursdóttir og Örn Orri Yngvason og undirrituð.

 

Þann 31. október 2009 verður folaldasýning félagsins og er það Maggi Ben sem er höfðuð og herðar í því öllu saman. Skráningar eru á netfangið maggiben@gmail.com það kostar 500 kr á folald að vera með og folöldin þurfa að vera skráð í feng. Þið ykkar sem eruð með farandgripi frá síðustu sýningu er bent á að fara að láta grafa í gripina og koma þeim svo til okkar í tíma. 

Folaldasýningin verður líka auglýst nánar þegar nær dregur bæði á pósti til ykkar og á heimasíðunni okkar.

 

Ég ætla að láta þetta duga í bili og hlakka til að sjá ykkur öll í afmælinu.

Með félagskveðju

Petra Kristín Kristinsdóttir

Formaður.

01.09.2009 02:29

Folaldasýning

Áætlað er að halda folaldasýningu Hestamannafélagsins Sindra
 
þann 31. okt í Skálakoti.

Skráning er hjá Magga Ben í
maggiben@gmail.com og er

skráningargjald á hvert folald 500 kr.

Folöldin þurfa að vera skráð í Feng til að geta tekið þátt svo það er

um að gera að drífa þann hluta af sem fyrst. emoticon

Við viljum minna þá sem unnu farandbikara í fyrra að láta grafa í þá ef

það er ekki þegar búið og koma þeim svo til skila tímanlega fyrir sýningu.

Nánari upplýsingar koma svo þegar nær dregur stóra deginum emoticon

 
  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136533
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:14:33