Félagsferð hestamannafélagsins Sindra 8. - 9. ágúst nk.
Farið verður frá Skógum laugardaginn 8.ágúst kl.10:00 og riðið að Eyrarlandi
í Reynishverfi með ýmsum krókaleiðum.
Um kvöldið verður kynnt í kolunum, þar sem hver og einn getur
komið með eitthvað á grillið.
Hægt er að gista að Eyrarlandi innan dyra sem utan.
Á sunnudeginum verður riðið með fjörunni að Pétursey.
Upplýsingar og skráning hjá:
Hjördísi Rut í síma 487-1494 / 861-0294 og sudur-foss@simnet.is
og Árna í síma 487-8886 / 893-9438