Hestamannafélagið Sindri


Færslur: 2009 Júní

29.06.2009 12:28

Kvöldreiðtúr

Annar kvöldreiðtúr sumarsins verður fimmtudaginn 2. júlí. 

Að þessu sinni verður riðið frá Skógum undir leiðsögn staðkunnugra. 

Mæting við Kvernubrú  kl:20:30 

Miðað er við að fólk hafi einn til tvo hesta til reiðar.  

Nánari upplýsingar gefa Hjördís sudur-foss@simnet.is S: 8610294 og

Andrína
age@snow.is S: 8963433.

27.06.2009 03:27

Dagskrá og ráslistar í A, B-flokki og tölti

Dagskrá:

Laugardagur 27 júní.

Kl: 10.00  B-Flokkur

Kl: 12.00 Matarhlé

Kl:13.00 Hópreið, mótssetning

Kl 13.45 Pollaflokkur

Kl: 14:10 Barnaflokkur

Kl: 16:30 Unglingaflokkur

Kl: 17:40  A-Flokku
r
Kl: 19:30 Stjörnublikkstöltið

Kl: 21:45 100m flugskeið

Kl: 22:30 Úrslit í Tölti

Kl: 23:00 Kvöldvaka


Sunnudagur 28. júní.

Kl: 11.00 Úrslit í B-flokki

Kl: 11.30 Úrslit í Pollaflokki

Kl: 12:00 Matarhlé

Kl: 13:00 Úrslit í Barnaflokki

Kl: 13:30 Úrslit í Unglingaflokki

Kl: 14:00 Úrslit í A-flokki

Kl: 14:30 Vígsla skeiðbrautar

Kl: 15:00 Kappreiðar

Kl: 16:30 MótsslitA-flokkur

1)      Árdís frá Stóru-Heiði

2)      Ómur frá Fornusöndum

3)      Kveikur frá Norður-Hvammi

4)      Losti frá Norður-Hvammi

5)      Ótti frá Skálakoti

6)      Blökk frá Króki

7)      Reykur frá Skefilsstöðum

8)      Skelfir frá Skriðu

9)      Svalur frá Hraunbæ

10)     Vífill frá Skarði

11)     Hreimur frá Fornusöndum

12)     Rúbín frá Ytri-Skógum

13)     Trausti frá Steinum

14)     Silvía frá Fornusöndum

15)     Tign frá FornusöndumB-flokkur


1)      Þyrill frá Hvassafelli

2)      Örlygur frá Hafnarfirði

3)      Gulltoppur frá Álftagróf

4)      Hrund frá Minni-Borg

5)      Skuld frá Naustum lll

6)      Sveigur frá Varmadal

7)      Galsi frá Yzta-Bæli

8)      Von frá Núpakoti

9)      Hrappur frá Efri-Fitjum

10)     Svarti Bjartur frá Þúfu

11)     Kopar frá Holti

12)     Dropi frá Stóra-Dal

13)     Tinna frá Núpakoti

14)     Klængur frá Skálakoti

15)     Hrynjandi frá Selfossi

16)     Perla frá Efstu-Grund

17)     Kristall frá FornusöndumStjörnublikkstöltið

Flauta frá Hala

Skipting frá Höskuldsstöðum

Íkon frá Hákoti

Gulltoppur frá Álftagróf

Hríma frá Þjóðólfshaga

Reykur frá Skefilsstöðum

Flögri frá Útnyrðingsstöðum

Rauðskeggur frá Brautartungu

Gormur frá Flótshólum

Sveigur frá Varmadal

Silvía frá Fornusöndum

Villimey frá Fornusöndum

Svali frá Feti

Viðja frá Litlalandi

Frakkur frá Laugarvöllum

Örlygur frá Hafnarfirði

Von frá Núpakoti

Hrynjandi frá Selfossi

Maístjarna frá Spágilsstöðum

Leiknir frá Tunguhálsi ll

Óttar frá Norður-Hvammi

Skuld frá Naustum lll

Hringur frá Ytri-Sólheimum

Hrund frá Minni-Borg

Kopar frá Holti

Kristall frá Fornusöndum

Klængur frá Skálakoti

Sprettur frá Akureyri

Vaka frá Margrétarhofi

Dropi frá Stóra-Dal

Vafi frá Hvolsvelli

Ás frá Hafsteinsstöðum

Tíbrá frá Minni-Völlum

Hrappur frá Efri-Fitjum

Sirkus frá Litla-Garði

24.06.2009 01:38

Föstudagsreiðtúr

Frá  ferða- og fræðslunefnd

Föstudagsreiðtúrinn er að sjálfsögðu á sínum stað til að starta mótshelginni.

Farið verður frá Sindravelli klukkan 21:00 og riðið um nágrennið undir leiðsögn

Andrínu. Áætlað er að reiðtúrinn taki um 2-3 klukkustundir.

Mæting tímanlega!

Kveðja

Ferða- og fræðslunefnd.

23.06.2009 18:19

Sindrafélagar athugið !

Síðasti skráningardagur fyrir Hestaþing Sindra á morgun miðvikudag

(á miðnætti) og ekki þýðir að senda inn skráningar eftir það.
 
Að vísu má skrá sig í kappreiðagreinar fram að keppni.

Einnig minnum við ykkur á að greiða skráningargjöldin fyrir helgi.

Ef þið greiðið eftir kl 4 á föstudag þarf að koma með kvittun.
 
Mótanefnd.

19.06.2009 21:07

Æskulýðsmót Sindra

Sæl öll
 
Mig langar að koma á framfæri að á miðvikudaginn 24. júní og fimmtudaginn 25.
 
júní
verður okkar árlega æskulýðsmót á Sindravelli.

Í ár mun Kristín Lárusdóttir sjá um reiðkennsluna en hún ætti að þekkja flest okkar
 
síðan í æfingabúðunum og er mjög gaman að geta boðið upp á einskonar

framhaldsnámskeið. Vonandi hafið þið verið dugleg að æfa ykkur krakkar, við
 
hlökkum  til að sjá ykkur á miðvikudaginn.

 
Mæting er kl 15:00 út á Sindravöll en mótið kostar á mann 1.500.- innifalið í því er
 
hmf. Sindra buff, kennslan, fæði s.s. kvöldmatur, morgunnmatur, hádegismatur og
 
kaffi.

Krakkarnir mega sjálf koma með snakk og gos fyrir kvöldið en nammi finnst okkur
 
vera óþarft og vonumst við til þess að þið látið snakkið duga.

Við sláum upp tjaldbúðum eins og verið hefur og væri sniðugt fyrir ykkur að

sameina ykkur í tjöldin.

 
Vinsamlegast skráið ykkur á e-mailið isbud@simnet.is hjá Vilborgu fyrir
 
mánudaginn 22. júní. Vanti frekari upplýsingar er síminn 867-1486.

 
Með kveðju

Reiðskóla og æskulýðsnefnd

18.06.2009 20:24

Hestaþing Sindra 27. - 28. júní 2009

Hestþing Sindra

27. og 28. júní 2009.

Á Sindravelli við Pétursey.

 

Dagskrá:

Laugardagur 27. júní:

Kl 10:00 Forkeppni í B- flokki gæðinga

Kl 13:00 Hópreið, mótsetning og vígsla skeiðbrautar

                Forkeppni í polla-, barna-, unglinga-, ungmenna- og A- flokki.

Skráningargjöld fyrir ungmenna- A- og B flokk er 1500 kr á hest, en 500 kr dragast af 2. og 3. hesti. 4. hestur frá sama eiganda fær frítt.

 

Athugið: Keppnisröð er samkvæmt mótsskrá.

 

Kl 19:00 STJÖRNUBLIKKS - TÖLTIÐ

Töltkeppni sem er opin öllum, keppt er til úrslita. Vegleg peningverðlaun í 1. sæti. Skráningargjald 2500 kr.

Eftir töltkeppnina fer fram keppni í 100 m skeiði með fljótandi starti.

 

Áætluð kvöldvaka að hætti skemmtinefndar

 

Sunnudagur 28. júní

Kl 11:00 úrslit í B- flokki,

Polla-, barna-, unglinga-, ungmenna og A- flokki

 

Kl 14:30

Kappreiðar - opnar öllum

150 m skeið- 1. verðlaun 25.000 kr - Skráningargjald 2500 krónur.

300 m brokk - Skráningargjald 500 kr á hest

300 m stökk - Skráningargjald 500 kr á hest

250 m skeið - Skráningargjald 500  kr á hest.

 

Skráning er hjá:

Magga Ben á netfangið maggiben@gmail.com og 893-3600

Petru á netfangið solheimar2@simnet.is og 866-0786

Síðasti skráningardagur í hringvallargreinar er miðvikudagur 24. júní (miðnætti) og ekki verður tekið við skráningum eftir það. Hægt verður að skrá sig í kappreiðar líka á kappreiðadag. Við skráningu þarf að koma fram IS númer hest, nafn og kennitala knapa. Einnig geta knapar í hringvallargreinum valið tónlist til að spila undir og þarf það þá einnig að koma fram við skráningu. Annars velur Maggi eitthvað skemmtilegt.

 

(Skráningargjöld greiðist inn á 0317-13-302622. Kt. 540776-0169. Þar sem fram kemur nafn eiganda.) 

 

Sjáumst öll á Hestaþingi Sindra.

Mótanefnd.

15.06.2009 13:43

Kvöldreiðtúr

Fyrsti Kvöldreiðtúr sumarsins verður fimmtudaginn 18. Júní. 

Riðið verður upp á Víkurheiði. 

Mæting við hliðið hjá Selhrygg (norðan við veginn í Skeifnadal, hliðið verður
 
merkt)  kl:20:30 

Miðað er við að fólk hafi einn til tvo hesta til reiðar.  

Nánari upplýsingar gefa:
 
Hjördís
sudur-foss@simnet.is S: 8610294

Andrína
age@snow.is S: 8963433.


Kveðja

Ferða- og fræðslunefnd

14.06.2009 00:40

Vinnudagur á vellinum

Áður auglýstum vinnudegi sem vera átti á sunnudaginn verður frestað til

mánudagsins 15. júní. Áætlað er að hefjast handa kl 16:00 á mánudag, vinna

eitthvað fram eftir kvöldi og grilla svo í lok vinnudags. Við skorum á sem flesta að

mæta börn og fullorðna allir geta létt undir og ekki væri verra að hafa með sér eins

og einn hamar og einn naglbít til öryggis.

 
Með kveðju

Stjórn hmf. Sindra

13.06.2009 15:28

Vinnudegi frestað

Vinnudagurinn okkar verður ekki núna á sunnudaginn þar sem
 
reiðskólasýningin okkar verður þann sama dag.


Við setjum inn nýja dagsetningu flótlega  emoticon

07.06.2009 07:50

Vegna Hestaþings o.fl.

Vinnudagur verður á Sindravelli sunnudaginn 14. júní og mánudaginn 15 júní. (Ef okkur tekst ekki að klára allt á sunnudeginum.)

Við ætlum að byrja kl 13:00 á sunnudeginum og kl 16:00 á mánudeginum.

Það er eitt og annað sem liggur fyrir á vellinum.

-         það þarf að þrífa út bæði dómpall og Sindrasel

-         það þarf að laga staura á hringvelli og valta hann

-         það þarf að laga háu girðinguna við hlaupabrautina

-         það þarf að smíða nýja girðingu við hlaupabraut og setja upp streng við hlaupabraut.

-         það þarf að lagfæra tökubás í gerðinu og setja upp vatnsaðstöðu fyrir hrossin í tökugerði.

-         Það þarf að leggja slöngu úr brunni í Eyjarhólum og að vatnskerinu í gerðinu

-         Sjálfsagt er eitthvað fleira sem fellur til og verður ekki tíundað hér.

 

Forsenda fyrir því að mótið okkar verði sem best úr garði gert er að fólk mæti á vinnudag og taki til hendinni. Börn og unglingar ekki síður en fullorðnir.

Munið að margar hendur vinna létt verk.

Í lok vinnudags verður grill fyrir vinnandi fólk í boði Hmf Sindra.  emoticon

 

Hestaþing Sindra verður helgina 27-28 júní 2009.

Skráning hjá:

Magga Ben. maggiben@gmail.com og 893-3600 og

Petru: solheimar2@simnet.is og 866-0786.

Við skráningu þarf IS númer hests og nafn og kennitölu knapa.

 Ef þið viljið hafa einhverja sérstaka tónlist á meðan á forkeppni stendur þarf að taka það sérstaklega fram við skráningu annars velur Maggi eitthvað skemmtilegt.

Síðasti skráningardagur er á miðnætti miðvikudaginn 24. júní.  Ekki er tekið við skráningum eftir það í hringvallar greinum.

 

Nýtt fyrirkomulag er á skráningum þar sem að greiða þarf skráningargjald í ungmenna, B- og A- flokki. Kr 15oo.  Ef eigandi er með fleiri en 1 hest dregst kr 500 af öðrum og þriðja hesti en fjórði hestur frítt. Greiða má inn á reikning 0317- 13- 302622. Kt: 540776-0169 þar sem fram kemur nafn eiganda hests í skýringu.

Sú nýbreytni verður á Kappreiðum að tekin verða skráningargjöld í öllum hlaupum. Kr 1500 í 150 m skeiði en kr 500 í öðrum greinum. Nú verður möguleiki á að skrá sig á staðnum en þó fær enginn að keppa nema greiða skráningargjöld fyrst. Best er þó að skrá sig fyrir mót.

Skráningargjald í tölti verður áfram það sama 2500 kr.

Munið að greiða félagsgjöldin tímanlega.

 

Varðandi aðgangseyri:

Við ætlum að innheimta aðgangseyri á vellinum sjálfum kr 2000 f/2 daga og 1500 f/1 dag.  Þeir sem greiða fá armband, knapar þurfa ekki að greiða aðgangseyri en þurfa hafa kvittun fyrir skráningargjöldum til að fá armband. Frítt er inn fyrir börn 13 ára árinu (1996) og yngri.

 

Nú er búið að setja upp skjólvegg á tjaldstæðinu og er tilvalið að koma bara og tjalda og hafa það huggulegt.

Uppi eru hugmyndir að hafa einhverskonar kvöldvöku á laugardagskvöldinu en það verður auglýst síðar.

 

Til athugunar.

Samkvæmt grein 7.7.2 í lögum LH má barn, unglingur og ungmenni mæta með fleiri en einn hest í forkeppni sjá nánar á ef þú smellir hér.

Samkvæmt grein 7.3.1. má  sami hestur  ekki taka þátt í gæðingakeppni fyrir fleiri en eitt félag ár hvert.

Ekki verður hægt að skrá sig í Hestamannafélagið Sindra viku fyrir mót til þess eins að koma hesti inn á mótið. 

Mótanefnd 

 

Æskulýðsmót hmf. Sindra

 

Æskulýðsmótið okkar verður dagana 24. og  25. júní og munum við þar eins og undanfarin ár gera okkur dagamun og fá kennslu fyrir mótið, það mun vera Kristín Lárusdóttir sem kennir enda kynntist hún ykkur flestum og hestum ykkar í æfingabúðunum okkar í apríl síðastliðinn, fáir væru því eins vel til fallnir í verkið emoticon  Skráning er á e-mailið isbud@simnet.is hjá Vilborgu.

Hlökkum til að sjá ykkur, æskulýðsnefnd Sindra.

  • 1


Nafn:

Vefstjóri: Vilborg Smáradóttir

Um:

Minningarsjóður um Óskar Sigurð Þorsteinsson. Hægt er að styrkja sjóðinn með kaupum á minningarkortum að lágmarki 1000 kr hjá: Hjördísi Rut; sudur-foss@simnet.is s: 861-0294, Vilborgu; isbud@simnet.is s: 867-1486, Ástu Öldu; skasta15@gmail.com s: 848-1861. Sjóðurinn styrkir æskulýðsstarf Hmf Sindra.

Kennitala:

540776-0169

Bankanúmer:

0317-26-100622

Tenglar


Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 150
Samtals flettingar: 1136559
Samtals gestir: 173513
Tölur uppfærðar: 2.3.2021 20:47:02